Áherslurnar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2016 06:00 Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, kynnti í Fréttablaðinu í gær nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi, sem byggðar eru á greiningarvinnu Europol. Ástæða breytinganna er sú að brotastarfsemi í Evrópu og á Íslandi hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. Í þeim felst, meðal annars, að fíkniefnadeild lögreglunnar leggst af í þeirri mynd sem verið hefur. Ný deild, Rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi, mun sjá um rannsókn fíkniefnamála, auk rannsókna á ýmsum öðrum fjölbreyttum brotaflokkum. Flækjustig rannsókna hjá lögreglunni er mun hærra en áður hefur verið og mun flækjast frekar. Karl sagði brotastarfsemina þyngri og erfiðari í dag, fíkniefnabrotin samofin fleiri málaflokkum og að lögð yrði áhersla á brotin í stærra samhengi. „Fíkniefnamál ein og sér hafa ekki verið rosalega mörg í gegnum tíðina en þau eru samofin ýmsu öðru, til dæmis peningaþvætti, fjármálabrotastarfsemi, mansali og fleiru,“ sagði Karl Steinar. Þessar breyttu áherslur lögreglunnar eru fagnaðarefni. Lögreglan þurfti, eins og margar ríkisstofnanir, að sæta töluverðum niðurskurði eftir hrun. Hún hefur síðan kvartað mikið undan álagi á starfsmenn, sem eru of fáir til að sinna öllum þeim verkefnum sem henni er gert að sinna og sumum brotaflokkum hefur hún einfaldlega þurft að sleppa alfarið. Ljóst er að breytingunum er ætlað að gera starfið hnitmiðaðra og auðvelda rannsókn brota sem oft skarast þvert á brotaflokka. Fíkniefnamálin eru umdeild og þeim fylgja tilfinningar. Óumdeilt er að fíkniefni hafa eyðilagt líf mjög margra, tekið önnur endanlega og sjaldnast verið til blessunar. Það er hins vegar þannig að fíkniefnavandinn er fyrst og fremst heilbrigðis- og félagslegt vandamál, ekki glæpamál. Stríðið sem háð hefur verið gegn fíkniefnum, fyrst og síðast af stjórnvöldum í gegnum lögregluna, hefur tapast. Ósigurinn er löngu viðurkennd staðreynd. Við höfum verið dugleg við að loka inni fólk fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni, ekki síður litla neytandann en hinn stórtæka seljanda. Neyslan minnkar lítið og glæpamennirnir hafa ekkert minnkað við sig þrátt fyrir mikla áherslu undanfarna áratugi á rannsóknir og þungar refsingar vegna slíkra brota. Hinar breyttu áherslur lögreglunnar endurspegla þetta að einhverju leyti. Augljóslega verður rannsóknum á fíkniefnabrotum ekki hætt, skárra værri það. En rannsóknirnar verða hnitmiðaðri, áherslan verður væntanlega á stórtæka hópa þessarar skipulögðu glæpastarfsemi, í takt við önnur brot, ekki síður alvarleg, sem slíkir hópar stunda og hafa löngum orðið út undan. Heilbrigðisráðherra skipaði á kjörtímabilinu starfshóp, eftir þingsályktunartillögu Pírata, sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Í nefndinni eiga meðal annarra sæti fulltrúar ríkislögreglustjóra, SÁÁ, landlæknis og geðsviðs Landspítala. Niðurstaða nefndarinnar, sem vænta má á næstu vikum, mun kalla á dýpri umræðu um málaflokkinn. Lögreglan hyggst horfa á stóru myndina. Spurningin er hvort löggjafinn ætlar sér að gera slíkt hið sama, eða halda áfram að líta svo á að þungar refsingar séu réttu viðbrögðin við þeim heilbrigðisvanda sem neysla fíkniefna er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, kynnti í Fréttablaðinu í gær nýjar áherslur hjá löggæsluyfirvöldum á Íslandi, sem byggðar eru á greiningarvinnu Europol. Ástæða breytinganna er sú að brotastarfsemi í Evrópu og á Íslandi hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. Í þeim felst, meðal annars, að fíkniefnadeild lögreglunnar leggst af í þeirri mynd sem verið hefur. Ný deild, Rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi, mun sjá um rannsókn fíkniefnamála, auk rannsókna á ýmsum öðrum fjölbreyttum brotaflokkum. Flækjustig rannsókna hjá lögreglunni er mun hærra en áður hefur verið og mun flækjast frekar. Karl sagði brotastarfsemina þyngri og erfiðari í dag, fíkniefnabrotin samofin fleiri málaflokkum og að lögð yrði áhersla á brotin í stærra samhengi. „Fíkniefnamál ein og sér hafa ekki verið rosalega mörg í gegnum tíðina en þau eru samofin ýmsu öðru, til dæmis peningaþvætti, fjármálabrotastarfsemi, mansali og fleiru,“ sagði Karl Steinar. Þessar breyttu áherslur lögreglunnar eru fagnaðarefni. Lögreglan þurfti, eins og margar ríkisstofnanir, að sæta töluverðum niðurskurði eftir hrun. Hún hefur síðan kvartað mikið undan álagi á starfsmenn, sem eru of fáir til að sinna öllum þeim verkefnum sem henni er gert að sinna og sumum brotaflokkum hefur hún einfaldlega þurft að sleppa alfarið. Ljóst er að breytingunum er ætlað að gera starfið hnitmiðaðra og auðvelda rannsókn brota sem oft skarast þvert á brotaflokka. Fíkniefnamálin eru umdeild og þeim fylgja tilfinningar. Óumdeilt er að fíkniefni hafa eyðilagt líf mjög margra, tekið önnur endanlega og sjaldnast verið til blessunar. Það er hins vegar þannig að fíkniefnavandinn er fyrst og fremst heilbrigðis- og félagslegt vandamál, ekki glæpamál. Stríðið sem háð hefur verið gegn fíkniefnum, fyrst og síðast af stjórnvöldum í gegnum lögregluna, hefur tapast. Ósigurinn er löngu viðurkennd staðreynd. Við höfum verið dugleg við að loka inni fólk fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni, ekki síður litla neytandann en hinn stórtæka seljanda. Neyslan minnkar lítið og glæpamennirnir hafa ekkert minnkað við sig þrátt fyrir mikla áherslu undanfarna áratugi á rannsóknir og þungar refsingar vegna slíkra brota. Hinar breyttu áherslur lögreglunnar endurspegla þetta að einhverju leyti. Augljóslega verður rannsóknum á fíkniefnabrotum ekki hætt, skárra værri það. En rannsóknirnar verða hnitmiðaðri, áherslan verður væntanlega á stórtæka hópa þessarar skipulögðu glæpastarfsemi, í takt við önnur brot, ekki síður alvarleg, sem slíkir hópar stunda og hafa löngum orðið út undan. Heilbrigðisráðherra skipaði á kjörtímabilinu starfshóp, eftir þingsályktunartillögu Pírata, sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Í nefndinni eiga meðal annarra sæti fulltrúar ríkislögreglustjóra, SÁÁ, landlæknis og geðsviðs Landspítala. Niðurstaða nefndarinnar, sem vænta má á næstu vikum, mun kalla á dýpri umræðu um málaflokkinn. Lögreglan hyggst horfa á stóru myndina. Spurningin er hvort löggjafinn ætlar sér að gera slíkt hið sama, eða halda áfram að líta svo á að þungar refsingar séu réttu viðbrögðin við þeim heilbrigðisvanda sem neysla fíkniefna er.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun