Límonaði í umferðinni Ívar Halldórsson skrifar 25. júlí 2016 15:03 Þegar ég staðnæmist við gatnamót á rauðu ljósi á bifreið minni, eða keyri samhliða öðru ökutæki í umferðinni, verður mér oft litið inn í þá bíla sem eru tímabundið samferða mér. Oft sé ég bílstjóra, algjörlega í sínum eigin heimi, syngja af lífi og sál með einhverju stuðlagi í útvarpinu. Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á mig. Að sjá ökumenn taka hressilega undir með Queen í „Bohemian Rhapsody“ eða elta af sálarkrafti söngslaufur Justin Timberlake í „Can't Stop the Feeling“ með tilheyrandi innlifunarhreyfingum, minnir mig á það hversu mikilla forréttinda við njótum hér á eyjunni okkar í miðju Atlantshafinu. Ég fyllist þakklæti fyrir það að vera Íslendingur, og átta mig um leið á hversu gott við öll höfum það hér í okkar frjálsa lýðræðisríki. Við erum hamingjusöm þjóð. Auðvitað má alltaf finna ýmislegt sem betur má fara, en bjartsýni sú sem býr í þjóðarsál okkar rekur flesta svarta bölsýnisskugga á flótta. Við höfum ríka ástæðu til að syngja, því að hér á landi njótum við frelsis sem því miður er ekki lengur sjálfsagður hlutur. Þegar litið er í heimsins mörgu horn sjáum við margt slæmt. Fjölmargar þjóðir bugast fjötraðar undan byrði ótta og fátæktar, mannréttindi er víða í molum og frelsi er víða af skornum skammti. Á sumum stöðum í heiminum má ekki einu sinni spila tónlist opinberlega, hvað þá syngja með. Ísland fagnar fjölbreyttri tónlist og tekur henni svo sannarlega opnum örmum; þessum magnaða gleðigjafa sem ekki er hægt að ímynda sér lífið án. Mér líður vel þegar ég sé svona lifandi og lífsglatt fólk í kringum mig. Það kemur stundum fyrir að maður pirrar sig á hálftómu gæfuglasinu. Á slíkum stundum er ómetanlegt að sjá svona „Ford Idol“ bifreið aka hjá með keppanda í bílstjórasætinu sem er staðráðinn í að heilla ósýnilega dómnefndina, alveg hreint upp úr öskubakkanum. Allt í einu sýnist manni glasið ekki lengur vera hálf tómt, og maður fer jafnvel að sjá vatnið í glasinu breytast í girnilegt límonaði. Maður man allt í einu eftir bjartsýnis-klökunum, sem maður setur þá út í gæfuglasið og allt í einu tekur yfirborðið að hækka. Glasið er skyndilega orðið meira en hálf fullt. Þegar fólk gleymir sér á þennan hátt og gefur sig tónlistinni á vald í umferðinni, eru áhrifin smitandi. Fólk hefur þó tilhneigingu til að skammast sín fyrir tónlistartilþrifin þegar upp um það kemst – þ.e. þegar einhver eins og ég verð vitni að óauglýstum tónlistarviðburðinum í litlu fimm-sæta, fjögurra-hjóla hljómleikahöllinni. Augu okkar mætast og hinn bílstjórinn þykist hafa verið að geispa eða fer að athuga hvort hann hafi gleymt hafrakökunni í hanskahólfinu eða Shiseido maskaranum á bak við sólskyggnið. Enginn ætti þó að skammast sín fyrir að vera í góðu skapi í umferðinni. Umferðin gengur líka betur þegar fólk unir sér vel. Við þurfum einmitt færri fýlupoka og fleiri gleðigjafa á göturnar. Það er ekki asnalegt að syngja með góðri tónlist í bílnum. Það er heldur ekki asnalegt að nota hárburstann sem míkrafón eða stýrið sem sneriltrommu á rauðu ljósi. Svo er gott að muna að það dettur enginn úr þessari umferð fyrir að syngja falskt. Ég dáist að því fólki sem lætur eins og ég og aðrir ökumenn séum ekki til þegar það syngur í bílunum sínum, og er tilbúið að missa sig algjörlega óháð sönghæfileikum, í t.d. „Uptown Funk“ með Bruno Mars, og þá jafnvel með bílrúðuna skrúfaða niður. Þessir ánægðu ökumenn dreifa ánægju yfir á hinar akreinarnar, og við sem verðum vitni að þessum vítamínssprautum, smitumst af hressilegum tilþrifunum, og innst inni þökkum við kærlega fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar ég staðnæmist við gatnamót á rauðu ljósi á bifreið minni, eða keyri samhliða öðru ökutæki í umferðinni, verður mér oft litið inn í þá bíla sem eru tímabundið samferða mér. Oft sé ég bílstjóra, algjörlega í sínum eigin heimi, syngja af lífi og sál með einhverju stuðlagi í útvarpinu. Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á mig. Að sjá ökumenn taka hressilega undir með Queen í „Bohemian Rhapsody“ eða elta af sálarkrafti söngslaufur Justin Timberlake í „Can't Stop the Feeling“ með tilheyrandi innlifunarhreyfingum, minnir mig á það hversu mikilla forréttinda við njótum hér á eyjunni okkar í miðju Atlantshafinu. Ég fyllist þakklæti fyrir það að vera Íslendingur, og átta mig um leið á hversu gott við öll höfum það hér í okkar frjálsa lýðræðisríki. Við erum hamingjusöm þjóð. Auðvitað má alltaf finna ýmislegt sem betur má fara, en bjartsýni sú sem býr í þjóðarsál okkar rekur flesta svarta bölsýnisskugga á flótta. Við höfum ríka ástæðu til að syngja, því að hér á landi njótum við frelsis sem því miður er ekki lengur sjálfsagður hlutur. Þegar litið er í heimsins mörgu horn sjáum við margt slæmt. Fjölmargar þjóðir bugast fjötraðar undan byrði ótta og fátæktar, mannréttindi er víða í molum og frelsi er víða af skornum skammti. Á sumum stöðum í heiminum má ekki einu sinni spila tónlist opinberlega, hvað þá syngja með. Ísland fagnar fjölbreyttri tónlist og tekur henni svo sannarlega opnum örmum; þessum magnaða gleðigjafa sem ekki er hægt að ímynda sér lífið án. Mér líður vel þegar ég sé svona lifandi og lífsglatt fólk í kringum mig. Það kemur stundum fyrir að maður pirrar sig á hálftómu gæfuglasinu. Á slíkum stundum er ómetanlegt að sjá svona „Ford Idol“ bifreið aka hjá með keppanda í bílstjórasætinu sem er staðráðinn í að heilla ósýnilega dómnefndina, alveg hreint upp úr öskubakkanum. Allt í einu sýnist manni glasið ekki lengur vera hálf tómt, og maður fer jafnvel að sjá vatnið í glasinu breytast í girnilegt límonaði. Maður man allt í einu eftir bjartsýnis-klökunum, sem maður setur þá út í gæfuglasið og allt í einu tekur yfirborðið að hækka. Glasið er skyndilega orðið meira en hálf fullt. Þegar fólk gleymir sér á þennan hátt og gefur sig tónlistinni á vald í umferðinni, eru áhrifin smitandi. Fólk hefur þó tilhneigingu til að skammast sín fyrir tónlistartilþrifin þegar upp um það kemst – þ.e. þegar einhver eins og ég verð vitni að óauglýstum tónlistarviðburðinum í litlu fimm-sæta, fjögurra-hjóla hljómleikahöllinni. Augu okkar mætast og hinn bílstjórinn þykist hafa verið að geispa eða fer að athuga hvort hann hafi gleymt hafrakökunni í hanskahólfinu eða Shiseido maskaranum á bak við sólskyggnið. Enginn ætti þó að skammast sín fyrir að vera í góðu skapi í umferðinni. Umferðin gengur líka betur þegar fólk unir sér vel. Við þurfum einmitt færri fýlupoka og fleiri gleðigjafa á göturnar. Það er ekki asnalegt að syngja með góðri tónlist í bílnum. Það er heldur ekki asnalegt að nota hárburstann sem míkrafón eða stýrið sem sneriltrommu á rauðu ljósi. Svo er gott að muna að það dettur enginn úr þessari umferð fyrir að syngja falskt. Ég dáist að því fólki sem lætur eins og ég og aðrir ökumenn séum ekki til þegar það syngur í bílunum sínum, og er tilbúið að missa sig algjörlega óháð sönghæfileikum, í t.d. „Uptown Funk“ með Bruno Mars, og þá jafnvel með bílrúðuna skrúfaða niður. Þessir ánægðu ökumenn dreifa ánægju yfir á hinar akreinarnar, og við sem verðum vitni að þessum vítamínssprautum, smitumst af hressilegum tilþrifunum, og innst inni þökkum við kærlega fyrir okkur.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar