Hvað var að? Jónas Sen skrifar 22. júlí 2016 09:45 Ágætlega heyrðist í Gissuri Páli, að sögn dómarans. Vísir/GVA Tónlist Söngtónleikar Lög eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur. Flytjendur: Margrét Hrafnsdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Grímur Helgason, Ave Kara Sillaots, Darri Mikaelsson, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir og Gunnlaugur Torfi Stefánsson. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Þriðjudaginn 19. júlí Í bók Dr. Gunna, Er’ ekki allir í stuði? er fjallað um plötu sem mun hafa fengið stystu tónlistargagnrýni sögunnar. Platan hét Er eitthvað að? Gagnrýnin var svona: Já. Ég ætla að vera margorðari hér. Strax í byrjun fann maður að það var eitthvað mikið að á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið. Þarna voru flutt lög eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur við ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur í Garði. Þetta voru níu lög og voru í langflestum tilvikum sungin af tveimur söngvurum, þeim Margréti Hrafnsdóttur sópran og Gissuri Páli Gissurarsyni tenór. Fyrir það fyrsta vöktu lagasmíðarnar upp spurningar. Stíllinn var alþýðlegur, hann hafði sama yfirbragð og ýmislegt eftir Þórunni Guðmundsdóttur og Gunnstein Ólafsson. Nærtækasta dæmið er barnaóperan Baldursbrá eftir þann síðarnefnda. Það út af fyrir sig var auðvitað allt í lagi. Ekkert er að því að semja tónlist í einföldu formi þar sem lögð er áhersla á hið lagræna. En þó hér hafi vissulega heyrst margar melódískar hugmyndir, komust þær ekki á flug. Laglínurnar voru aldrei grípandi, það var enginn innblástur, enginn skáldskapur, ekkert sem hreif mann. Það var eitthvað við lögin sem ekki virkaði. Flutningurinn var ekki heldur góður. Undirleikurinn var í höndum lítils kammerhóps, og þó hann hafi að mestu verið hinn fagmannlegasti, var hann of sterkur þegar Margrét söng. Fyrir bragðið naut rödd hennar sín ekki. Þar fyrir utan var hún gríðarlega óörugg í hlutverki sínu. Raddbeitingin var ófókuseruð og stundum var hreinlega eins og hún vissi ekki í hvaða tóntegund hún ætti að syngja. Útkoman var ekki ásættanleg. Þess má geta að ég heyrði Margréti syngja á tónleikum á sama stað fyrir einum eða tveimur árum; þá var söngur hennar miklu tilkomumeiri. Það er því ljóst að hún er prýðileg söngkona. Kannski hentaði tónsvið laganna bara ekki rödd hennar. Gissur Páll var mun betri, það heyrðist ágætlega í honum. Hann hefur þó oft verið magnaðri en þarna. Það vantaði allan sannfæringarkraft í túlkun hans. Hann er samt frábær söngvari í sjálfu sér, en hann á greinilega að syngja annars konar tónlist. Eins og áður segir spilaði lítill kammerhópur á tónleikunum. Hann samanstóð af klarinettu, harmóníku, sellói, fagotti og kontrabassa. Spilamennskan var oftast ágæt, og þó heyrst hafi of mikið í hópnum var það ekki honum að kenna. Hljóðfæraútsetningarnar voru svo ofhlaðnar að það var eins og þær væru sífellt í samkeppni við söngvarana. Heildarmyndin var óskaplegur hrærigrautur. Ljóst er að að þetta voru ekki góðir tónleikar. Ég held þó að Ingibjörg Azima sé ekki slæmt tónskáld. Hugmyndirnar sem lágu til grundvallar lögunum voru oft áhugaverðar, hún hefði bara þurft að vinna betur úr þeim og hafa í huga að þegar útsetningar eru annars vegar þá er minna oft meira.Niðurstaða: Lög eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur komu ekki vel út. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí 2016. Bókmenntir Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Söngtónleikar Lög eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur. Flytjendur: Margrét Hrafnsdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Grímur Helgason, Ave Kara Sillaots, Darri Mikaelsson, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir og Gunnlaugur Torfi Stefánsson. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Þriðjudaginn 19. júlí Í bók Dr. Gunna, Er’ ekki allir í stuði? er fjallað um plötu sem mun hafa fengið stystu tónlistargagnrýni sögunnar. Platan hét Er eitthvað að? Gagnrýnin var svona: Já. Ég ætla að vera margorðari hér. Strax í byrjun fann maður að það var eitthvað mikið að á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið. Þarna voru flutt lög eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur við ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur í Garði. Þetta voru níu lög og voru í langflestum tilvikum sungin af tveimur söngvurum, þeim Margréti Hrafnsdóttur sópran og Gissuri Páli Gissurarsyni tenór. Fyrir það fyrsta vöktu lagasmíðarnar upp spurningar. Stíllinn var alþýðlegur, hann hafði sama yfirbragð og ýmislegt eftir Þórunni Guðmundsdóttur og Gunnstein Ólafsson. Nærtækasta dæmið er barnaóperan Baldursbrá eftir þann síðarnefnda. Það út af fyrir sig var auðvitað allt í lagi. Ekkert er að því að semja tónlist í einföldu formi þar sem lögð er áhersla á hið lagræna. En þó hér hafi vissulega heyrst margar melódískar hugmyndir, komust þær ekki á flug. Laglínurnar voru aldrei grípandi, það var enginn innblástur, enginn skáldskapur, ekkert sem hreif mann. Það var eitthvað við lögin sem ekki virkaði. Flutningurinn var ekki heldur góður. Undirleikurinn var í höndum lítils kammerhóps, og þó hann hafi að mestu verið hinn fagmannlegasti, var hann of sterkur þegar Margrét söng. Fyrir bragðið naut rödd hennar sín ekki. Þar fyrir utan var hún gríðarlega óörugg í hlutverki sínu. Raddbeitingin var ófókuseruð og stundum var hreinlega eins og hún vissi ekki í hvaða tóntegund hún ætti að syngja. Útkoman var ekki ásættanleg. Þess má geta að ég heyrði Margréti syngja á tónleikum á sama stað fyrir einum eða tveimur árum; þá var söngur hennar miklu tilkomumeiri. Það er því ljóst að hún er prýðileg söngkona. Kannski hentaði tónsvið laganna bara ekki rödd hennar. Gissur Páll var mun betri, það heyrðist ágætlega í honum. Hann hefur þó oft verið magnaðri en þarna. Það vantaði allan sannfæringarkraft í túlkun hans. Hann er samt frábær söngvari í sjálfu sér, en hann á greinilega að syngja annars konar tónlist. Eins og áður segir spilaði lítill kammerhópur á tónleikunum. Hann samanstóð af klarinettu, harmóníku, sellói, fagotti og kontrabassa. Spilamennskan var oftast ágæt, og þó heyrst hafi of mikið í hópnum var það ekki honum að kenna. Hljóðfæraútsetningarnar voru svo ofhlaðnar að það var eins og þær væru sífellt í samkeppni við söngvarana. Heildarmyndin var óskaplegur hrærigrautur. Ljóst er að að þetta voru ekki góðir tónleikar. Ég held þó að Ingibjörg Azima sé ekki slæmt tónskáld. Hugmyndirnar sem lágu til grundvallar lögunum voru oft áhugaverðar, hún hefði bara þurft að vinna betur úr þeim og hafa í huga að þegar útsetningar eru annars vegar þá er minna oft meira.Niðurstaða: Lög eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur komu ekki vel út. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí 2016.
Bókmenntir Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira