Eiríkur Bergmann: Trump mun sækja enn harðar að Clinton sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 12:42 Línur farnar að skýrast eftir landsþing flokkanna tveggja, segir stjórnmálfræðingur. Clinton er með forskot á Trump. vísir/getty Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir línur farnar að skýrast í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Baráttan muni harðna umtalsvert allt fram að kjördegi. „Nú er þetta baráttan í könnunum sem skiptir mestu máli. Báðir flokkar munu núna meta það hvernig stuðningurinn er að leggjast í könnunum og hvar helstu baráttusvæðin verða. Í Bandaríkjunum er ekki hefðbundið þjóðkjör heldur eru kjörnir kjörmenn í hverju fylki fyrir sig þannig að baráttan fer núna fram í þeim fylkjum þar sem mjótt er á mununum,” segir Eiríkur.Ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton haldi forskotinu Hillary Clinton hefur samkvæmt nýjustu skoðanakönnun CNN aukið fylgi sitt eftir landsþing Demókrataflokksins og er nú með níu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn, Donald Trump. Clinton mælist nú með 52 prósenta fylgi og Trump með 43 prósenta fylgi, en um er að ræða nokkurn viðsnúning frá síðustu könnunum CNN, þegar Trump mældist með eilítið meira fylgi en Clinton.Eiríkur Bergmann„Það hefur vakið athygli að út úr flokksþingunum að þá hefur Hillary komið út með meira forskot heldur en að Trump og hans fólk gerði ráð fyrir. Þannig að það má gera ráð fyrir því að hann muni sækja ansi hart að henni núna á næstunni,” segir Eiríkur. Aðspurður segir hann ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton muni halda þessu forskoti. „Við erum að sjá fyrstu kannanirnar núna í kjölfarið af flokksþingunum og við þurfum bara að sjá fleiri til þess að átta okkur á því hvernig þessi lína liggur. Trump fór upp í kjölfar síns flokksþings en síðan fór Hillary upp enn hærra, í kjölfarið af flokksþingi Demókrata. Og stóra spurningin er bara sú hvort hún muni halda því forskoti eða hvort það dragi á milli sem hlýtur að teljast líklegra.“Frambjóðendurnir óvinsælir Skoðanakannanir sýna fram á að báðir frambjóðendur eru afar óvinsælir, því um helmingur skráðra kjósenda segjast hafa neikvætt álit á Clinton, og um 36 prósent jákvætt. Þeim jákvæðu hefur fjölgað um fimm prósentustig á milli kannana. Lítil breyting hefur orðið á afstöðu fólks til Trump en um 52 prósent segjast hafa neikvætt álit á honum. „Það eru ólíkir þættir sem valda því hjá þeim tveimur. Hann er auðvitað að einhverju leiti aggressívur lýðskrumari og hann hefur haldið út sinni pólitík með þeirri aðferð að ráðast á hina og þessa hópa í samfélaginu og höfða til reiðra hvítra karlmanna sem telja sig hlunnfarna af alls konar öðrum hópum í samfélaginu. Það er mörgum sem er í nöp við slíka pólitík,“ segir Eiríkur, aðspurður hvað skýri þessar óvinsældir. „Hennar staða er allt önnur. Hún er öfugt við Trump innan úr innstu innviðum bandarískra stjórnmála. Þrátt fyrir það hefur hún frekar verið talin fara fram af kaldri skynsemi frekar heldur en heitri ástríðu. Þess vegna er mörgum ekkert sérstaklega hlýtt til hennar, þó fólk kunni að treysta henni fyrir verkunum.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir línur farnar að skýrast í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Baráttan muni harðna umtalsvert allt fram að kjördegi. „Nú er þetta baráttan í könnunum sem skiptir mestu máli. Báðir flokkar munu núna meta það hvernig stuðningurinn er að leggjast í könnunum og hvar helstu baráttusvæðin verða. Í Bandaríkjunum er ekki hefðbundið þjóðkjör heldur eru kjörnir kjörmenn í hverju fylki fyrir sig þannig að baráttan fer núna fram í þeim fylkjum þar sem mjótt er á mununum,” segir Eiríkur.Ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton haldi forskotinu Hillary Clinton hefur samkvæmt nýjustu skoðanakönnun CNN aukið fylgi sitt eftir landsþing Demókrataflokksins og er nú með níu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn, Donald Trump. Clinton mælist nú með 52 prósenta fylgi og Trump með 43 prósenta fylgi, en um er að ræða nokkurn viðsnúning frá síðustu könnunum CNN, þegar Trump mældist með eilítið meira fylgi en Clinton.Eiríkur Bergmann„Það hefur vakið athygli að út úr flokksþingunum að þá hefur Hillary komið út með meira forskot heldur en að Trump og hans fólk gerði ráð fyrir. Þannig að það má gera ráð fyrir því að hann muni sækja ansi hart að henni núna á næstunni,” segir Eiríkur. Aðspurður segir hann ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton muni halda þessu forskoti. „Við erum að sjá fyrstu kannanirnar núna í kjölfarið af flokksþingunum og við þurfum bara að sjá fleiri til þess að átta okkur á því hvernig þessi lína liggur. Trump fór upp í kjölfar síns flokksþings en síðan fór Hillary upp enn hærra, í kjölfarið af flokksþingi Demókrata. Og stóra spurningin er bara sú hvort hún muni halda því forskoti eða hvort það dragi á milli sem hlýtur að teljast líklegra.“Frambjóðendurnir óvinsælir Skoðanakannanir sýna fram á að báðir frambjóðendur eru afar óvinsælir, því um helmingur skráðra kjósenda segjast hafa neikvætt álit á Clinton, og um 36 prósent jákvætt. Þeim jákvæðu hefur fjölgað um fimm prósentustig á milli kannana. Lítil breyting hefur orðið á afstöðu fólks til Trump en um 52 prósent segjast hafa neikvætt álit á honum. „Það eru ólíkir þættir sem valda því hjá þeim tveimur. Hann er auðvitað að einhverju leiti aggressívur lýðskrumari og hann hefur haldið út sinni pólitík með þeirri aðferð að ráðast á hina og þessa hópa í samfélaginu og höfða til reiðra hvítra karlmanna sem telja sig hlunnfarna af alls konar öðrum hópum í samfélaginu. Það er mörgum sem er í nöp við slíka pólitík,“ segir Eiríkur, aðspurður hvað skýri þessar óvinsældir. „Hennar staða er allt önnur. Hún er öfugt við Trump innan úr innstu innviðum bandarískra stjórnmála. Þrátt fyrir það hefur hún frekar verið talin fara fram af kaldri skynsemi frekar heldur en heitri ástríðu. Þess vegna er mörgum ekkert sérstaklega hlýtt til hennar, þó fólk kunni að treysta henni fyrir verkunum.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira