Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2016 09:00 Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Mustafa Kemal Atatürk. Vísir/Getty Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta þurfti að halda fast um valdataumana í Tyrklandi fyrr í sumar eftir að mjög skipulögð valdaránstilraun fór út um þúfur. Nokkrum klukkustundum eftir að upp komst um tilraunina var forsetinn snúinn aftur og á síðustu vikum hefur hann hert völd sín, hreinsað til í stjórnkerfi landins, fjölmiðlum, skólum og hernum. Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Mustafa Kemal Atatürk á árunum fyrir seinna stríð, hefur einn maður verð eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. Erdogan er maður sem hefur klofið hefur tyrkneskan almenning í tvær fylkingar – stuðningsmenn og andstæðinga forsetans. Í tólf ára valdatíð sinni hefur efnahagur Tyrklands vaxið mikið, en andstæðingar hans segja hann ráðríkan leiðtoga sem beiti öllum brögðum til að til að losna við andstæðinga sína og alla þá sem gagnrýna hann.Erdogan ávarpar stuðningsmenn sína eftir misheppnaða valdaránstilraun í sumar.Vísir/GettyKomst til valda árið 2002Hinn 62 ára Erdogan komst til valda árið 2002, ári eftir stofnun AKP-flokksins. Hann gegndi embætti forsætisráðherra í ellefu ár, áður en hann varð kjörinn forseti í beinni kosningu, fyrstur manna, í ágúst 2014. Forseti landsins hafði áður verið kjörinn af þinginu og hafði embættið verið frekar valdalítið. Erdogan hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að efla völd forseta landsins – af mörgum talið með það að markmiði að koma á forsetaræði í landinu og ná aftur eitthvað af þeim völdum sem hann missti þegar hann lét af embætti forsætisráðherra. Í grein BBC um forsetann kemur fram að Erdogan og flokkur hans njóti víðtæks stuðnings á meðal íhaldssamra og íslamstrúaðra Tyrkja, en að stjórnunarstíll og athafnir Erdogans hafi vakið ugg á alþjóðavettvangi. Þannig má nefna að fjölmargir tyrkneskir blaðamenn, sem ekki eru forsetanum að skapi, hafi verið dregnir fyrir rétt og erlendum fréttamönnum vísað úr landi. Erdogan má að stórum hluta þakka pólitískri velgengni sinni þeim efnahagslega stöðugleika sem ríkt hafi í Tyrklandi frá því að hann tók við völdum. Hagvöxtur hefur að meðaltali mælst 4,5 prósent og þá hefur tekist að halda verðbólgu í skefjum, en á tíunda áratugnum mældist hún oft rúmlega 100 prósent. Efnahagur landsins hefur þó versnað nokkuð á síðustu tveimur árum þar sem atvinnuleysi hefur hækkað í rúmlega 10 prósent.Recep Tayyip Erdogan forseti og eiginkona hans Emine Erdogan.Vísir/GettySonur strandgæslumannsErdogan kom í heiminn árið 1954 í bænum Kasimpasa, sonur strandgæslumanns á Svartahafsströnd Tyrklands. Hann bjó fyrstu árin í bænum Rize við Svartahaf en foreldrar hans ákváðu að flytjast með fimm börn sín til stórborgarinnar Istanbúl þegar Erdogan var þrettán ára að aldri, í von um að geta veitt þeim betra líf. Áður en Erdogan kom í heiminn hafði fjölskylda hans flust til Tyrklands frá bænum Batumi í Georgíu. BBC segir frá því að á táningsaldri hafi Erdogan selt límonaði og brauðbollur á götum í fátækari hverfum borgarinnar til að safna sér inn aukapening. Hann sótti nám í íslömskum skóla og hlaut háskólagráðu í viðskiptastjórnun frá Marmaraháskóla.Erdogan tekur þátt í góðgerðaleik í Tyrklandi sumarið 2015.Vísir/EPAErdogan þótti liðtækur í fótbolta og sóttist stórliðið Fenerbache á tímabili eftir kröftum hans en faðir hans kom í veg fyrir það. Hann hafði þá áður spilað með liði fæðingarborgar sinnar, Kasimpasa Spor, en heimavöllur liðsins er nú nefndur í höfuðið á Ergogan.Leið Erdogan til valdaÁ áttunda og níunda áratugnum var Erdogan virkur í íslömskum hreyfingum og liðsmaður Velferðarflokks Necmettin Erbakan, sem varð forsætisráðherra landins árið 1996. Hann kvæntist Emine Gülbaran árið 1978 og eiga þau tvo syni og tvær dætur. Erdogan var kjörinn borgarstjóri Istanbúl árið 1994 eftir að hafa hlotið rúmlega fjórðung atkvæða. Margir óttuðust að hann myndi koma á íslömskum lögum, en hann þótti pragmatískur í borgarstjórastólnum þar sem hann einbeitti sér að vandamálum sem höfðu verið viðvarandi í borginni – vandamál á borð við vatnsskort, umferðaröngþveiti, mengun, auk þess að hann lagði mikið fé í uppbyggingu almenningssamgangna.Erdogan-hjónin árið 2004.Vísir/AFPFjórum árum eftir að hann tók við völdum var Velferðarflokkur Erbakan bannaður, sagður brjóta í bága við stjórnarskrá þar sem liðsmenn börðust gegn aðskilnaði stjórnmála og trúmála. Erdogan hlaut tíu mánaða dóm fyrir að flytja brot úr ljóði á opinberum vettvangi og var flutningurinn flokkaður af yfirvöldum sem tilraun til að hvetja til ofbeldis og haturs. Erdogan sat inni í fjóra mánuði en var svo sleppt. Árið 2001 stofnaði Erdogan flokkinn AKP (Réttlætis- og þróunarflokkurinn) með bandamanni sínum Abdullah Gül, sem gegndi embætti forseta Tyrklands á árunum 2007 til 2014. Ári síðar nær AKP-flokkurinn 34,3 prósent atkvæða í þingkosningum en Erdogan gat þó ekki boðið sig fram vegna dómsins árið 1998. Í marsmánuði 2003, eftir að AKP hafði náð fram breytingum á stjórnarskrá landsins, bauð Erdogan sig fram í aukakosningum í heimaborg eiginkonu sinnar, Siirt, og komst í kjölfarið inn á þing. Hann tók við embætti forsætisráðherra 14. mars 2003. Erdogan hefur á síðustu árum reglulega átt í útistöðum við yfirmenn tyrkneska hersins. Eftir að upp komst um valdaránstilraunina fyrr í sumar lýsti hann yfir neyðarástandi í landinu þar sem hann nýtti tækifærið og vísaði miklum fjölda yfirmanna innan hersins – óvinum ríkisins – frá störfum.Í nógu að snúastErdogan hefur neitað ásökunum um að vilja að þröngva íslömskum gildum á þjóðina og segist styðja aðskilnað stjórnmála og hins trúarlega, líkt og Atatürk sagði til um. Hann hefur þó sagst styðja aukinn rétt Tyrkja til að tjá trú sína á opinberum vettvangi. Þessi stefna Erdogan nýtur mikilla vinsælda í dreifbýlinu og smærri bæjum, sem er í raun helsta vígi AKP-flokksins. Erdogan hefur haft í nægu að snúast síðustu mánuði. Samskipti Tyrklands og bandamanna þeirra innan ESB og NATO hafa versnað mikið á síðustu mánuðum og hefur hann þurft að bregðast við tíðum hryðjuverkaárásum ISIS-liða og herskárra Kúrda í landinu. Sömuleiðis hafa samskipti Tyrklands og Ísraels versnað mikið síðustu misserin.Erdogan tók við embætti forsætisráðherra árið 2002.Vísir/GettyForsetinn hefur einnig unnið markvisst að því að undanförnu að bæta samskipti landsins við Rússa sem voru við frostmark eftir að Tyrklandsher skaut niður rússneska herþotu á landamærum Tyrklands og Sýrlands á síðasta ári. Eins og áður sagði hefur Erdogan verið vægðarlaus í viðbrögðum sínum í kjölfar valdaránstilraunarinnar og látið reka þúsundir stuðningsmanna Fethullah Gülen, predikarans sem sakaður er um að vera höfuðpaur valdaránstilraunarinnar, úr starfi. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar hefur honum tekist að losna við tugi þúsunda pólitískra andstæðinga sinna innan stjórnkerfisins, skólakerfisins, fjölmiðla og hersins - allt í skjóli neyðarlaganna - og vilja margir meira að staða Erdogans hafi í raun aldrei verið sterkari. Georgía Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. 9. ágúst 2016 07:00 Getur haldið grunuðum brotamönnum í mánuð án ákæru Yfirlýst neyðarástand í Tyrklandi veitir Tyrklandsforseta og ríkisstjórn heimild til að fara fram hjá bæði þingi og dómsstólum við setningu laga til að uppræta meinta óvini ríkisins. 23. júlí 2016 12:37 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta þurfti að halda fast um valdataumana í Tyrklandi fyrr í sumar eftir að mjög skipulögð valdaránstilraun fór út um þúfur. Nokkrum klukkustundum eftir að upp komst um tilraunina var forsetinn snúinn aftur og á síðustu vikum hefur hann hert völd sín, hreinsað til í stjórnkerfi landins, fjölmiðlum, skólum og hernum. Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Mustafa Kemal Atatürk á árunum fyrir seinna stríð, hefur einn maður verð eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. Erdogan er maður sem hefur klofið hefur tyrkneskan almenning í tvær fylkingar – stuðningsmenn og andstæðinga forsetans. Í tólf ára valdatíð sinni hefur efnahagur Tyrklands vaxið mikið, en andstæðingar hans segja hann ráðríkan leiðtoga sem beiti öllum brögðum til að til að losna við andstæðinga sína og alla þá sem gagnrýna hann.Erdogan ávarpar stuðningsmenn sína eftir misheppnaða valdaránstilraun í sumar.Vísir/GettyKomst til valda árið 2002Hinn 62 ára Erdogan komst til valda árið 2002, ári eftir stofnun AKP-flokksins. Hann gegndi embætti forsætisráðherra í ellefu ár, áður en hann varð kjörinn forseti í beinni kosningu, fyrstur manna, í ágúst 2014. Forseti landsins hafði áður verið kjörinn af þinginu og hafði embættið verið frekar valdalítið. Erdogan hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að efla völd forseta landsins – af mörgum talið með það að markmiði að koma á forsetaræði í landinu og ná aftur eitthvað af þeim völdum sem hann missti þegar hann lét af embætti forsætisráðherra. Í grein BBC um forsetann kemur fram að Erdogan og flokkur hans njóti víðtæks stuðnings á meðal íhaldssamra og íslamstrúaðra Tyrkja, en að stjórnunarstíll og athafnir Erdogans hafi vakið ugg á alþjóðavettvangi. Þannig má nefna að fjölmargir tyrkneskir blaðamenn, sem ekki eru forsetanum að skapi, hafi verið dregnir fyrir rétt og erlendum fréttamönnum vísað úr landi. Erdogan má að stórum hluta þakka pólitískri velgengni sinni þeim efnahagslega stöðugleika sem ríkt hafi í Tyrklandi frá því að hann tók við völdum. Hagvöxtur hefur að meðaltali mælst 4,5 prósent og þá hefur tekist að halda verðbólgu í skefjum, en á tíunda áratugnum mældist hún oft rúmlega 100 prósent. Efnahagur landsins hefur þó versnað nokkuð á síðustu tveimur árum þar sem atvinnuleysi hefur hækkað í rúmlega 10 prósent.Recep Tayyip Erdogan forseti og eiginkona hans Emine Erdogan.Vísir/GettySonur strandgæslumannsErdogan kom í heiminn árið 1954 í bænum Kasimpasa, sonur strandgæslumanns á Svartahafsströnd Tyrklands. Hann bjó fyrstu árin í bænum Rize við Svartahaf en foreldrar hans ákváðu að flytjast með fimm börn sín til stórborgarinnar Istanbúl þegar Erdogan var þrettán ára að aldri, í von um að geta veitt þeim betra líf. Áður en Erdogan kom í heiminn hafði fjölskylda hans flust til Tyrklands frá bænum Batumi í Georgíu. BBC segir frá því að á táningsaldri hafi Erdogan selt límonaði og brauðbollur á götum í fátækari hverfum borgarinnar til að safna sér inn aukapening. Hann sótti nám í íslömskum skóla og hlaut háskólagráðu í viðskiptastjórnun frá Marmaraháskóla.Erdogan tekur þátt í góðgerðaleik í Tyrklandi sumarið 2015.Vísir/EPAErdogan þótti liðtækur í fótbolta og sóttist stórliðið Fenerbache á tímabili eftir kröftum hans en faðir hans kom í veg fyrir það. Hann hafði þá áður spilað með liði fæðingarborgar sinnar, Kasimpasa Spor, en heimavöllur liðsins er nú nefndur í höfuðið á Ergogan.Leið Erdogan til valdaÁ áttunda og níunda áratugnum var Erdogan virkur í íslömskum hreyfingum og liðsmaður Velferðarflokks Necmettin Erbakan, sem varð forsætisráðherra landins árið 1996. Hann kvæntist Emine Gülbaran árið 1978 og eiga þau tvo syni og tvær dætur. Erdogan var kjörinn borgarstjóri Istanbúl árið 1994 eftir að hafa hlotið rúmlega fjórðung atkvæða. Margir óttuðust að hann myndi koma á íslömskum lögum, en hann þótti pragmatískur í borgarstjórastólnum þar sem hann einbeitti sér að vandamálum sem höfðu verið viðvarandi í borginni – vandamál á borð við vatnsskort, umferðaröngþveiti, mengun, auk þess að hann lagði mikið fé í uppbyggingu almenningssamgangna.Erdogan-hjónin árið 2004.Vísir/AFPFjórum árum eftir að hann tók við völdum var Velferðarflokkur Erbakan bannaður, sagður brjóta í bága við stjórnarskrá þar sem liðsmenn börðust gegn aðskilnaði stjórnmála og trúmála. Erdogan hlaut tíu mánaða dóm fyrir að flytja brot úr ljóði á opinberum vettvangi og var flutningurinn flokkaður af yfirvöldum sem tilraun til að hvetja til ofbeldis og haturs. Erdogan sat inni í fjóra mánuði en var svo sleppt. Árið 2001 stofnaði Erdogan flokkinn AKP (Réttlætis- og þróunarflokkurinn) með bandamanni sínum Abdullah Gül, sem gegndi embætti forseta Tyrklands á árunum 2007 til 2014. Ári síðar nær AKP-flokkurinn 34,3 prósent atkvæða í þingkosningum en Erdogan gat þó ekki boðið sig fram vegna dómsins árið 1998. Í marsmánuði 2003, eftir að AKP hafði náð fram breytingum á stjórnarskrá landsins, bauð Erdogan sig fram í aukakosningum í heimaborg eiginkonu sinnar, Siirt, og komst í kjölfarið inn á þing. Hann tók við embætti forsætisráðherra 14. mars 2003. Erdogan hefur á síðustu árum reglulega átt í útistöðum við yfirmenn tyrkneska hersins. Eftir að upp komst um valdaránstilraunina fyrr í sumar lýsti hann yfir neyðarástandi í landinu þar sem hann nýtti tækifærið og vísaði miklum fjölda yfirmanna innan hersins – óvinum ríkisins – frá störfum.Í nógu að snúastErdogan hefur neitað ásökunum um að vilja að þröngva íslömskum gildum á þjóðina og segist styðja aðskilnað stjórnmála og hins trúarlega, líkt og Atatürk sagði til um. Hann hefur þó sagst styðja aukinn rétt Tyrkja til að tjá trú sína á opinberum vettvangi. Þessi stefna Erdogan nýtur mikilla vinsælda í dreifbýlinu og smærri bæjum, sem er í raun helsta vígi AKP-flokksins. Erdogan hefur haft í nægu að snúast síðustu mánuði. Samskipti Tyrklands og bandamanna þeirra innan ESB og NATO hafa versnað mikið á síðustu mánuðum og hefur hann þurft að bregðast við tíðum hryðjuverkaárásum ISIS-liða og herskárra Kúrda í landinu. Sömuleiðis hafa samskipti Tyrklands og Ísraels versnað mikið síðustu misserin.Erdogan tók við embætti forsætisráðherra árið 2002.Vísir/GettyForsetinn hefur einnig unnið markvisst að því að undanförnu að bæta samskipti landsins við Rússa sem voru við frostmark eftir að Tyrklandsher skaut niður rússneska herþotu á landamærum Tyrklands og Sýrlands á síðasta ári. Eins og áður sagði hefur Erdogan verið vægðarlaus í viðbrögðum sínum í kjölfar valdaránstilraunarinnar og látið reka þúsundir stuðningsmanna Fethullah Gülen, predikarans sem sakaður er um að vera höfuðpaur valdaránstilraunarinnar, úr starfi. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar hefur honum tekist að losna við tugi þúsunda pólitískra andstæðinga sinna innan stjórnkerfisins, skólakerfisins, fjölmiðla og hersins - allt í skjóli neyðarlaganna - og vilja margir meira að staða Erdogans hafi í raun aldrei verið sterkari.
Georgía Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. 9. ágúst 2016 07:00 Getur haldið grunuðum brotamönnum í mánuð án ákæru Yfirlýst neyðarástand í Tyrklandi veitir Tyrklandsforseta og ríkisstjórn heimild til að fara fram hjá bæði þingi og dómsstólum við setningu laga til að uppræta meinta óvini ríkisins. 23. júlí 2016 12:37 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. 9. ágúst 2016 07:00
Getur haldið grunuðum brotamönnum í mánuð án ákæru Yfirlýst neyðarástand í Tyrklandi veitir Tyrklandsforseta og ríkisstjórn heimild til að fara fram hjá bæði þingi og dómsstólum við setningu laga til að uppræta meinta óvini ríkisins. 23. júlí 2016 12:37
Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08
6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20