Svala og Einar eru nú Blissful Guðrún Ansnes skrifar 18. ágúst 2016 10:45 „Við Einar erum búin að vera að vinna að Blissful síðastliðið ár hér í LA. Við erum búin að gefa okkur góðan tíma til að semja tónlistina og núna eftir að hafa eytt mánuðum saman í hljóðverum við að taka upp erum við loksins að gefa út okkar fyrsta lag, „Elevate“, ásamt myndbandi á morgun. Við erum mjög spennt að sleppa þessu loksins út í heim,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona, sem fyrir margt löngu stimplaði sig inn sem ein af okkar ástsælustu söngkonum, enda verið viðloðandi sviðsljósið frá barnæsku. Hún hefur stofnað bandið Blissful í slagtogi við Einar Egilsson, eiginmann sinn. Undanfarin ár hafa þau Svala og Einar gert það gott með Steed Lord sem nú hefur lagt upp laupana, að sinni að minnsta kosti. „Steed Lord er allavega komið í mjög langa pásu. Við tímum ekki alveg að segja skilið við Steed Lord formlega því það hefur verið svo stór partur af okkur síðastliðin tíu ár og við vitum ekki alveg með framhaldið. En við erum algjörlega að einbeita okkur að Blissful núna. Hver veit, kannski munum við koma aftur öll saman og gera nýtt efni en allavega ekki í náinni framtíð. Öll okkar sköpunargleði og orka fer í Blissful,“ útskýrir hún einlæg. Aðspurð um hvort Blissful dragi dám af Steed Lord, í ljósi þeirrar staðreyndar að nýja bandið er samsett úr tveimur þriðju þess síðarnefnda, svarar hún: „Við ýttum alveg á restart-takkann. Við fórum að semja saman lög sem urðu síðan bara allt öðruvísi en Steed Lord án þess að við værum að pæla eitthvað mikið í því. Okkur Einar var búið að langa hvort eð er til að byrja nýtt verkefni í nokkur ár og fannst þetta vera fullkomið tækifæri. Blissful er mun persónulegra verkefni fyrir mig og við erum búin að vinna svo lengi að þessu að þetta er orðinn hálfgerður partur af okkur. Við erum nánast feimin við að gefa þetta út,“ segir Svala og bætir við: „Fólk verður bara að hlusta og meta það fyrir sjálft sig því okkur finnst alltaf frekar erfitt að útskýra tónlist. Þetta er fyrst og fremst einlægt samstarf okkar Einars og við vonum að fólk diggi þetta.“En nafnið? Hvaðan kemur Blissful? „Það á rætur að rekja í tilfinningu sem við höfum bæði upplifað, saman og sitt í hvoru lagi. Hrein hamingja eða alsæla er tilfinningin sem allir eiga að geta upplifað án þess að taka inn einhver efni. Þetta býr allt innra með okkur, við fæðumst svona. Þetta er bara spurning um að kalla fram þessa tilfinningu,“ útskýrir hún og segir að tónlist sé gráupplögð leið til að laða það ástand fram. Og nú er komið að því að frumraunin skjótist út í kosmósið. „Við erum að vinna með góðu fólki hérna úti í Los Angeles sem hjálpar okkur að koma tónlistinni á framfæri. Við hlökkum svo til að spila efnið live þegar fleiri lög koma út, en við erum búin að vinna mikla undirbúningsvinnu og erum virkilega tilbúin í að takast á við þennan nýja kafla. En næst á dagskrá er að ég fer til Íslands í næstu viku til að taka upp The Voice, þáttaröð númer tvö, og þá munum við kynna Blissful og nýja lagið okkar fyrir Íslendingum,“ segir hún spennt að lokum. Hægt er að fylgjast með Blissful á Facebook og á Instagram. Tónlist Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við Einar erum búin að vera að vinna að Blissful síðastliðið ár hér í LA. Við erum búin að gefa okkur góðan tíma til að semja tónlistina og núna eftir að hafa eytt mánuðum saman í hljóðverum við að taka upp erum við loksins að gefa út okkar fyrsta lag, „Elevate“, ásamt myndbandi á morgun. Við erum mjög spennt að sleppa þessu loksins út í heim,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona, sem fyrir margt löngu stimplaði sig inn sem ein af okkar ástsælustu söngkonum, enda verið viðloðandi sviðsljósið frá barnæsku. Hún hefur stofnað bandið Blissful í slagtogi við Einar Egilsson, eiginmann sinn. Undanfarin ár hafa þau Svala og Einar gert það gott með Steed Lord sem nú hefur lagt upp laupana, að sinni að minnsta kosti. „Steed Lord er allavega komið í mjög langa pásu. Við tímum ekki alveg að segja skilið við Steed Lord formlega því það hefur verið svo stór partur af okkur síðastliðin tíu ár og við vitum ekki alveg með framhaldið. En við erum algjörlega að einbeita okkur að Blissful núna. Hver veit, kannski munum við koma aftur öll saman og gera nýtt efni en allavega ekki í náinni framtíð. Öll okkar sköpunargleði og orka fer í Blissful,“ útskýrir hún einlæg. Aðspurð um hvort Blissful dragi dám af Steed Lord, í ljósi þeirrar staðreyndar að nýja bandið er samsett úr tveimur þriðju þess síðarnefnda, svarar hún: „Við ýttum alveg á restart-takkann. Við fórum að semja saman lög sem urðu síðan bara allt öðruvísi en Steed Lord án þess að við værum að pæla eitthvað mikið í því. Okkur Einar var búið að langa hvort eð er til að byrja nýtt verkefni í nokkur ár og fannst þetta vera fullkomið tækifæri. Blissful er mun persónulegra verkefni fyrir mig og við erum búin að vinna svo lengi að þessu að þetta er orðinn hálfgerður partur af okkur. Við erum nánast feimin við að gefa þetta út,“ segir Svala og bætir við: „Fólk verður bara að hlusta og meta það fyrir sjálft sig því okkur finnst alltaf frekar erfitt að útskýra tónlist. Þetta er fyrst og fremst einlægt samstarf okkar Einars og við vonum að fólk diggi þetta.“En nafnið? Hvaðan kemur Blissful? „Það á rætur að rekja í tilfinningu sem við höfum bæði upplifað, saman og sitt í hvoru lagi. Hrein hamingja eða alsæla er tilfinningin sem allir eiga að geta upplifað án þess að taka inn einhver efni. Þetta býr allt innra með okkur, við fæðumst svona. Þetta er bara spurning um að kalla fram þessa tilfinningu,“ útskýrir hún og segir að tónlist sé gráupplögð leið til að laða það ástand fram. Og nú er komið að því að frumraunin skjótist út í kosmósið. „Við erum að vinna með góðu fólki hérna úti í Los Angeles sem hjálpar okkur að koma tónlistinni á framfæri. Við hlökkum svo til að spila efnið live þegar fleiri lög koma út, en við erum búin að vinna mikla undirbúningsvinnu og erum virkilega tilbúin í að takast á við þennan nýja kafla. En næst á dagskrá er að ég fer til Íslands í næstu viku til að taka upp The Voice, þáttaröð númer tvö, og þá munum við kynna Blissful og nýja lagið okkar fyrir Íslendingum,“ segir hún spennt að lokum. Hægt er að fylgjast með Blissful á Facebook og á Instagram.
Tónlist Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira