Vegið að jafnrétti til náms Svandís Svavarsdóttir alþingismaður skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna er aðför að jafnrétti til náms. Breytingarnar eru helstar að tekjutenging afborgana verður afnumin, mögulegur fjöldi ára á lánum skertur og vextirnir þrefaldaðir. Jafnframt eiga nemendur kost á 65 þúsund króna styrk á mánuði. Helsti tilgangur sjóðsins er að að tryggja félagslegan jöfnuð og vekur því athygli að rektor Háskóla Íslands lýsir áhyggjum af því að hér sé vegið að því meginhlutverki. Bandalag háskólamanna gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og telur að háir vextir og afnám tekjutengingar afborgana þrengi verulega að stórum hópum sem leggja í langt nám. Doktorsnemar segja að hér sé verið að draga úr möguleika til doktorsnáms og fjármögnun þess í raun vísað alfarið í samkeppnissjóði. Samkvæmt frumvarpinu verður aðeins lánað til sjö ára en sú breyting hefur fyrst og fremst áhrif á stöðu barnafólks, tekjulágra og þeirra sem hyggja á langt háskólanám. Tekjulágt fólk lendir í vandræðum þegar afborganir eru ekki lengur tekjutengdar auk þess sem það fyrirkomulag getur haft áhrif á námsval og þar með samfélagið í heild. Í velferðarsamfélagi er jafnrétti til náms mikilvægur þáttur og brýnt að hlusta vel eftir öllum þeim röddum sem lýsa áhyggjum af þeim breytingum sem hér eru boðaðar. Ríkisstjórnin er rúin trausti, kosningar á næsta leiti, menntamálaráðherrann á leið út úr stjórnmálum og ljóst að umboðið til þess að takast á hendur svo stórtækar breytingar er ekki fyrir hendi. Það er raunar umhugsunarefni að í slíku grundvallarmáli skuli ráðherrann ekki byggja á breiðu samráði. Allt frá afhjúpun Panama-skjalanna og þeim degi þegar forsætisráðherrann sagði af sér hefur öll vinna Alþingis miðað að samstöðu um flókin mál og þar hafa margir lagt mikla vinnu af mörkum. Ný útlendingalög, breytingar á húsnæðiskerfinu, breyting á greiðsluþátttöku sjúklinga, nýtt millidómsstig og mál um losun hafta hafa öll verið unnin og leyst með þeim hætti. Búið er að flýta kosningum og samstarfi ríkisstjórnarflokkanna er að mestu lokið. Samstöðumál eru einu málin sem eiga að geta gengið fram undir slíkum kringumstæðum. Allir sjá að nýtt mál menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki fellur ekki í þann hóp.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna er aðför að jafnrétti til náms. Breytingarnar eru helstar að tekjutenging afborgana verður afnumin, mögulegur fjöldi ára á lánum skertur og vextirnir þrefaldaðir. Jafnframt eiga nemendur kost á 65 þúsund króna styrk á mánuði. Helsti tilgangur sjóðsins er að að tryggja félagslegan jöfnuð og vekur því athygli að rektor Háskóla Íslands lýsir áhyggjum af því að hér sé vegið að því meginhlutverki. Bandalag háskólamanna gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og telur að háir vextir og afnám tekjutengingar afborgana þrengi verulega að stórum hópum sem leggja í langt nám. Doktorsnemar segja að hér sé verið að draga úr möguleika til doktorsnáms og fjármögnun þess í raun vísað alfarið í samkeppnissjóði. Samkvæmt frumvarpinu verður aðeins lánað til sjö ára en sú breyting hefur fyrst og fremst áhrif á stöðu barnafólks, tekjulágra og þeirra sem hyggja á langt háskólanám. Tekjulágt fólk lendir í vandræðum þegar afborganir eru ekki lengur tekjutengdar auk þess sem það fyrirkomulag getur haft áhrif á námsval og þar með samfélagið í heild. Í velferðarsamfélagi er jafnrétti til náms mikilvægur þáttur og brýnt að hlusta vel eftir öllum þeim röddum sem lýsa áhyggjum af þeim breytingum sem hér eru boðaðar. Ríkisstjórnin er rúin trausti, kosningar á næsta leiti, menntamálaráðherrann á leið út úr stjórnmálum og ljóst að umboðið til þess að takast á hendur svo stórtækar breytingar er ekki fyrir hendi. Það er raunar umhugsunarefni að í slíku grundvallarmáli skuli ráðherrann ekki byggja á breiðu samráði. Allt frá afhjúpun Panama-skjalanna og þeim degi þegar forsætisráðherrann sagði af sér hefur öll vinna Alþingis miðað að samstöðu um flókin mál og þar hafa margir lagt mikla vinnu af mörkum. Ný útlendingalög, breytingar á húsnæðiskerfinu, breyting á greiðsluþátttöku sjúklinga, nýtt millidómsstig og mál um losun hafta hafa öll verið unnin og leyst með þeim hætti. Búið er að flýta kosningum og samstarfi ríkisstjórnarflokkanna er að mestu lokið. Samstöðumál eru einu málin sem eiga að geta gengið fram undir slíkum kringumstæðum. Allir sjá að nýtt mál menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki fellur ekki í þann hóp.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun