100.000 mílur Tesla leigubíls Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2016 09:30 Tesla Model S leigubíllinn í Quebec. Ein besta aðferðin til að finna út hvort bílar endast vel er að aka þeim sem leigubílum. Það gerði Christian Roy í Quebec City í Kanada og hefur nú ekið Tesla Model S leigubíl sínum 100.000 mílur, eða 161.000 kílómetra. Roy fékk Tesla bíl sinn snemma árið 2014 og hefur ekið honum í tvö og hálft ár sem leigubílsstjóri og kveðst vera sá fyrsti í N-Ameríku. Á þessum 2,5 árum hefur hann þurft að skipta út rafmótorum bílsins en það er þekkt fyrir fyrstu framleiðslu Tesla Model S bílanna, en á ekki við þá bíla sem framleiddir eru í dag. Það reyndist nauðsynlegt að skipta þeim út eftir 25.000 mílur og var það gert á kostnað Tesla fyrirtækisins. Að öðru leiti hefur ekkert bilað í bílnum, en þó hefur þurft að skipta um bremsuborða, fóðringar í framhjólastelli og dekk, en allt fellur það undir hefðbundið viðhald eins og á öðrum bílum. Því er reynsla hans af Tesla bílnum stórgóð og víst er að mikið hefur mætt á honum við akstur um borgina, en borgarakstur reynir meira á bíla en ef ekið er utan borga. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Ein besta aðferðin til að finna út hvort bílar endast vel er að aka þeim sem leigubílum. Það gerði Christian Roy í Quebec City í Kanada og hefur nú ekið Tesla Model S leigubíl sínum 100.000 mílur, eða 161.000 kílómetra. Roy fékk Tesla bíl sinn snemma árið 2014 og hefur ekið honum í tvö og hálft ár sem leigubílsstjóri og kveðst vera sá fyrsti í N-Ameríku. Á þessum 2,5 árum hefur hann þurft að skipta út rafmótorum bílsins en það er þekkt fyrir fyrstu framleiðslu Tesla Model S bílanna, en á ekki við þá bíla sem framleiddir eru í dag. Það reyndist nauðsynlegt að skipta þeim út eftir 25.000 mílur og var það gert á kostnað Tesla fyrirtækisins. Að öðru leiti hefur ekkert bilað í bílnum, en þó hefur þurft að skipta um bremsuborða, fóðringar í framhjólastelli og dekk, en allt fellur það undir hefðbundið viðhald eins og á öðrum bílum. Því er reynsla hans af Tesla bílnum stórgóð og víst er að mikið hefur mætt á honum við akstur um borgina, en borgarakstur reynir meira á bíla en ef ekið er utan borga.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent