Elín sækist eftir 2.-3. sæti Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2016 11:32 Elín Hirst hefur setið á þingi frá árinu 2013. Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer 10. september næstkomandi. Elín hefur setið á þingi frá árinu 2013. Í tilkynningu frá Elínu segir að hennar aðaláherslumál á Alþingi hafi verið heilbrigðismálin, sem hún telji að eigi að vera efst á forgangslista stjórnvalda. „Kerfið er fjárvana og kostnaðarþátttaka sjúklinga er of mikil. Okkur ber að veita þeim sem eru sjúkir og aldraðir bestu umönnun, lífsgæði og þjónustu sem völ er á. Framlög til heilbrigðismála hafa þegar verið aukin verulega og endurbygging Landspítalans við Hringbraut er hafin. En betur má ef duga skal og heilbrigðismálin verða einmitt forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Skilyrðið fyrir því að við getum haldið áfram á þessari braut er áframhaldandi stöðugleiki í efnahagsmálum, þar sem ríkissjóður er rekinn hallalaus og skuldir greiddar niður til að minnka vaxtakostnað. Á Alþingi hef ég á kjörtímabilinu jafnframt látið til mín taka hvað varðar aðhald í ríkisrekstri, lækkun skatta, aðgerðir gegn skattaundanskotum og heiðarleika í stjórnmálum almennt, fákeppni innan bankakerfisins og víðar, framtíð Reykjavíkurflugvallar, byggðamál, vestræna samvinnu og Atlantshafsbandalagið, umhverfismál, samgöngumál, réttindi barna og ungmenna, jafnréttismál, dýravelferð og margt fleira. Ég hef tekið þessi mál upp á Alþingi og barist fyrir þeim, ásamt því að skrifa fjölda greina í blöð og fyrir vefmiðla,“ segir í tilkynningunni. Kosningar 2016 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer 10. september næstkomandi. Elín hefur setið á þingi frá árinu 2013. Í tilkynningu frá Elínu segir að hennar aðaláherslumál á Alþingi hafi verið heilbrigðismálin, sem hún telji að eigi að vera efst á forgangslista stjórnvalda. „Kerfið er fjárvana og kostnaðarþátttaka sjúklinga er of mikil. Okkur ber að veita þeim sem eru sjúkir og aldraðir bestu umönnun, lífsgæði og þjónustu sem völ er á. Framlög til heilbrigðismála hafa þegar verið aukin verulega og endurbygging Landspítalans við Hringbraut er hafin. En betur má ef duga skal og heilbrigðismálin verða einmitt forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Skilyrðið fyrir því að við getum haldið áfram á þessari braut er áframhaldandi stöðugleiki í efnahagsmálum, þar sem ríkissjóður er rekinn hallalaus og skuldir greiddar niður til að minnka vaxtakostnað. Á Alþingi hef ég á kjörtímabilinu jafnframt látið til mín taka hvað varðar aðhald í ríkisrekstri, lækkun skatta, aðgerðir gegn skattaundanskotum og heiðarleika í stjórnmálum almennt, fákeppni innan bankakerfisins og víðar, framtíð Reykjavíkurflugvallar, byggðamál, vestræna samvinnu og Atlantshafsbandalagið, umhverfismál, samgöngumál, réttindi barna og ungmenna, jafnréttismál, dýravelferð og margt fleira. Ég hef tekið þessi mál upp á Alþingi og barist fyrir þeim, ásamt því að skrifa fjölda greina í blöð og fyrir vefmiðla,“ segir í tilkynningunni.
Kosningar 2016 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira