Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk Gústafsdóttir sér að Íslandsmetið er fallið. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt," voru fyrstu orðin sem ég fékk upp úr Eyglóu Ósk Gústafsdóttur eftir sundið sem var frábæralega útfært hjá henni. Hún bætti gamla Íslandsmetið um tuttugu sekúndubrot. „Ég á eiginlega engin orð núna," sagði Eygló Ósk en hún var þá nýbúin að fylgjast með seinni undanúrslitariðlinum en það kom ekki í ljós fyrr en eftir hann hvort hún væri inni í úrslitum eða ekki. „Hefði ein önnur verið hraðari þá hefðum við þurft að fara í umsund og synda um það hvor hefði komist áfram," sagði Eygló Ósk en hún kom inn á sama tíma og Rússinn Daria Ustinova. Þær voru hinsvegar númer sjö og átta og komust báðar í úrslitin. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég gerði. Alltaf þegar ég syndi mín bestu sund þá er ég ekki að hugsa og bara geri eitthvað. Það eina sem ég var að hugsa var það að seinustu 50 metrarnir hjá mér í morgun voru of hægir. Nú gaf ég bara allt í botn á seinustu 50 metrunum," sagði Eygló. „Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi ekki á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta," sagði Eygló. „Þetta er bara ótrúlegt að ég hafi náð þessu. Það er svo erfitt að hitta nákvæmlega á rétt sund á réttum tíma. Það að þetta hafi gerst er bara geðveikt," sagði Eygló Ósk. „Komin með Íslandmet og allt. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu," sagði Eygló og það var magnað að fylgjast með henni vera búin að uppskera svona glæsilega á sjálfum Ólympíuleikunum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó. 11. ágúst 2016 18:35 Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. 11. ágúst 2016 18:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt," voru fyrstu orðin sem ég fékk upp úr Eyglóu Ósk Gústafsdóttur eftir sundið sem var frábæralega útfært hjá henni. Hún bætti gamla Íslandsmetið um tuttugu sekúndubrot. „Ég á eiginlega engin orð núna," sagði Eygló Ósk en hún var þá nýbúin að fylgjast með seinni undanúrslitariðlinum en það kom ekki í ljós fyrr en eftir hann hvort hún væri inni í úrslitum eða ekki. „Hefði ein önnur verið hraðari þá hefðum við þurft að fara í umsund og synda um það hvor hefði komist áfram," sagði Eygló Ósk en hún kom inn á sama tíma og Rússinn Daria Ustinova. Þær voru hinsvegar númer sjö og átta og komust báðar í úrslitin. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég gerði. Alltaf þegar ég syndi mín bestu sund þá er ég ekki að hugsa og bara geri eitthvað. Það eina sem ég var að hugsa var það að seinustu 50 metrarnir hjá mér í morgun voru of hægir. Nú gaf ég bara allt í botn á seinustu 50 metrunum," sagði Eygló. „Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi ekki á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta," sagði Eygló. „Þetta er bara ótrúlegt að ég hafi náð þessu. Það er svo erfitt að hitta nákvæmlega á rétt sund á réttum tíma. Það að þetta hafi gerst er bara geðveikt," sagði Eygló Ósk. „Komin með Íslandmet og allt. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu," sagði Eygló og það var magnað að fylgjast með henni vera búin að uppskera svona glæsilega á sjálfum Ólympíuleikunum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó. 11. ágúst 2016 18:35 Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. 11. ágúst 2016 18:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45
Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45
Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó. 11. ágúst 2016 18:35
Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. 11. ágúst 2016 18:30