Fluglest, flugvellir, sjúkrahús og stóra myndin Guðjón Sigurbjartsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Skoðum nokkur stór samgöngutengd mál á suðvesturhorninu í samhengi og horfum til framtíðar.Fluglestin kemur Innan fimm ára verður fluglest KEF-REY hagkvæm í einkaframkvæmd án ríkisábyrgðar, jafnvel þó hægist á fjölgun ferðamanna úr um 30% á ári niður í 5-10%. Ferðatíminn verður aðeins 15 mínútur. Almenn fargjöld verða um 3.900 kr. en um 1.000 kr. fyrir þá sem nota lestina oft. Þetta sameinar svæðin í raun atvinnu- og búsetulega. Samfélagslegur ábati af fluglestinni er metinn 40-60 milljarðar króna. Fluglestin opnar möguleika á færslu miðstöðvar innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkur. Áformuð er ein stoppistöð sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið kringum hana mun draga að starfsemi sem þarf góðar samgöngutengingar við flugið í Keflavík og miðbæinn. Velja þarf stað fyrir stoppistöðina faglega. Meðal annars þarf að hafa í huga nýja Landspítalann. Trúlega eru Vífilsstaðir góður staður fyrir hvort tveggja.Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Ef miðstöð innanlandsflugsins fer til Keflavíkur og Reykjavíkurflugvöllur verður aflagður, þarf nýjan varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið á Suðvesturlandi vegna kostnaðar sem annars hlýst af kröfu um aukna flugdrægni til að ná megi til varaflugvalla á Austur- eða Norðurlandi ef eitthvað bjátar á í Keflavík. Hagfræðistofnun HÍ lagði árið 2015 mat á samanlagðan ábata af því að sameina miðstöð alþjóða- og innanlandsflugsins í Hvassahrauni og að byggja upp í Vatnsmýrinni um 82-123 milljarða króna. En frá öryggissjónarmiði er óheppilegt að hafa bæði aðal- og varaalþjóðaflugvöll á sama nesinu, sömu megin við höfuðborgarsvæðið vegna hugsanlegra hamfara á Reykjanesi og umferðarvandamála. Ef eitthvað bjátar á í Keflavík er hætt við að það gildi einnig um Hvassahraun og öfugt. Byggðin í Hafnarfirði mun þróast suður með sjó í áttina að Vogum á Vatnsleysuströnd. Flugvöllur í Hvassahrauni myndi skera þá byggð í sundur. Með ofangreint í huga og stóraukinn ferðamannafjölda á næstu áratugum er betra að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi í nágrenni Selfoss eða Hellu. Varaflugvöllur þar myndi taka nokkurn hluta af flugumferðinni að og frá landinu og nokkru innanlandsflugi líka. Í nágrenni flugvalla vex ýmis tengd starfsemi og ferðaþjónusta. Starfsemin er heppileg og yrði kærkomin fyrir Suðurland. Þegar Reykjavíkurflugvöllur leggst af verður byggt í Vatnsmýrinni sem er mjög hagkvæmt og bætir borgina verulega.Betri staðsetning nýs Landspítala Samtök um Betri spítala á betri stað hafa sýnt fram á að betra, fljótlegra og hagkvæmara er að nýi Landspítalinn rísi á opnu aðgengilegu svæði, nálægt framtíðarþungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu í stað Hringbrautar sem ekki hentar lengur. Arðsemi bestu staðsetningar er á bilinu 50-100 milljarðar króna umfram Hringbraut. Samtökin vilja að gerð verði fagleg staðarvalsgreining til að finna besta staðinn fyrir spítalann. Nokkuð ljóst er að sá staður finnst í nágrenni við stofnbrautina frá vogum Elliðaánna að Vífilsstöðum. Vífilsstaðir hafa marga kosti fyrir spítalann þó þeir séu nokkuð sunnarlega miðað við núverandi höfuðborgarsvæði, en eftir því sem byggðin þróast suður með sjó verður staðurinn betri fyrir spítalann. Ef svo stoppistöð fluglestarinnar verður einnig á Vífilsstöðum verður staðsetningin þar enn betri, því ferðatími lestarinnar Vífilsstaðir-Keflavík og Vífilsstaðir-Reykjavík miðbær verður aðeins nokkrar mínútur.Framtíðin og stóra myndin Samanlagður ábati af ofangreindu er á bilinu 200 til 300 milljarðar króna og gæði þessara mikilvægu innviða samfélagsins aukast til muna. Alþingi ætti að koma upp „framtíðarstofnun“ til að horfa á stóru myndina til framtíðar og móta framtíðarstefnu þjóðarinnar í helstu málum. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var gott framtak í þessa veru en starfið þarf að vera öflugra og áhrifameira með hag almennings að leiðarljósi. Heimildir: http://fluglestin.is/ https://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/sjz/fylgiskjal-13-greining-hagfraedistofnunar_0.pdfhttps://www.forsaetisraduneyti.is/samradsvettvangur https://betrispitali.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Skoðum nokkur stór samgöngutengd mál á suðvesturhorninu í samhengi og horfum til framtíðar.Fluglestin kemur Innan fimm ára verður fluglest KEF-REY hagkvæm í einkaframkvæmd án ríkisábyrgðar, jafnvel þó hægist á fjölgun ferðamanna úr um 30% á ári niður í 5-10%. Ferðatíminn verður aðeins 15 mínútur. Almenn fargjöld verða um 3.900 kr. en um 1.000 kr. fyrir þá sem nota lestina oft. Þetta sameinar svæðin í raun atvinnu- og búsetulega. Samfélagslegur ábati af fluglestinni er metinn 40-60 milljarðar króna. Fluglestin opnar möguleika á færslu miðstöðvar innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkur. Áformuð er ein stoppistöð sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið kringum hana mun draga að starfsemi sem þarf góðar samgöngutengingar við flugið í Keflavík og miðbæinn. Velja þarf stað fyrir stoppistöðina faglega. Meðal annars þarf að hafa í huga nýja Landspítalann. Trúlega eru Vífilsstaðir góður staður fyrir hvort tveggja.Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Ef miðstöð innanlandsflugsins fer til Keflavíkur og Reykjavíkurflugvöllur verður aflagður, þarf nýjan varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið á Suðvesturlandi vegna kostnaðar sem annars hlýst af kröfu um aukna flugdrægni til að ná megi til varaflugvalla á Austur- eða Norðurlandi ef eitthvað bjátar á í Keflavík. Hagfræðistofnun HÍ lagði árið 2015 mat á samanlagðan ábata af því að sameina miðstöð alþjóða- og innanlandsflugsins í Hvassahrauni og að byggja upp í Vatnsmýrinni um 82-123 milljarða króna. En frá öryggissjónarmiði er óheppilegt að hafa bæði aðal- og varaalþjóðaflugvöll á sama nesinu, sömu megin við höfuðborgarsvæðið vegna hugsanlegra hamfara á Reykjanesi og umferðarvandamála. Ef eitthvað bjátar á í Keflavík er hætt við að það gildi einnig um Hvassahraun og öfugt. Byggðin í Hafnarfirði mun þróast suður með sjó í áttina að Vogum á Vatnsleysuströnd. Flugvöllur í Hvassahrauni myndi skera þá byggð í sundur. Með ofangreint í huga og stóraukinn ferðamannafjölda á næstu áratugum er betra að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi í nágrenni Selfoss eða Hellu. Varaflugvöllur þar myndi taka nokkurn hluta af flugumferðinni að og frá landinu og nokkru innanlandsflugi líka. Í nágrenni flugvalla vex ýmis tengd starfsemi og ferðaþjónusta. Starfsemin er heppileg og yrði kærkomin fyrir Suðurland. Þegar Reykjavíkurflugvöllur leggst af verður byggt í Vatnsmýrinni sem er mjög hagkvæmt og bætir borgina verulega.Betri staðsetning nýs Landspítala Samtök um Betri spítala á betri stað hafa sýnt fram á að betra, fljótlegra og hagkvæmara er að nýi Landspítalinn rísi á opnu aðgengilegu svæði, nálægt framtíðarþungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu í stað Hringbrautar sem ekki hentar lengur. Arðsemi bestu staðsetningar er á bilinu 50-100 milljarðar króna umfram Hringbraut. Samtökin vilja að gerð verði fagleg staðarvalsgreining til að finna besta staðinn fyrir spítalann. Nokkuð ljóst er að sá staður finnst í nágrenni við stofnbrautina frá vogum Elliðaánna að Vífilsstöðum. Vífilsstaðir hafa marga kosti fyrir spítalann þó þeir séu nokkuð sunnarlega miðað við núverandi höfuðborgarsvæði, en eftir því sem byggðin þróast suður með sjó verður staðurinn betri fyrir spítalann. Ef svo stoppistöð fluglestarinnar verður einnig á Vífilsstöðum verður staðsetningin þar enn betri, því ferðatími lestarinnar Vífilsstaðir-Keflavík og Vífilsstaðir-Reykjavík miðbær verður aðeins nokkrar mínútur.Framtíðin og stóra myndin Samanlagður ábati af ofangreindu er á bilinu 200 til 300 milljarðar króna og gæði þessara mikilvægu innviða samfélagsins aukast til muna. Alþingi ætti að koma upp „framtíðarstofnun“ til að horfa á stóru myndina til framtíðar og móta framtíðarstefnu þjóðarinnar í helstu málum. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var gott framtak í þessa veru en starfið þarf að vera öflugra og áhrifameira með hag almennings að leiðarljósi. Heimildir: http://fluglestin.is/ https://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/sjz/fylgiskjal-13-greining-hagfraedistofnunar_0.pdfhttps://www.forsaetisraduneyti.is/samradsvettvangur https://betrispitali.is/
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar