Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Frá vinstri: Sebastian, Bernd og Paul í upphafi ferðar þegar allt stefndi í eftirminnilega siglingu næstu þrjár vikurnar. Hún varð svo sannarlega eftirminnileg en af öðrum ástæðum en þeir reiknuðu með. Mynd/Paul Þýskir feðgar og Austurríkismaður um þrítugt fengu svo sannarlega nóg fyrir peningana sína og gott betur þegar þeir skelltu sér í skútusiglingu frá Svalbarða áleiðis til Íslands með viðkomu á Jan Mayen og Grænlandi. Þýskur skipstjóri býður upp á slíka ævintýrasiglingu á skútunni Perithiu og var látið úr höfn þann 8. ágúst. Eftir tvær og hálfa viku, eða að morgni miðvikudagsins 24. ágúst, var siglingunni lokið, þ.e. að mati ferðalanganna enda höfðu þeir fengið sig fullsadda af drykkjulátum skipstjórans á fjarlægum slóðum, fjarri interneti og aðstoð þar sem allra veðra var von. Augnablikið þegar þremenningarnir sáu fjölda vopnaðra íslenskra sérsveitarmanna á bryggjunni á Suðureyri rennur þeim seint úr minni. Vinirnir þrír segja veðrið hafa verið afar fallegt að stærstum hluta.Mynd/Paul Óhefðbundið sumarfrí Austurríkismaðurinn Paul á mun auðveldar með að tjá sig á ensku við blaðamann en þýsku feðgarnir, faðirinn Bernd og sonur hans Sebastian, og talaði máli þeirra að mestu leyti. Þeir voru allir farnir að leyfa sér að brosa þegar þeir deildu upplifun sinni með blaðamanni en hristu inn á milli hausinn. Þeir hefðu heyrt alls kyns sögur um ævina en aldrei átt von á að vera persónur og leikendur í jafnmikilli vitleysu og gengið hafði á vikurnar á undan. „Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. „Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ Óhætt er að segja að um óhefðbundið sumarleyfi hafi verið að ræða. Feðgarnir og Paul þekktust ekkert fyrr en þeir hittust í Longyearbyen á Svalbarða, tilbúnir að fara um borð í skútuna. Þýski skipstjórinn býður upp á tveggja til þriggja vikna siglingar á norðurslóðum yfir sumartímann. Þetta var sú síðasta í ár en í framhaldinu heldur hann, að því er Paul og feðgarnir telja, aftur til Bremen í Þýskalandi. Skútan er 50 feta og tekur tíu manns samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hennar. Þar segir jafnframt að ferðalagið sé fyrir fólk á öllum aldri og mikið lagt upp úr öryggi farþega.Gervigrasvölllurinn á Ittoqqortoormiit á Grænlandi er iðagrænn í samanburði við landslagið í kring.Mynd/Paul400 þúsund krónur á mann Verðið fyrir ferðalagið frá Svalbarða til Íslands, sem taka átti tæpar þrjár vikur, kostaði hvern og einn rúmlega þrjú þúsund evrur eða á fimmta hundrað þúsund krónur. Þýski faðirinn Bernd átti sér þann draum að sjá ísjakana áður en þeir bráðna og skelltu feðgarnir því sé á ferðina. Paul hafði alltaf langað að sigla í Norður-Íshafi og hafði loksins safnað sér nægum peningi fyrir ferðinni. Þeir voru allir spenntir eins og sjá má á myndinni af þeim þremur í upphafi ferðar, áður en tappinn var tekinn úr flöskunni.„Við tókum með okkur smá bjór, en ég held að við höfum bara drukkið einn bjór hver,“ segir Paul. Þeir hafi ekki viljað ýta undir drykkju skipstjórans, mannsins sem bar ábyrgð á að þeir kæmust alla leið. Feðgarnir hafa enga reynslu af sjó og Paul hefur aðeins réttindi til að sigla litlum bátum á vötnum í heimalandinu. Alls enginn reynslubolti til sjávar. Drykkja skipstjórans hófst á fyrsta degi.Ferðalagið frá Svalbarða til ÍslandsKort/Garðar„Hann var að drekka frá morgni til kvölds, en svo byrjaði hann að hella í sig almennilega þegar kom að því að festa landfestar,“ segir þýski sonurinn Sebastian. Fyrstu tvö kvöldin fylgdust þeir með honum hella í sig, ræddu málin og hristu hausinn. Töldu að þetta yrði nú varla svona alla ferðina. Fimmti maður var um borð, vinur skipstjórans sem fór lítið fyrir. Annars héldu ferðalangarnir þrír hópinn. Þeir gerðu tilraun til að ræða við skipstjórann og koma honum í skilning um að þeir væru ósáttir við drykkju hans en það þjónaði engum árangri.Ekki sást til annarra skipa vikurnar tvær og hálfu sem siglt var áleiðis til Íslands.Mynd/PaulLentu í tveimur stormum Þremenningarnir segjast ekki hafa séð annan bát þær tvær og hálfa viku sem þeir voru á siglingu. Ekkert símasamband, ekkert net. Auðvitað nutu þeir ferðarinnar að einhverju leyti en tilfinningin var alltaf óþægileg. Allt þeirra traust var á manni sem drakk ótæpilega og engin leið að átta sig á því í hvernig standi hann yrði kæmi eitthvað upp. Í tvígang var mikill stormur en í bæði skiptin komst áhöfnin klakklaust í gegnum hann.Siglt var frá Svalbarða til Jan Mayen, þaðan til Ittoqqortoormiit á Grænlandi áður en stefnan var sett á Ísland. Næsta höfn var Suðureyri og ákvað skipstjórinn að leggja að í höfninni í stað þess að setja niður akkeri úti á sjó. Í framhaldinu átti að sigla sem leið lá til Reykjavíkur en þremenningarnir höfðu fengið nóg. „Við röltum um bæinn og ákváðum að fara ekki lengra. Við fengum upplýsingar um að við gætum komist með rútu frá Suðureyri, eða þá bara húkkað far. Það kom ekki til greina að vera lengur um borð í bátnum,“ segir Paul og feðgarnir eru augljóslega á sama máli. Tvær og hálf vika af óöryggi á rúmsjó var tveimur og hálfri viku of mikið. Eftir nokkra klukkutíma viðveru á Suðureyri héldu þeir aftur um borð og tilkynntu skipstjóranum að þeir ætluðu frá borði.Sólin kom reglulega í heimsókn og sólsetrið var fallegt.Mynd/PaulMinnti þá á vopnin „Þá trompaðist hann,“ segir Paul. Hann hafi þverneitað þeim um að yfirgefa skipið, þeir yrðu að fara alla leið til Reykjavíkur eins og samið hafi verið um. Hann hafi varnað þeim útgöngu og gert tilraun til að sigla frá landi. Hann hafi verið mjög ölvaður og komið hafi til handalögmála. Paul segist hafa reynt að hringja í lögregluna en verið stöðvaður. Vinur skipstjórans hafi skipt sér af að því leyti að hann leyfði honum ekki að sigla í burtu. Eftir óþægilega stund í skútunni, ekki þá fyrstu, komust þeir frá borði en án alls farangurs. Þá ákváðu þeir að hringja í lögregluna.„Ég sagði þeim í stuttu máli hvað væri í gangi og þeir spurðu mig hvort það væru vopn um borð í skútunni. Ég sagði þeim, sem satt var, að það væru þrjú,“ segir Paul. Ekki er óeðlilegt að skotvopn séu í borð um skútu sem siglir á norðurslóðum, raunar nauðsynlegt. Hættan vegna ísbjarna er fyrir hendi og enginn fer frá borði án þess að hafa skotvopn meðferðis.Suðureyri við Súgandafjörð.Vísir/PjeturTrúðu ekki sínum eigin augum Þarna var klukkan farin að ganga tvö um nóttina og lögreglumenn komu til móts við þremenninganna. Vertinn á Fisherman Hótel á Suðureyri opnaði fyrir þeim og gáfu þeim að borða. Um klukkan sex sögðu lögreglumennirnir að þeir þyrftu að leggja í hann og kíkja niður á höfn.„Við trúðum ekki okkar eigin augum,“ segir Paul. Sebastian þýðir svarið fyrir föður sinn og þeir hrista allir hausinn. Vígbúnir íslenskir sérsveitarmenn höfðu tekið sér stöðu utan við skútuna og mátti halda að þar inni væri að finna hættulegasta mann á yfirborði jarðar. „Við reiknuðum með því að kannski tveir til þrír lögreglumenn myndu fara að skútunni og ræða við skipstjórann. Þetta var hins vegar sturlað,“ segir Paul. Þeir veittu lögreglunni þær upplýsingar sem óskað var eftir en sáu ekki þegar skipstjórinn var tekinn höndum. Ísland birtist skipverjum í þokunni nokkru áður en komið var á Suðureyri.Mynd/PaulAfar þakklátir Vestfirðingum Í framhaldinu var þremenningunum ekið sem leið lá til Ísafjarðar þar sem dagurinn fór í skýrslutökur og dvöldu þeir eina nótt í bænum. Í framhaldinu leigðu þeir sér bílaleigubíl og óku til höfuðborgarinnar þar sem þeir hafa dvalið um helgina. Þeir halda svo til síns heima í vikunni.Bernd, Paul og Sebastian eru afar þakklátir fólkinu á Fisherman hótelinu á Suðureyri sem kom þeim til aðstoðar um miðja nótt, eigandi og tvær indælar konur. Sömuleiðis yfirlögregluþjóninum á Ísafirði sem þeir segja hafa verið afar almennilegan og veitt góða aðstoð. Ísafirði lýsa þeir sem afar fallegum bæ og sjá ljósið í því að hafa komið á svæði á Íslandi sem hinn hefðbundni ferðamaður á Íslandi sér ekki. Skútan í höfninni á Suðureyri.VísirSektaður og hélt ferðinni áfram Þeir dvöldu eina nótt á Hótel Reykjanesi á leiðinni til Reykjavíkur þar sem þeir fóru að sjálfsögðu í laugina sem þeir lýsa sem stórbrotinni. Ferðalagið til borgarinnar hafi verið frábært og landslagið á Íslandi einstakt. Þeir hyggja á frekari ferðalög í framtíðinni en eiga ekki endilega von á því að ferðast mikið meira á skútu á rúmsjó. Ekkert bendir til annars en að skipstjórinn haldi áfram að gera út ferðir í Norður-Íshafi næsta sumar en hægt er að bóka ferðir á heimasíðu fyrirtækisins. Ekki er hægt að skrif ummæli eða umsagnir á síðuna. Skipstjóranum var sleppt að kvöldi miðvikudagsins en hann var sektaður fyrir brot á vopnalögum og einnig lögum er varða tilkynningarskyldu skipa til vaktstöðvar siglinga. Vopnin voru afhent tollgæslunni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06 Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þýskir feðgar og Austurríkismaður um þrítugt fengu svo sannarlega nóg fyrir peningana sína og gott betur þegar þeir skelltu sér í skútusiglingu frá Svalbarða áleiðis til Íslands með viðkomu á Jan Mayen og Grænlandi. Þýskur skipstjóri býður upp á slíka ævintýrasiglingu á skútunni Perithiu og var látið úr höfn þann 8. ágúst. Eftir tvær og hálfa viku, eða að morgni miðvikudagsins 24. ágúst, var siglingunni lokið, þ.e. að mati ferðalanganna enda höfðu þeir fengið sig fullsadda af drykkjulátum skipstjórans á fjarlægum slóðum, fjarri interneti og aðstoð þar sem allra veðra var von. Augnablikið þegar þremenningarnir sáu fjölda vopnaðra íslenskra sérsveitarmanna á bryggjunni á Suðureyri rennur þeim seint úr minni. Vinirnir þrír segja veðrið hafa verið afar fallegt að stærstum hluta.Mynd/Paul Óhefðbundið sumarfrí Austurríkismaðurinn Paul á mun auðveldar með að tjá sig á ensku við blaðamann en þýsku feðgarnir, faðirinn Bernd og sonur hans Sebastian, og talaði máli þeirra að mestu leyti. Þeir voru allir farnir að leyfa sér að brosa þegar þeir deildu upplifun sinni með blaðamanni en hristu inn á milli hausinn. Þeir hefðu heyrt alls kyns sögur um ævina en aldrei átt von á að vera persónur og leikendur í jafnmikilli vitleysu og gengið hafði á vikurnar á undan. „Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. „Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ Óhætt er að segja að um óhefðbundið sumarleyfi hafi verið að ræða. Feðgarnir og Paul þekktust ekkert fyrr en þeir hittust í Longyearbyen á Svalbarða, tilbúnir að fara um borð í skútuna. Þýski skipstjórinn býður upp á tveggja til þriggja vikna siglingar á norðurslóðum yfir sumartímann. Þetta var sú síðasta í ár en í framhaldinu heldur hann, að því er Paul og feðgarnir telja, aftur til Bremen í Þýskalandi. Skútan er 50 feta og tekur tíu manns samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hennar. Þar segir jafnframt að ferðalagið sé fyrir fólk á öllum aldri og mikið lagt upp úr öryggi farþega.Gervigrasvölllurinn á Ittoqqortoormiit á Grænlandi er iðagrænn í samanburði við landslagið í kring.Mynd/Paul400 þúsund krónur á mann Verðið fyrir ferðalagið frá Svalbarða til Íslands, sem taka átti tæpar þrjár vikur, kostaði hvern og einn rúmlega þrjú þúsund evrur eða á fimmta hundrað þúsund krónur. Þýski faðirinn Bernd átti sér þann draum að sjá ísjakana áður en þeir bráðna og skelltu feðgarnir því sé á ferðina. Paul hafði alltaf langað að sigla í Norður-Íshafi og hafði loksins safnað sér nægum peningi fyrir ferðinni. Þeir voru allir spenntir eins og sjá má á myndinni af þeim þremur í upphafi ferðar, áður en tappinn var tekinn úr flöskunni.„Við tókum með okkur smá bjór, en ég held að við höfum bara drukkið einn bjór hver,“ segir Paul. Þeir hafi ekki viljað ýta undir drykkju skipstjórans, mannsins sem bar ábyrgð á að þeir kæmust alla leið. Feðgarnir hafa enga reynslu af sjó og Paul hefur aðeins réttindi til að sigla litlum bátum á vötnum í heimalandinu. Alls enginn reynslubolti til sjávar. Drykkja skipstjórans hófst á fyrsta degi.Ferðalagið frá Svalbarða til ÍslandsKort/Garðar„Hann var að drekka frá morgni til kvölds, en svo byrjaði hann að hella í sig almennilega þegar kom að því að festa landfestar,“ segir þýski sonurinn Sebastian. Fyrstu tvö kvöldin fylgdust þeir með honum hella í sig, ræddu málin og hristu hausinn. Töldu að þetta yrði nú varla svona alla ferðina. Fimmti maður var um borð, vinur skipstjórans sem fór lítið fyrir. Annars héldu ferðalangarnir þrír hópinn. Þeir gerðu tilraun til að ræða við skipstjórann og koma honum í skilning um að þeir væru ósáttir við drykkju hans en það þjónaði engum árangri.Ekki sást til annarra skipa vikurnar tvær og hálfu sem siglt var áleiðis til Íslands.Mynd/PaulLentu í tveimur stormum Þremenningarnir segjast ekki hafa séð annan bát þær tvær og hálfa viku sem þeir voru á siglingu. Ekkert símasamband, ekkert net. Auðvitað nutu þeir ferðarinnar að einhverju leyti en tilfinningin var alltaf óþægileg. Allt þeirra traust var á manni sem drakk ótæpilega og engin leið að átta sig á því í hvernig standi hann yrði kæmi eitthvað upp. Í tvígang var mikill stormur en í bæði skiptin komst áhöfnin klakklaust í gegnum hann.Siglt var frá Svalbarða til Jan Mayen, þaðan til Ittoqqortoormiit á Grænlandi áður en stefnan var sett á Ísland. Næsta höfn var Suðureyri og ákvað skipstjórinn að leggja að í höfninni í stað þess að setja niður akkeri úti á sjó. Í framhaldinu átti að sigla sem leið lá til Reykjavíkur en þremenningarnir höfðu fengið nóg. „Við röltum um bæinn og ákváðum að fara ekki lengra. Við fengum upplýsingar um að við gætum komist með rútu frá Suðureyri, eða þá bara húkkað far. Það kom ekki til greina að vera lengur um borð í bátnum,“ segir Paul og feðgarnir eru augljóslega á sama máli. Tvær og hálf vika af óöryggi á rúmsjó var tveimur og hálfri viku of mikið. Eftir nokkra klukkutíma viðveru á Suðureyri héldu þeir aftur um borð og tilkynntu skipstjóranum að þeir ætluðu frá borði.Sólin kom reglulega í heimsókn og sólsetrið var fallegt.Mynd/PaulMinnti þá á vopnin „Þá trompaðist hann,“ segir Paul. Hann hafi þverneitað þeim um að yfirgefa skipið, þeir yrðu að fara alla leið til Reykjavíkur eins og samið hafi verið um. Hann hafi varnað þeim útgöngu og gert tilraun til að sigla frá landi. Hann hafi verið mjög ölvaður og komið hafi til handalögmála. Paul segist hafa reynt að hringja í lögregluna en verið stöðvaður. Vinur skipstjórans hafi skipt sér af að því leyti að hann leyfði honum ekki að sigla í burtu. Eftir óþægilega stund í skútunni, ekki þá fyrstu, komust þeir frá borði en án alls farangurs. Þá ákváðu þeir að hringja í lögregluna.„Ég sagði þeim í stuttu máli hvað væri í gangi og þeir spurðu mig hvort það væru vopn um borð í skútunni. Ég sagði þeim, sem satt var, að það væru þrjú,“ segir Paul. Ekki er óeðlilegt að skotvopn séu í borð um skútu sem siglir á norðurslóðum, raunar nauðsynlegt. Hættan vegna ísbjarna er fyrir hendi og enginn fer frá borði án þess að hafa skotvopn meðferðis.Suðureyri við Súgandafjörð.Vísir/PjeturTrúðu ekki sínum eigin augum Þarna var klukkan farin að ganga tvö um nóttina og lögreglumenn komu til móts við þremenninganna. Vertinn á Fisherman Hótel á Suðureyri opnaði fyrir þeim og gáfu þeim að borða. Um klukkan sex sögðu lögreglumennirnir að þeir þyrftu að leggja í hann og kíkja niður á höfn.„Við trúðum ekki okkar eigin augum,“ segir Paul. Sebastian þýðir svarið fyrir föður sinn og þeir hrista allir hausinn. Vígbúnir íslenskir sérsveitarmenn höfðu tekið sér stöðu utan við skútuna og mátti halda að þar inni væri að finna hættulegasta mann á yfirborði jarðar. „Við reiknuðum með því að kannski tveir til þrír lögreglumenn myndu fara að skútunni og ræða við skipstjórann. Þetta var hins vegar sturlað,“ segir Paul. Þeir veittu lögreglunni þær upplýsingar sem óskað var eftir en sáu ekki þegar skipstjórinn var tekinn höndum. Ísland birtist skipverjum í þokunni nokkru áður en komið var á Suðureyri.Mynd/PaulAfar þakklátir Vestfirðingum Í framhaldinu var þremenningunum ekið sem leið lá til Ísafjarðar þar sem dagurinn fór í skýrslutökur og dvöldu þeir eina nótt í bænum. Í framhaldinu leigðu þeir sér bílaleigubíl og óku til höfuðborgarinnar þar sem þeir hafa dvalið um helgina. Þeir halda svo til síns heima í vikunni.Bernd, Paul og Sebastian eru afar þakklátir fólkinu á Fisherman hótelinu á Suðureyri sem kom þeim til aðstoðar um miðja nótt, eigandi og tvær indælar konur. Sömuleiðis yfirlögregluþjóninum á Ísafirði sem þeir segja hafa verið afar almennilegan og veitt góða aðstoð. Ísafirði lýsa þeir sem afar fallegum bæ og sjá ljósið í því að hafa komið á svæði á Íslandi sem hinn hefðbundni ferðamaður á Íslandi sér ekki. Skútan í höfninni á Suðureyri.VísirSektaður og hélt ferðinni áfram Þeir dvöldu eina nótt á Hótel Reykjanesi á leiðinni til Reykjavíkur þar sem þeir fóru að sjálfsögðu í laugina sem þeir lýsa sem stórbrotinni. Ferðalagið til borgarinnar hafi verið frábært og landslagið á Íslandi einstakt. Þeir hyggja á frekari ferðalög í framtíðinni en eiga ekki endilega von á því að ferðast mikið meira á skútu á rúmsjó. Ekkert bendir til annars en að skipstjórinn haldi áfram að gera út ferðir í Norður-Íshafi næsta sumar en hægt er að bóka ferðir á heimasíðu fyrirtækisins. Ekki er hægt að skrif ummæli eða umsagnir á síðuna. Skipstjóranum var sleppt að kvöldi miðvikudagsins en hann var sektaður fyrir brot á vopnalögum og einnig lögum er varða tilkynningarskyldu skipa til vaktstöðvar siglinga. Vopnin voru afhent tollgæslunni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06 Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06
Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45