Þrúgandi spenna og áhersla á smáatriði Tómas Valgeirsson skrifar 25. ágúst 2016 10:00 Hell or High Water í leikstjórn David Mackenzie. Hell or High Water Leikstjóri: David Mackenzie Handritshöfundur: Taylor Sheridan Framleiðendur: Peter Berg, Sidney Kimmel Aðalhlutverk: Chris Pine, Ben Foster, Jeff Bridges Oft má fyrirgefa klisjur, litlar sem stórar, ef efniviðurinn veit hvar áherslurnar liggja og það á svo sannarlega við um Hell or High Water, sem best má lýsa sem svokölluðum „neo-vestra“. Myndin er skólabókardæmi um hvernig hægt er að móta eitthvað grípandi og skemmtilegt úr hundgamalli formúlu. Þetta er einföld og á marga vegu fyrirsjáanleg saga en henni tekst að yfirstíga þann galla með markvissri leikstjórn, beittu handriti og flottum leik. Myndin gerist í vesturhluta Texas og segir frá bræðrunum Toby og Tanner. Toby er fráskilinn faðir sem þráir betra líf fyrir syni sína. Bankinn stefnir á að loka búgarði fjölskyldunnar. Toby leitar þá til bróður síns, fyrrverandi fanga og vandræðagrips, og í sameiningu ákveða þeir að ræna banka í litlum bæjum. Planið virðist vera skothelt þangað til að ríkislögreglufulltrúinn Marcus Hamilton byrjar að fylgja fast á eftir þeim. Eftir því sem ránunum fjölgar verður fulltrúinn nær því að hafa hendur í hári þeirra. Helsti styrkleiki myndarinnar liggur tvímælalaust í litlu, hljóðlátari augnablikunum en ekki söguþræðinum beint. Leikstjórinn David Mackenzie og handritshöfundurinn Taylor Sheridan (sem seinast skrifaði hina mögnuðu Sicario) hafa meiri áhuga á því að skilja persónur sínar, fletta rólega ofan af þeim og fikta við gráu svæðin frekar en að dæma þær. Myndin snýst minna um plottið og meira um smáatriðin í samspili, drifkrafti og samböndum karaktera, þrátt fyrir að öll uppbygging og spenna ríghaldi í þrúgandi andrúmslofti. Mackenzie heldur þétt um taumana og keyrir söguna alveg fitusnauða. Yfirbragðið er blákalt og dramatískt en handritið nýtir sér fjölmörg tækifæri til þess að lauma inn húmor á þrælskemmtilegan hátt. Leikararnir eru sömuleiðis miklar hetjur og smellpassa á sinn stað, meira að segja aukaleikarar hafa alflestir einhverju við að bæta. Chris Pine leikur brotnari einstakling en yfirleitt og ber sig vel án þess að tapa þeim sjarma sem á til að leka af honum. Ben Foster er óútreiknanlegur og líflegur sem eldri bróðir hans og fáir komast upp með það að muldra af eins miklum töffaraskap og Jeff Bridges þegar hann er í gírnum. Hann er feiknagóður sem lögreglustjórinn sem á stutt í eftirlaun og gæti mögulega verið fullhrifinn af rasistabröndurum. Eitt af betri atriðum myndarinnar viðkemur veitingastað þar sem Bridges loksins mætir persónu sem trompar sérvisku hans. Útkoman minnir svolítið á No Country for Old Men ef Coen-bræður hefðu fengið að bæta sínu kryddi við. Það helsta sem hittir ekki í mark er litla predikunin sem hún á til að daðra við í tengslum við grimmd banka og valdaleysi litla mannsins. Fjárhagsörðugleikar bræðranna hrinda gjörðum þeirra af stað og hafa í senn litað líf þeirra beggja frá æsku en Mackenzie dregur útrás sína skrefi lengra og fer allt annað en lúmskt að skilaboðunum sem hann sækist eftir. En að þessu frátöldu er Hell or High Water þrumugóður nútímavestri, strengdur saman úr áhugaverðum persónusamskiptum og skrúfar fastar og fastar því lengra sem á líður.Niðurstaða: Myndin er fagmannlega gerð, spennandi og stórvel leikin. Hér er skýrt dæmi um hvernig er hægt að matreiða eitthvað ferskt úr gömlum klisjum. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Hell or High Water Leikstjóri: David Mackenzie Handritshöfundur: Taylor Sheridan Framleiðendur: Peter Berg, Sidney Kimmel Aðalhlutverk: Chris Pine, Ben Foster, Jeff Bridges Oft má fyrirgefa klisjur, litlar sem stórar, ef efniviðurinn veit hvar áherslurnar liggja og það á svo sannarlega við um Hell or High Water, sem best má lýsa sem svokölluðum „neo-vestra“. Myndin er skólabókardæmi um hvernig hægt er að móta eitthvað grípandi og skemmtilegt úr hundgamalli formúlu. Þetta er einföld og á marga vegu fyrirsjáanleg saga en henni tekst að yfirstíga þann galla með markvissri leikstjórn, beittu handriti og flottum leik. Myndin gerist í vesturhluta Texas og segir frá bræðrunum Toby og Tanner. Toby er fráskilinn faðir sem þráir betra líf fyrir syni sína. Bankinn stefnir á að loka búgarði fjölskyldunnar. Toby leitar þá til bróður síns, fyrrverandi fanga og vandræðagrips, og í sameiningu ákveða þeir að ræna banka í litlum bæjum. Planið virðist vera skothelt þangað til að ríkislögreglufulltrúinn Marcus Hamilton byrjar að fylgja fast á eftir þeim. Eftir því sem ránunum fjölgar verður fulltrúinn nær því að hafa hendur í hári þeirra. Helsti styrkleiki myndarinnar liggur tvímælalaust í litlu, hljóðlátari augnablikunum en ekki söguþræðinum beint. Leikstjórinn David Mackenzie og handritshöfundurinn Taylor Sheridan (sem seinast skrifaði hina mögnuðu Sicario) hafa meiri áhuga á því að skilja persónur sínar, fletta rólega ofan af þeim og fikta við gráu svæðin frekar en að dæma þær. Myndin snýst minna um plottið og meira um smáatriðin í samspili, drifkrafti og samböndum karaktera, þrátt fyrir að öll uppbygging og spenna ríghaldi í þrúgandi andrúmslofti. Mackenzie heldur þétt um taumana og keyrir söguna alveg fitusnauða. Yfirbragðið er blákalt og dramatískt en handritið nýtir sér fjölmörg tækifæri til þess að lauma inn húmor á þrælskemmtilegan hátt. Leikararnir eru sömuleiðis miklar hetjur og smellpassa á sinn stað, meira að segja aukaleikarar hafa alflestir einhverju við að bæta. Chris Pine leikur brotnari einstakling en yfirleitt og ber sig vel án þess að tapa þeim sjarma sem á til að leka af honum. Ben Foster er óútreiknanlegur og líflegur sem eldri bróðir hans og fáir komast upp með það að muldra af eins miklum töffaraskap og Jeff Bridges þegar hann er í gírnum. Hann er feiknagóður sem lögreglustjórinn sem á stutt í eftirlaun og gæti mögulega verið fullhrifinn af rasistabröndurum. Eitt af betri atriðum myndarinnar viðkemur veitingastað þar sem Bridges loksins mætir persónu sem trompar sérvisku hans. Útkoman minnir svolítið á No Country for Old Men ef Coen-bræður hefðu fengið að bæta sínu kryddi við. Það helsta sem hittir ekki í mark er litla predikunin sem hún á til að daðra við í tengslum við grimmd banka og valdaleysi litla mannsins. Fjárhagsörðugleikar bræðranna hrinda gjörðum þeirra af stað og hafa í senn litað líf þeirra beggja frá æsku en Mackenzie dregur útrás sína skrefi lengra og fer allt annað en lúmskt að skilaboðunum sem hann sækist eftir. En að þessu frátöldu er Hell or High Water þrumugóður nútímavestri, strengdur saman úr áhugaverðum persónusamskiptum og skrúfar fastar og fastar því lengra sem á líður.Niðurstaða: Myndin er fagmannlega gerð, spennandi og stórvel leikin. Hér er skýrt dæmi um hvernig er hægt að matreiða eitthvað ferskt úr gömlum klisjum.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira