Kynbundnar kröfur Una Hildardóttir skrifar 22. ágúst 2016 16:27 Við Ögmundur Jónasson erum oftar en ekki sammála enda bæði félagar í VG. Ég ætlast ekki til þess að allir í hreyfingunni hafi sömu skoðun. Þvert á móti. Ég verð samt að viðurkenna að ummæli Ögmundar í Vikulokunum á Rás 2 um að stjórnmálakonur nýti sér neikvætt umtal til eigin framdráttar fóru fyrir brjóstið á mér og mér þykir leitt að upplifun hans af konum í stjórnmálum hafi mótað slíkar skoðanir. Myndin hér til hliðar er framboðsmyndin mín frá árinu 2013. Mér var boðið sæti á lista, sama lista og Ögmundur leiddi. Ég hafði ekki boðið mig fram í forvali og ætlaði mér ekki að taka sæti á lista fyrir kosningarnar. Ekki vegna þess að ég hafði ekki áhuga heldur vegna þess að ég var hrædd. Ég óttaðist ekki að fá á mig málefnalega gagnrýni, taka þátt í rökræðum eða skrifa greinar. Ég var ekki hrædd við að fá erfiðar spurningar frá kjósendum eða taka þátt í pallborðsumræðum. Ég var hrædd við að líta ekki nógu vel út. Mér fannst ég of feit, með of dökkt hár og ekki nógu hvítar tennur. Ég var hrædd við að á kommentakerfum yrði ég kölluð stelpuskott, femínistatussa eða feit belja. Ég var hrædd við að einhver setti út á mig sem söluvöru en ekki málefnin sem ég talaði fyrir. Ég horfði upp á konur í stjórnmálum fá á sig ómálefnalega gagnrýni þar sem kyn þeirra var notað gegn þeim. Ég var tilbúin að taka þátt í stjórnmálum en ég var ekki tilbúin í orrustuna gegn þeim sem ala á fordómum gegn konum og nýta sér brenglaða sýn samfélagins á ímynd kvenna til að ráðast á þær konur sem reyna að brjóta glerþakið.Söluvara stjórnmálanna Ég gerði mér loksins grein fyrir því hversu rangur þessi hugsunarháttur væri, að ég ætti ekki að láta þennan ótta standa í vegi fyrir mér. Eftir að hafa hugsað mig vel um ákvað ég að taka sæti á lista og stuttu síðar var þessi mynd tekin. Þegar hún var birt sögðu félagar mínir mér að ég væri kynþokkafull á myndinni, væri með „svefnherbergisaugu“ og að svipurinn væri lokkandi og gæti skilað okkur nokkrum atkvæðum. Ég þakkaði þeim hrósið en þegar ég leit á myndina sá ég ekkert nema hræðsluna í augunum. Þegar hún var tekin vonaðist ég til þess að ég liti ekki út fyrir að vera of feit. Ég vildi ekki brosa of mikið því brosið er svo skakkt. Það sem mér þótti erfiðast við að taka mín fyrstu skref í pólitík var að mér leið eins og söluvöru en ekki eins og ungri hugsjónamanneskju. Óttinn var lengi til staðar. Það tók mig tíma að læra að nota gagnrýnina sem fylgir því að vera kona í stjórnmálum til að byggja upp þykkan skráp í stað þess að leyfa henni að brjóta mig niður og koma í veg fyrir þátttöku mína. Ég hætti að taka mark á þeim óraunverulegu fegurðarstöðlum sem mér fannst ég þurfa að uppfylla til þess að mark yrði tekið á mér. Þegar kemur að stjórnmálum er það stefnan og hugsunin sem skiptir máli. Kyn, kynhneigð, útlit, fötlun og kynþáttur á ekki að hafa áhrif á möguleika okkar til lýðræðisþáttöku. Það er hinsvegar staðreynd að þessir hlutir gera það allt of oft. Það neikvæða umtal sem ég hef upplifað get ég ekki notað mér til framdráttar. En ég get aftur á móti notað upplifun mína til að breyta þeim veruleika sem konur í stjórnmálum lifa við. Ég get barist fyrir jafnrétti, reynt að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis, tryggt fyrirbyggjandi forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi og útrýmt kynbundnum launamun.Þori ég, vil ég, get ég? Ég vil tryggja jöfn tækifæri fyrir næstu kynslóð ungra kvenna. Þegar ung kona tekur sín fyrstu skref í pólitík á hún ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að kröfurnar sem gerðar eru til hennar séu meiri en kröfur til karls í sömu stöðu. Hún á ekki að þurfa að vera hrædd við að gert verði lítið úr henni – ekki vegna þess að hún hafi rangt fyrir sér heldur vegna þess að hún passar ekki inn í þá ímynd kvenna sem samfélagið hefur málað upp. Vonandi fæ ég einn daginn tækifæri til þess að sýna Ögmundi að við getum tryggt komandi kynslóðum kvenna í stjórnmálum tækifæri á því að taka þátt án þess að þurfa að sitja undir því neikvæða kynbundna umtali sem stjórnmálakonur verða fyrir í dag. Að minnsta kosti gæti ég reynt að kveða niður þá kenningu að þær eigi á einhvern hátt að græða á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Ögmundur Jónasson erum oftar en ekki sammála enda bæði félagar í VG. Ég ætlast ekki til þess að allir í hreyfingunni hafi sömu skoðun. Þvert á móti. Ég verð samt að viðurkenna að ummæli Ögmundar í Vikulokunum á Rás 2 um að stjórnmálakonur nýti sér neikvætt umtal til eigin framdráttar fóru fyrir brjóstið á mér og mér þykir leitt að upplifun hans af konum í stjórnmálum hafi mótað slíkar skoðanir. Myndin hér til hliðar er framboðsmyndin mín frá árinu 2013. Mér var boðið sæti á lista, sama lista og Ögmundur leiddi. Ég hafði ekki boðið mig fram í forvali og ætlaði mér ekki að taka sæti á lista fyrir kosningarnar. Ekki vegna þess að ég hafði ekki áhuga heldur vegna þess að ég var hrædd. Ég óttaðist ekki að fá á mig málefnalega gagnrýni, taka þátt í rökræðum eða skrifa greinar. Ég var ekki hrædd við að fá erfiðar spurningar frá kjósendum eða taka þátt í pallborðsumræðum. Ég var hrædd við að líta ekki nógu vel út. Mér fannst ég of feit, með of dökkt hár og ekki nógu hvítar tennur. Ég var hrædd við að á kommentakerfum yrði ég kölluð stelpuskott, femínistatussa eða feit belja. Ég var hrædd við að einhver setti út á mig sem söluvöru en ekki málefnin sem ég talaði fyrir. Ég horfði upp á konur í stjórnmálum fá á sig ómálefnalega gagnrýni þar sem kyn þeirra var notað gegn þeim. Ég var tilbúin að taka þátt í stjórnmálum en ég var ekki tilbúin í orrustuna gegn þeim sem ala á fordómum gegn konum og nýta sér brenglaða sýn samfélagins á ímynd kvenna til að ráðast á þær konur sem reyna að brjóta glerþakið.Söluvara stjórnmálanna Ég gerði mér loksins grein fyrir því hversu rangur þessi hugsunarháttur væri, að ég ætti ekki að láta þennan ótta standa í vegi fyrir mér. Eftir að hafa hugsað mig vel um ákvað ég að taka sæti á lista og stuttu síðar var þessi mynd tekin. Þegar hún var birt sögðu félagar mínir mér að ég væri kynþokkafull á myndinni, væri með „svefnherbergisaugu“ og að svipurinn væri lokkandi og gæti skilað okkur nokkrum atkvæðum. Ég þakkaði þeim hrósið en þegar ég leit á myndina sá ég ekkert nema hræðsluna í augunum. Þegar hún var tekin vonaðist ég til þess að ég liti ekki út fyrir að vera of feit. Ég vildi ekki brosa of mikið því brosið er svo skakkt. Það sem mér þótti erfiðast við að taka mín fyrstu skref í pólitík var að mér leið eins og söluvöru en ekki eins og ungri hugsjónamanneskju. Óttinn var lengi til staðar. Það tók mig tíma að læra að nota gagnrýnina sem fylgir því að vera kona í stjórnmálum til að byggja upp þykkan skráp í stað þess að leyfa henni að brjóta mig niður og koma í veg fyrir þátttöku mína. Ég hætti að taka mark á þeim óraunverulegu fegurðarstöðlum sem mér fannst ég þurfa að uppfylla til þess að mark yrði tekið á mér. Þegar kemur að stjórnmálum er það stefnan og hugsunin sem skiptir máli. Kyn, kynhneigð, útlit, fötlun og kynþáttur á ekki að hafa áhrif á möguleika okkar til lýðræðisþáttöku. Það er hinsvegar staðreynd að þessir hlutir gera það allt of oft. Það neikvæða umtal sem ég hef upplifað get ég ekki notað mér til framdráttar. En ég get aftur á móti notað upplifun mína til að breyta þeim veruleika sem konur í stjórnmálum lifa við. Ég get barist fyrir jafnrétti, reynt að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis, tryggt fyrirbyggjandi forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi og útrýmt kynbundnum launamun.Þori ég, vil ég, get ég? Ég vil tryggja jöfn tækifæri fyrir næstu kynslóð ungra kvenna. Þegar ung kona tekur sín fyrstu skref í pólitík á hún ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að kröfurnar sem gerðar eru til hennar séu meiri en kröfur til karls í sömu stöðu. Hún á ekki að þurfa að vera hrædd við að gert verði lítið úr henni – ekki vegna þess að hún hafi rangt fyrir sér heldur vegna þess að hún passar ekki inn í þá ímynd kvenna sem samfélagið hefur málað upp. Vonandi fæ ég einn daginn tækifæri til þess að sýna Ögmundi að við getum tryggt komandi kynslóðum kvenna í stjórnmálum tækifæri á því að taka þátt án þess að þurfa að sitja undir því neikvæða kynbundna umtali sem stjórnmálakonur verða fyrir í dag. Að minnsta kosti gæti ég reynt að kveða niður þá kenningu að þær eigi á einhvern hátt að græða á því.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun