Öryggið á oddinn Ari Trausti Guðmundsson skrifar 9. september 2016 07:00 Margir lýsa áhyggjum sínum af öryggi ferðamanna. Margir þeirra erlendu eru allsendis óvanir landsháttum, veðri og ýmsum fyrirbærum sem við heimamenn ýmist þekkjum og kunnum á, eða vörumst. Í ferðum vegast mjög oft á frelsi til athafna og ýmislegt sem varðar öryggi ferðamannsins. Mjög margir erlendir gestir eru ánægðir með að komast víða og í nálægð við merkileg fyrirbæri eða náttúruferla; fossa, hveri, fugla á hreiðri, úfið hraun, háhyrninga að elta síld o.s.frv. Sama má segja um mörg okkar sem hér búum. Sagnir um þetta frelsi valda því að margur maðurinn virðir ekki bönn eða virðir stíga, heldur fer þangað sem hugurinn girnist. Fólk á blautum klettum við ólmt Skjálfandafljótið, alveg ofan í vatnsborðinu, er ekki óalgeng sjón svo dæmi sé tekið. Fólk að tipla snarbrattar fannir á strigaskóm, með stórgrýti fyrir neðan, er annað dæmi.Of mikil slysahætta Um leið og við erum frelsi fegin verðum við að viðurkenna að sum alvarleg slys sem verða á hverju ári stafa að hluta af greinanlegum orsökum. Stundum er um að ræða skort á eftirliti, stundum á merkingum eða skýrum leiðbeiningum en líka af óhlýðni og kæruleysi – eða þekkingarleysi ferðamannsins. Við, nokkrir fjallafélagar, höfum nýlega horft upp á fólk í smábílum, komast með naumindum upp á Jökulháls við Snæfellsjökul. Þaðan leggur það svo af stað, án nokkurra öryggistækja (mannbrodda, línu, belta og ísöxi), út á sprungusvæði jökulsins sem verða æ greinilegri og um leið hættulegri vegna þunnra snjóbrúa þegar líður á sumar. Þær litlu viðvaranir sem menn fá eða sjá eru oft hundsaðar, eða óséðar. Sólheimajökull er annar staður þar sem slysahættan eykst með hverju sumri. Nú liggur þangað malbikaður vegur. Töluvert margir ferðamenn skipta ekki við kunnáttufólk sem þarna býður til öruggra gönguferða, heldur steðja á sleipa ísglæruna með rangan skóbúnað og engin öryggistæki, iðulega með börn. Hver getur snúið fólkinu við?Ræða þarf breytt fyrirkomulag Hér verða ekki lagðar til sérlausnir á þessum stöðum heldur minnt á meginatriði sem er löngu tímabært að sinna. Hvorki þarf langar skýrslur né flóknar úttektir til þess að skilgreina fáeina tugi fjölsóttra ferðamannastaða með augljósum hættum. Úrbætur geta sérfræðingar Landsbjargar og fleiri lagt til, sumar væru til bráðabirgða, og fé lagt til framkvæmda án tafar ásamt skýrari umgengnisreglum en nú eru til. Því til viðbótar verður að endurskoða landvarðakerfið, fjölga landvörðum þar sem það á við og koma á millistigi milli landvarða og lögreglu. Með því er átt við sérmenntaða ríkisstarfsmenn (úr héraði) sem hafa vald til að stýra ferðafólki, líka með boðum og bönnum, jafnvel takmörkuðum sektarheimildum, í ætt við erlenda „rangers“. Samvinna við lögregluna er auðvitað einn hornsteinn svona kerfis en það merkir þá um leið að leysa þarf undirmönnun og tækjaskort lögreglunnar svo um munar. Tvær til þrjár milljónir erlendra ferðamanna, í viðbót við okkur sjálf, kalla á breytta nálgun í öryggismálum ferðageirans, til viðbótar við úrbætur hjá fyrirtækjum í greininni sem þegar eru hafnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Margir lýsa áhyggjum sínum af öryggi ferðamanna. Margir þeirra erlendu eru allsendis óvanir landsháttum, veðri og ýmsum fyrirbærum sem við heimamenn ýmist þekkjum og kunnum á, eða vörumst. Í ferðum vegast mjög oft á frelsi til athafna og ýmislegt sem varðar öryggi ferðamannsins. Mjög margir erlendir gestir eru ánægðir með að komast víða og í nálægð við merkileg fyrirbæri eða náttúruferla; fossa, hveri, fugla á hreiðri, úfið hraun, háhyrninga að elta síld o.s.frv. Sama má segja um mörg okkar sem hér búum. Sagnir um þetta frelsi valda því að margur maðurinn virðir ekki bönn eða virðir stíga, heldur fer þangað sem hugurinn girnist. Fólk á blautum klettum við ólmt Skjálfandafljótið, alveg ofan í vatnsborðinu, er ekki óalgeng sjón svo dæmi sé tekið. Fólk að tipla snarbrattar fannir á strigaskóm, með stórgrýti fyrir neðan, er annað dæmi.Of mikil slysahætta Um leið og við erum frelsi fegin verðum við að viðurkenna að sum alvarleg slys sem verða á hverju ári stafa að hluta af greinanlegum orsökum. Stundum er um að ræða skort á eftirliti, stundum á merkingum eða skýrum leiðbeiningum en líka af óhlýðni og kæruleysi – eða þekkingarleysi ferðamannsins. Við, nokkrir fjallafélagar, höfum nýlega horft upp á fólk í smábílum, komast með naumindum upp á Jökulháls við Snæfellsjökul. Þaðan leggur það svo af stað, án nokkurra öryggistækja (mannbrodda, línu, belta og ísöxi), út á sprungusvæði jökulsins sem verða æ greinilegri og um leið hættulegri vegna þunnra snjóbrúa þegar líður á sumar. Þær litlu viðvaranir sem menn fá eða sjá eru oft hundsaðar, eða óséðar. Sólheimajökull er annar staður þar sem slysahættan eykst með hverju sumri. Nú liggur þangað malbikaður vegur. Töluvert margir ferðamenn skipta ekki við kunnáttufólk sem þarna býður til öruggra gönguferða, heldur steðja á sleipa ísglæruna með rangan skóbúnað og engin öryggistæki, iðulega með börn. Hver getur snúið fólkinu við?Ræða þarf breytt fyrirkomulag Hér verða ekki lagðar til sérlausnir á þessum stöðum heldur minnt á meginatriði sem er löngu tímabært að sinna. Hvorki þarf langar skýrslur né flóknar úttektir til þess að skilgreina fáeina tugi fjölsóttra ferðamannastaða með augljósum hættum. Úrbætur geta sérfræðingar Landsbjargar og fleiri lagt til, sumar væru til bráðabirgða, og fé lagt til framkvæmda án tafar ásamt skýrari umgengnisreglum en nú eru til. Því til viðbótar verður að endurskoða landvarðakerfið, fjölga landvörðum þar sem það á við og koma á millistigi milli landvarða og lögreglu. Með því er átt við sérmenntaða ríkisstarfsmenn (úr héraði) sem hafa vald til að stýra ferðafólki, líka með boðum og bönnum, jafnvel takmörkuðum sektarheimildum, í ætt við erlenda „rangers“. Samvinna við lögregluna er auðvitað einn hornsteinn svona kerfis en það merkir þá um leið að leysa þarf undirmönnun og tækjaskort lögreglunnar svo um munar. Tvær til þrjár milljónir erlendra ferðamanna, í viðbót við okkur sjálf, kalla á breytta nálgun í öryggismálum ferðageirans, til viðbótar við úrbætur hjá fyrirtækjum í greininni sem þegar eru hafnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun