Kaupmáttur og aldraðir Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 7. september 2016 08:00 Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxið umtalsvert að undanförnu. Skiptir litlu hvort litið er til vísitölu þeirrar sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur tekur saman eða þeirrar sem Hagstofa Íslands tekur saman. Kaupmáttur vex og það sem aldrei fyrr. Því ber að fagna. En er þetta nóg? Við eigum þó eftir eitt mikilvægt mál. Við eigum eftir að leiðrétta kjör aldraðra á Íslandi. Margir aldraðir hafa það bærilegt en það eru hópar sem sjá ekki fram á að viðamikið lífeyriskerfi nái tryggja góð lífsskilyrði þeirra. Það vekur sérstaka undrun að falli heilsuhraustur einstaklingur undir skilgreiningar Tryggingastofnunar og hefur borgað lon og don í lífeyrissjóð sinn alla sína hunds- og kattartíð má ætla að hann fái ekki meira en sem nemur 207 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur á mánuði. Taki þessi eldri borgari upp á því að vinna eilítið, þar sem hann er heilsuhraustur og vill vera í félagsskap með öðru fólki úti í atvinnulífinu, og fær fyrir það um kr. 100 þúsund á mánuði byrjar skerðing að bíta. Þessar 207 þúsundir hækka upp í aðeins um 246 þúsund að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Þessi aukavinna skilar því aðeins um 39 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur eftir að einstaklingurinn hefur unnið fyrir 100 þúsund krónum. Þarna rýrna réttindi hans umtalsvert. Framfærsluuppbótin fellur niður og fullir skattar koma til. Hvatinn til að vinna er því enginn. Hafi annar einstaklingur sömu forsendur og framangreindur aðili, en í stað þess að vinna á hann kost á leigutekjum af húsnæði því sem hann hefur byggt upp og sparað með elju og dugnaði og hefur 100 þúsund krónur í tekjur af þessu húsnæði, verður refsing hans öllu meiri og fara tekjur hans þá úr 207 þúsundum upp í aðeins 230 þúsund. Svo hressilega er bitið af þeim sem leggja til hliðar og spara í húsnæði að 100 þúsund þessa einstaklings verða að 23 þúsundum með tilsvarandi fjárhagslegum og þannig félagslegum refsingum Tryggingastofnunar. Í kerfinu er því hvati til að spara ekkert, eiga ekkert og leggja ekkert fyrir til mögru áranna. Er það hagkvæmt fyrir land og þjóð? Lagaumgjörðin öll um ellilífeyri, örorkubætur og Tryggingastofnun sjálfa er komin á tíma.Greinin birtits fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxið umtalsvert að undanförnu. Skiptir litlu hvort litið er til vísitölu þeirrar sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur tekur saman eða þeirrar sem Hagstofa Íslands tekur saman. Kaupmáttur vex og það sem aldrei fyrr. Því ber að fagna. En er þetta nóg? Við eigum þó eftir eitt mikilvægt mál. Við eigum eftir að leiðrétta kjör aldraðra á Íslandi. Margir aldraðir hafa það bærilegt en það eru hópar sem sjá ekki fram á að viðamikið lífeyriskerfi nái tryggja góð lífsskilyrði þeirra. Það vekur sérstaka undrun að falli heilsuhraustur einstaklingur undir skilgreiningar Tryggingastofnunar og hefur borgað lon og don í lífeyrissjóð sinn alla sína hunds- og kattartíð má ætla að hann fái ekki meira en sem nemur 207 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur á mánuði. Taki þessi eldri borgari upp á því að vinna eilítið, þar sem hann er heilsuhraustur og vill vera í félagsskap með öðru fólki úti í atvinnulífinu, og fær fyrir það um kr. 100 þúsund á mánuði byrjar skerðing að bíta. Þessar 207 þúsundir hækka upp í aðeins um 246 þúsund að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Þessi aukavinna skilar því aðeins um 39 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur eftir að einstaklingurinn hefur unnið fyrir 100 þúsund krónum. Þarna rýrna réttindi hans umtalsvert. Framfærsluuppbótin fellur niður og fullir skattar koma til. Hvatinn til að vinna er því enginn. Hafi annar einstaklingur sömu forsendur og framangreindur aðili, en í stað þess að vinna á hann kost á leigutekjum af húsnæði því sem hann hefur byggt upp og sparað með elju og dugnaði og hefur 100 þúsund krónur í tekjur af þessu húsnæði, verður refsing hans öllu meiri og fara tekjur hans þá úr 207 þúsundum upp í aðeins 230 þúsund. Svo hressilega er bitið af þeim sem leggja til hliðar og spara í húsnæði að 100 þúsund þessa einstaklings verða að 23 þúsundum með tilsvarandi fjárhagslegum og þannig félagslegum refsingum Tryggingastofnunar. Í kerfinu er því hvati til að spara ekkert, eiga ekkert og leggja ekkert fyrir til mögru áranna. Er það hagkvæmt fyrir land og þjóð? Lagaumgjörðin öll um ellilífeyri, örorkubætur og Tryggingastofnun sjálfa er komin á tíma.Greinin birtits fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun