Hráolíurisar sammælast um aðgerðir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. september 2016 07:00 Rússland og Sádi-Arabía eru tveir stærstu hráolíuframleiðendur heims en hvort ríki um sig dælir um tíu milljónum tunna upp úr jörðinni á degi hverjum. Þriðja stærsta olíuríki heims er Bandaríkin. vísir/ingó/epa Rússland og Sádi-Arabía, tveir stærstu hráolíuframleiðendur heims, hafa sammælst um að vinna í sameiningu að stöðugum olíumarkaði. Orkumálaráðherrar landanna tilkynntu um samkomulagið í gær að loknum fundi þeirra á G20 ráðstefnunni í Hangzhou í Kína. Hráolíuverð tók kipp upp á við í kjölfar frétta af samningnum. Í samkomulagi ríkjanna tveggja felst meðal annars að sameiginlegum starfshópi ríkjanna verður komið á fót en helsta verkefni hópsins mun verða að útfæra leiðir til að ná markmiðum samkomulagsins. Að öðru leyti hefur ekki verið tilgreint hvaða aðferðum ríkin tvö hyggjast beita til að ná sameiginlegu markmiði sínu.Khalid Al-Falih, orkumálaráðherra Sádi-Arabíuvísir/epa„Sem stendur er engin þörf á því að hægja á eða stöðva framleiðslu,“ sagði Khalid Al-Falih, orkumálaráðherra Sádi-Arabíu, við Al Arabiya sjónvarpsstöðina eftir að tilkynnt var um samkomulagið. „Það er meðal vopna í vopnabúrinu en ekki þarf að grípa til þess nú. Markaðurinn jafnar sig dag frá degi.“ Alexander Novak, orkumálaráðherra Rússa, sagði við Bloomberg að fjöldi leiða væri þjóðunum fær. Það myndi skýrast síðar hvaða leið yrði valin. Áætlað er að orkumálaráðherrarnir tveir hittist í þrígang á næstu mánuðum. Fundirnir verða í fyrsta lagi á ráðstefnu International Energy Forum í Alsír síðar í þessum mánuði, samhliða fundi starfshópsins í október og á ráðherrafundi Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, í Vín í nóvember. Í kjölfar frétta af fundinum hækkaði verð á hráolíu um þrjú prósent og fór um tíma yfir 49 dollara á tunnuna. Olíuverð hefur verið á hægri uppleið það sem af er ári eftir verðhrun síðustu átján mánaða. Lægst var verðið um miðjan janúar en þá fór hráolíutunnan niður fyrir 28 dollara og hafði ekki verið ódýrari frá árinu 2003. Dýfuna í janúar mátti að stórum hluta rekja til þess að olíuforði Írana flæddi inn á markaðinn eftir að viðskiptaþvingunum á landið var aflétt. Þegar í harðbakkann slær hefur það komið fyrir að OPEC-ríkin hafi samið um að draga úr framleiðslu. Slíkir samningar hafa hins vegar átt til að fara út um þúfur, áður, eða skömmu eftir, að þeir koma til framkvæmda. Aðildarríki OPEC eru alls fjórtán en Rússland er ekki eitt þeirra. Minnst tvö OPEC-ríki, Kúveit og Sameinuðu arabísku furstadæmin, hafa fagnað samkomulaginu þó enn sé ekki ljóst hvaða aðgerðir það hefur í för með sér. Í yfirlýsingum frá orkumálaráðherrum landanna kemur fram að það sé jákvætt að tvö stærstu olíuríki heims ætli sér að vinna í sameiningu að því að koma olíumarkaðnum á réttan kjöl. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.UAE is encouraged by the cooperation between the Kingdom of Saudi Arabia and the Russian Federation as largest two producers in the world_1— سهيل المزروعي (@HESuhail) September 5, 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Olíuverð lækkar áfram þrátt fyrir samkomulag Rússar og Sádar hafa samþykkt að auka ekki framleiðslu, fylgi aðrar olíuþjóðir eftir. 16. febrúar 2016 17:49 Gera samkomulag um framleiðsluþak á olíu Olíuráðherrar þriggja Opec landa, Sádí arabíu, Katar og Venesúela, auk Rússlands, hafa gert samning um að halda olíuframleiðslu á framleiðslustigi janúarmánðar. 16. febrúar 2016 10:48 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rússland og Sádi-Arabía, tveir stærstu hráolíuframleiðendur heims, hafa sammælst um að vinna í sameiningu að stöðugum olíumarkaði. Orkumálaráðherrar landanna tilkynntu um samkomulagið í gær að loknum fundi þeirra á G20 ráðstefnunni í Hangzhou í Kína. Hráolíuverð tók kipp upp á við í kjölfar frétta af samningnum. Í samkomulagi ríkjanna tveggja felst meðal annars að sameiginlegum starfshópi ríkjanna verður komið á fót en helsta verkefni hópsins mun verða að útfæra leiðir til að ná markmiðum samkomulagsins. Að öðru leyti hefur ekki verið tilgreint hvaða aðferðum ríkin tvö hyggjast beita til að ná sameiginlegu markmiði sínu.Khalid Al-Falih, orkumálaráðherra Sádi-Arabíuvísir/epa„Sem stendur er engin þörf á því að hægja á eða stöðva framleiðslu,“ sagði Khalid Al-Falih, orkumálaráðherra Sádi-Arabíu, við Al Arabiya sjónvarpsstöðina eftir að tilkynnt var um samkomulagið. „Það er meðal vopna í vopnabúrinu en ekki þarf að grípa til þess nú. Markaðurinn jafnar sig dag frá degi.“ Alexander Novak, orkumálaráðherra Rússa, sagði við Bloomberg að fjöldi leiða væri þjóðunum fær. Það myndi skýrast síðar hvaða leið yrði valin. Áætlað er að orkumálaráðherrarnir tveir hittist í þrígang á næstu mánuðum. Fundirnir verða í fyrsta lagi á ráðstefnu International Energy Forum í Alsír síðar í þessum mánuði, samhliða fundi starfshópsins í október og á ráðherrafundi Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, í Vín í nóvember. Í kjölfar frétta af fundinum hækkaði verð á hráolíu um þrjú prósent og fór um tíma yfir 49 dollara á tunnuna. Olíuverð hefur verið á hægri uppleið það sem af er ári eftir verðhrun síðustu átján mánaða. Lægst var verðið um miðjan janúar en þá fór hráolíutunnan niður fyrir 28 dollara og hafði ekki verið ódýrari frá árinu 2003. Dýfuna í janúar mátti að stórum hluta rekja til þess að olíuforði Írana flæddi inn á markaðinn eftir að viðskiptaþvingunum á landið var aflétt. Þegar í harðbakkann slær hefur það komið fyrir að OPEC-ríkin hafi samið um að draga úr framleiðslu. Slíkir samningar hafa hins vegar átt til að fara út um þúfur, áður, eða skömmu eftir, að þeir koma til framkvæmda. Aðildarríki OPEC eru alls fjórtán en Rússland er ekki eitt þeirra. Minnst tvö OPEC-ríki, Kúveit og Sameinuðu arabísku furstadæmin, hafa fagnað samkomulaginu þó enn sé ekki ljóst hvaða aðgerðir það hefur í för með sér. Í yfirlýsingum frá orkumálaráðherrum landanna kemur fram að það sé jákvætt að tvö stærstu olíuríki heims ætli sér að vinna í sameiningu að því að koma olíumarkaðnum á réttan kjöl. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.UAE is encouraged by the cooperation between the Kingdom of Saudi Arabia and the Russian Federation as largest two producers in the world_1— سهيل المزروعي (@HESuhail) September 5, 2016
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Olíuverð lækkar áfram þrátt fyrir samkomulag Rússar og Sádar hafa samþykkt að auka ekki framleiðslu, fylgi aðrar olíuþjóðir eftir. 16. febrúar 2016 17:49 Gera samkomulag um framleiðsluþak á olíu Olíuráðherrar þriggja Opec landa, Sádí arabíu, Katar og Venesúela, auk Rússlands, hafa gert samning um að halda olíuframleiðslu á framleiðslustigi janúarmánðar. 16. febrúar 2016 10:48 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuverð lækkar áfram þrátt fyrir samkomulag Rússar og Sádar hafa samþykkt að auka ekki framleiðslu, fylgi aðrar olíuþjóðir eftir. 16. febrúar 2016 17:49
Gera samkomulag um framleiðsluþak á olíu Olíuráðherrar þriggja Opec landa, Sádí arabíu, Katar og Venesúela, auk Rússlands, hafa gert samning um að halda olíuframleiðslu á framleiðslustigi janúarmánðar. 16. febrúar 2016 10:48