Einum færri Koenigsegg Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2016 09:39 Ekki mikið eftir af þessum Koenigsegg CCX. Þar sem ofurbílar sænska bílaframleiðandans Koenigsegg eru ekki svo margir er eftirsjá eftir hverjum þeim bíl sem hverfur af sjónarsviðinu. Víst er að þessum Koenigsegg CCX verður ekki ekið framar, en ökumaður hans missti stjórn á bílnum á miklum hraða nálægt Monterrey í Mexíkó í síðustu viku. Bíllinn fór margar veltur og slösuðust bæði ökumaður og farþegi í bílnum. Ekki er enn ljóst um afdrif þeirra, en heimildir á samskiptamiðlum herma þó að annar þeirra hafi látið lífið á spítala, þó það hafi ekki verið staðfest. Miðað við útlit bílsins, þar sem allur framendi hans er horfinn ásamt þaki bílsins má eðlilegt teljast að farþegar hans geti tæplega hafa sloppið vel úr þessu hörmulega slysi. Frá árinu 2006 hefur Christian von Koenigsegg aðeins framleitt ríflega 100 Koenigsegg bíla og teljast allir þeirra meðal ofurbíla. Christian von Keonigsegg er 44 ára Svíi og giftur íslenskri konu að nafni Halldóra. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Þar sem ofurbílar sænska bílaframleiðandans Koenigsegg eru ekki svo margir er eftirsjá eftir hverjum þeim bíl sem hverfur af sjónarsviðinu. Víst er að þessum Koenigsegg CCX verður ekki ekið framar, en ökumaður hans missti stjórn á bílnum á miklum hraða nálægt Monterrey í Mexíkó í síðustu viku. Bíllinn fór margar veltur og slösuðust bæði ökumaður og farþegi í bílnum. Ekki er enn ljóst um afdrif þeirra, en heimildir á samskiptamiðlum herma þó að annar þeirra hafi látið lífið á spítala, þó það hafi ekki verið staðfest. Miðað við útlit bílsins, þar sem allur framendi hans er horfinn ásamt þaki bílsins má eðlilegt teljast að farþegar hans geti tæplega hafa sloppið vel úr þessu hörmulega slysi. Frá árinu 2006 hefur Christian von Koenigsegg aðeins framleitt ríflega 100 Koenigsegg bíla og teljast allir þeirra meðal ofurbíla. Christian von Keonigsegg er 44 ára Svíi og giftur íslenskri konu að nafni Halldóra.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent