Brjálaðar kellingar María Bjarnadóttir skrifar 16. september 2016 07:00 Emmeline Pankhurst þótti ekkert sérstök móðir. Hún á að hafa gert upp á milli barnanna sinna og haldið upp á þær dætur sem tóku þátt í hungurverkföllum og sættu hræðilegri meðferð í fangelsi vegna stuðnings síns við kvenfrelsisbaráttuna sem hún leiddi í Englandi fyrir rúmum 100 árum. Hún var alin upp af sannkölluðum kampavínskommum, efnafólki sem studdi réttindabaráttu verkamanna og giftist manni sem var farinn að berjast fyrir kosningarétti kvenna áður en hann giftist henni. Líklega átti hún aldrei séns á að verða þægileg húsfrú. Hún tók þátt í hefðbundnu stjórnmálastarfi og boðaði glænýjar áherslur. Til dæmis barðist hún gegn því að ef karlar gengjust við lausaleikskrógum sínum mættu þeir taka barnið af móðurinni og koma því fyrir á barnahæli. Þessi róttæka breyting náði ekki í gegn á meðan hún lifði. Hún gafst upp á því að reyna að hafa áhrif í gegnum Verkamannaflokkinn. Fyrir hverjar kosningar lofuðu leiðtogar flokksins að koma kosningarétti kvenna á dagskrá þingsins, án efnda. Hún kvartaði og var bent á að þáttur kvenna í kosningabaráttu væri verðmætastur við veitingaundirbúning. Svo röðuðu þessir stólar sér ekki sjálfir á framboðsfundum. Henni var því kennt um afhroð flokksins í næstu kosningum, enda hafði hún leitt útgöngu kvenna úr flokknum og att þeim svo á framboðsfundi til þess að gera hróp að saklausum frambjóðendum. Þegar það dugði ekki til greip hún til ráðanna sem hreyfingin varð alræmd fyrir, skemmdaverka og hungurverkfalla. Brjálaðar þessar kellingar í gamla daga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun María Bjarnadóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Emmeline Pankhurst þótti ekkert sérstök móðir. Hún á að hafa gert upp á milli barnanna sinna og haldið upp á þær dætur sem tóku þátt í hungurverkföllum og sættu hræðilegri meðferð í fangelsi vegna stuðnings síns við kvenfrelsisbaráttuna sem hún leiddi í Englandi fyrir rúmum 100 árum. Hún var alin upp af sannkölluðum kampavínskommum, efnafólki sem studdi réttindabaráttu verkamanna og giftist manni sem var farinn að berjast fyrir kosningarétti kvenna áður en hann giftist henni. Líklega átti hún aldrei séns á að verða þægileg húsfrú. Hún tók þátt í hefðbundnu stjórnmálastarfi og boðaði glænýjar áherslur. Til dæmis barðist hún gegn því að ef karlar gengjust við lausaleikskrógum sínum mættu þeir taka barnið af móðurinni og koma því fyrir á barnahæli. Þessi róttæka breyting náði ekki í gegn á meðan hún lifði. Hún gafst upp á því að reyna að hafa áhrif í gegnum Verkamannaflokkinn. Fyrir hverjar kosningar lofuðu leiðtogar flokksins að koma kosningarétti kvenna á dagskrá þingsins, án efnda. Hún kvartaði og var bent á að þáttur kvenna í kosningabaráttu væri verðmætastur við veitingaundirbúning. Svo röðuðu þessir stólar sér ekki sjálfir á framboðsfundum. Henni var því kennt um afhroð flokksins í næstu kosningum, enda hafði hún leitt útgöngu kvenna úr flokknum og att þeim svo á framboðsfundi til þess að gera hróp að saklausum frambjóðendum. Þegar það dugði ekki til greip hún til ráðanna sem hreyfingin varð alræmd fyrir, skemmdaverka og hungurverkfalla. Brjálaðar þessar kellingar í gamla daga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun