Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Snærós Sindradóttir skrifar 15. september 2016 06:30 Búvörusamningarnir fela í sér um fjórtán milljarða króna útgjöld ríkisins á ári, næstu tíu árin. vísir/anton brink „Mér finnst þetta ótrúlegur tvískinnungur. Það kom í ljós að ef fleiri stjórnarandstöðuflokkar hefðu greitt atkvæði á móti, og kannski einhverjir stjórnarliðar sem sátu hjá, þá hefðum við getað fellt búvörusamningana,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.Björt ÓlafsdóttirBreytingar á búvörulögum, sem eru forsenda mjög umdeildra búvörusamninga, voru samþykktar á þingi á þriðjudag. Nítján þingmenn sögðu já, sjö þingmenn sögðu nei en sextán þingmenn sem í salnum voru sátu hjá. Tólf þeirra voru þingmenn stjórnarandstöðunnar og atkvæði hefðu fallið jöfn ef sá hópur hefði hafnað samningunum. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu einnig hjá, þau Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. „Aðrir í stjórnarandstöðunni hafa leyft sér að gagnrýna ýmislegt varðandi þessa búvörusamninga en svo kemur í ljós að þeir eru í raun með þeim. Með hjásetu gáfu þeir málinu brautargengi. Það kom mér svo sem ekki á óvart með Vinstri græn því ég heyrði á málflutningi þeirra að þau voru ekkert á móti þessum búvörusamningum. En það kom mér á óvart að ýmsir hjá Samfylkingunni og Pírötum sem töluðu mjög digurbarkalega sitja svo hjá. Ég skil ekki svona afstöðuleysi í jafn stóru máli,“ segir Björt. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var eini stjórnarþingmaðurinn sem hafnaði samningunum. „Ég tel að þarna sé engin tilraun gerð til að draga úr þessu ríkisstyrkta landbúnaðarkerfi. Það er annars vegar búið að semja um fjórtán milljarða beingreiðslur á ári næstu tíu árin og hins vegar er verið að tryggja, að mínu mati, hátt í þá upphæð í formi tollmúra.“Katrín Jakobsdóttirvísir/anton brinkKjósendur hafa farið mikinn í reiði sinni á samfélagsmiðlum síðustu tvo daga vegna málsins. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar berist ítarleg bréf og fyrirspurnir frá reiðum kjósendum vegna afstöðu þeirra í málinu. „Við teljum eðlilegt að innlendur landbúnaður sé styrktur eins og alls staðar annars staðar er gert. Við vorum ekki ánægð með þennan samning en töldum breytingarnar sem voru gerðar á honum til bóta. Okkur fannst ekki fýsilegur kostur að núverandi samningur yrði bara framlengdur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Hún segir að núgildandi samningur hefði verið framlengdur um eitt ár ef nýjum búvörusamningum hefði verið hafnað. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, segir að þingflokkur sinn styðji ekki samningana. „Það er bara mjög algengt að gera þetta. Ef þú nærð fram einhverju eða það er eitthvað í málinu sem þú vilt ekki segja nei við, þá situr þú hjá. Við fengum í gegnum nefndarvinnuna að það yrði farið strax í endurskoðun.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30 Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. 14. september 2016 14:44 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Mér finnst þetta ótrúlegur tvískinnungur. Það kom í ljós að ef fleiri stjórnarandstöðuflokkar hefðu greitt atkvæði á móti, og kannski einhverjir stjórnarliðar sem sátu hjá, þá hefðum við getað fellt búvörusamningana,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.Björt ÓlafsdóttirBreytingar á búvörulögum, sem eru forsenda mjög umdeildra búvörusamninga, voru samþykktar á þingi á þriðjudag. Nítján þingmenn sögðu já, sjö þingmenn sögðu nei en sextán þingmenn sem í salnum voru sátu hjá. Tólf þeirra voru þingmenn stjórnarandstöðunnar og atkvæði hefðu fallið jöfn ef sá hópur hefði hafnað samningunum. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu einnig hjá, þau Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. „Aðrir í stjórnarandstöðunni hafa leyft sér að gagnrýna ýmislegt varðandi þessa búvörusamninga en svo kemur í ljós að þeir eru í raun með þeim. Með hjásetu gáfu þeir málinu brautargengi. Það kom mér svo sem ekki á óvart með Vinstri græn því ég heyrði á málflutningi þeirra að þau voru ekkert á móti þessum búvörusamningum. En það kom mér á óvart að ýmsir hjá Samfylkingunni og Pírötum sem töluðu mjög digurbarkalega sitja svo hjá. Ég skil ekki svona afstöðuleysi í jafn stóru máli,“ segir Björt. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var eini stjórnarþingmaðurinn sem hafnaði samningunum. „Ég tel að þarna sé engin tilraun gerð til að draga úr þessu ríkisstyrkta landbúnaðarkerfi. Það er annars vegar búið að semja um fjórtán milljarða beingreiðslur á ári næstu tíu árin og hins vegar er verið að tryggja, að mínu mati, hátt í þá upphæð í formi tollmúra.“Katrín Jakobsdóttirvísir/anton brinkKjósendur hafa farið mikinn í reiði sinni á samfélagsmiðlum síðustu tvo daga vegna málsins. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar berist ítarleg bréf og fyrirspurnir frá reiðum kjósendum vegna afstöðu þeirra í málinu. „Við teljum eðlilegt að innlendur landbúnaður sé styrktur eins og alls staðar annars staðar er gert. Við vorum ekki ánægð með þennan samning en töldum breytingarnar sem voru gerðar á honum til bóta. Okkur fannst ekki fýsilegur kostur að núverandi samningur yrði bara framlengdur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Hún segir að núgildandi samningur hefði verið framlengdur um eitt ár ef nýjum búvörusamningum hefði verið hafnað. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, segir að þingflokkur sinn styðji ekki samningana. „Það er bara mjög algengt að gera þetta. Ef þú nærð fram einhverju eða það er eitthvað í málinu sem þú vilt ekki segja nei við, þá situr þú hjá. Við fengum í gegnum nefndarvinnuna að það yrði farið strax í endurskoðun.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30 Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. 14. september 2016 14:44 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30
Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. 14. september 2016 14:44
„Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33
Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54
Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15