Hjáseta ekki sama og samþykki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. september 2016 11:24 Helgi Hrafn Gunnarsson og Valgerður Bjarnadóttir Vísir/GVA Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur á Alþingi í gær með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Vísir ræddi við eru sammála um það að hjáseta við atkvæðagreiðslur þýði ekki að þingmenn séu að gefa samþykki sitt. „Maður situr hjá, það eru margar ástæður fyrir því að maður situr hjá. Ástæðan fyrir því að ég sat hjá er að ég vil skilja afleiðingar gjörða minna. Og ef ég felli samninginn og skil ekki afleiðingar gjörða minna þá sit ég hjá,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi. Helgi segir að hann hafi ekki séð fram á að nýr samningur hefði komið í stað þess samning sem samþykktur var á þingi í gær. „Fólk er reitt. Þetta er bölvanlegur samningur. Ég held að það séu allir í minnihlutanum sammála um það. Þetta er ekki stuðningur, mér finnst fólk láta eins og hjáseta sé stuðningur, sem hún er ekki.“ Helgi Hrafn segir umræðuna pirrandi þar sem verið er að setja ábyrgðina í hendur minnihlutans sem ber ekki ábyrgð á málinu. „Það sem að kannski vekur fólki ugg er að sjá hversu fáir greiddu atkvæði með. Það er vegna þess að stjórnarliðar voru óvenju fámennir. Við vissum það ekki fyrir fram. Við förum bara í atkvæðagreiðslu og gerum fastlega ráð fyrir að meirihlutinn fengi allt sem hann vilji og væru nógu mannaðir til að yfirbuga minnihlutann." Samkvmæt Helga var minnihlutinn ekki viðbúðinn fámenni meirihlutans. „Ég veit ekki af hverju það vantaði svona marga þingmenn en stjórnarandstaðan var ekki í færi til að ræða það alvarlega að fella samninginn fyrr en við vorum komin inn í þingsal. Þá er það samtal ekkert búið að eiga sér stað.“Hjáseta ákveðin vinnuaðferð Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar tekur í sama streng og Helgi Hrafn og segir hjásetu vera ákveðna vinnuaðferð á Alþingi. „Vinnan fer þannig fram í þinginu að það koma einhver mál og það er talað fyrir þeim og síðan eru þau rædd í nefnd og það nást kannski fram einhverjar breytingar, það er eitthvað lagað í nefndinni sem kemur til móts við þau sjónarmið sem við höfum, til dæmis þessi endurskoðun eftir þrjú ár. Eitthvað náðist inn í vinnunni í nefndinni,“ segir Valgerður í samtali við Vísi. „Það má alveg segja að það sé gamaldags og eitthvað svoleiðis, en þá er það vinnuaðferð að þá situr fólk hjá í endann. Þá þýðir það ekki að þögn sé sama og samþykki.“ Aðspurð um hvort að um sé að ræða einhverskonar hrossakaup til að ná kosningum í haust þvertekur Valgerður fyrir það. „Þetta er svona sú venja eða vinnuaðferð sem er notuð á þessari samkomu. Þetta hefur ekkert með hrossakaup að gera, hefur ekkert með neitt að gera. Í lokin þá er þetta borið farm og þá segir fólk „ég sit hjá, þetta er á ykkar ábyrgð.“ Hjáseta þýðir alls ekki í þessu tilfelli að þögn sé sama og samþykki.“ Ekki náðist í þingflokk Vinstri grænna við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur á Alþingi í gær með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Vísir ræddi við eru sammála um það að hjáseta við atkvæðagreiðslur þýði ekki að þingmenn séu að gefa samþykki sitt. „Maður situr hjá, það eru margar ástæður fyrir því að maður situr hjá. Ástæðan fyrir því að ég sat hjá er að ég vil skilja afleiðingar gjörða minna. Og ef ég felli samninginn og skil ekki afleiðingar gjörða minna þá sit ég hjá,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi. Helgi segir að hann hafi ekki séð fram á að nýr samningur hefði komið í stað þess samning sem samþykktur var á þingi í gær. „Fólk er reitt. Þetta er bölvanlegur samningur. Ég held að það séu allir í minnihlutanum sammála um það. Þetta er ekki stuðningur, mér finnst fólk láta eins og hjáseta sé stuðningur, sem hún er ekki.“ Helgi Hrafn segir umræðuna pirrandi þar sem verið er að setja ábyrgðina í hendur minnihlutans sem ber ekki ábyrgð á málinu. „Það sem að kannski vekur fólki ugg er að sjá hversu fáir greiddu atkvæði með. Það er vegna þess að stjórnarliðar voru óvenju fámennir. Við vissum það ekki fyrir fram. Við förum bara í atkvæðagreiðslu og gerum fastlega ráð fyrir að meirihlutinn fengi allt sem hann vilji og væru nógu mannaðir til að yfirbuga minnihlutann." Samkvmæt Helga var minnihlutinn ekki viðbúðinn fámenni meirihlutans. „Ég veit ekki af hverju það vantaði svona marga þingmenn en stjórnarandstaðan var ekki í færi til að ræða það alvarlega að fella samninginn fyrr en við vorum komin inn í þingsal. Þá er það samtal ekkert búið að eiga sér stað.“Hjáseta ákveðin vinnuaðferð Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar tekur í sama streng og Helgi Hrafn og segir hjásetu vera ákveðna vinnuaðferð á Alþingi. „Vinnan fer þannig fram í þinginu að það koma einhver mál og það er talað fyrir þeim og síðan eru þau rædd í nefnd og það nást kannski fram einhverjar breytingar, það er eitthvað lagað í nefndinni sem kemur til móts við þau sjónarmið sem við höfum, til dæmis þessi endurskoðun eftir þrjú ár. Eitthvað náðist inn í vinnunni í nefndinni,“ segir Valgerður í samtali við Vísi. „Það má alveg segja að það sé gamaldags og eitthvað svoleiðis, en þá er það vinnuaðferð að þá situr fólk hjá í endann. Þá þýðir það ekki að þögn sé sama og samþykki.“ Aðspurð um hvort að um sé að ræða einhverskonar hrossakaup til að ná kosningum í haust þvertekur Valgerður fyrir það. „Þetta er svona sú venja eða vinnuaðferð sem er notuð á þessari samkomu. Þetta hefur ekkert með hrossakaup að gera, hefur ekkert með neitt að gera. Í lokin þá er þetta borið farm og þá segir fólk „ég sit hjá, þetta er á ykkar ábyrgð.“ Hjáseta þýðir alls ekki í þessu tilfelli að þögn sé sama og samþykki.“ Ekki náðist í þingflokk Vinstri grænna við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10