Sérfræðingar spá því að Rúnar verði rekinn í vikunni | Tveir í agabanni í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2016 19:39 Rúnar í peysu Lilleström. vísir/getty Rúnar Kristinsson er mikið til umræðu í norskum miðlum þessa dagana en liðið lék sjötta leikinn í röð án sigurs í dag. Hefur Lilleström smátt og smátt sigið niður töfluna og er komið á fullt í fallbaráttuna. Haldinn var krísufundur fyrir þremur vikum þar sem ákveðið var að Rúnar myndi halda starfinu þrátt fyrir slakt gengi en þetta var fyrsti leikur eftir fundinn. Hefur Lilleström leikið í 42 ár samfleytt í efstu deild í Noregi en sæti þeirra er nú í hættu.Sjá einnig:Sjötti leikurinn í röð án sigurs hjá Rúnari Arnold Origi og Bassel Jradi voru ekki með liðinu í dag en þeir voru í agabanni í dag eftir að hafa slegist á æfingu liðsins á föstudaginn. Þetta staðfesti Rúnar í samtali við TV2 í Noregi. Ivar Hoff, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi sparkspekingur í norska sjónvarpinu, segir að það myndi ekki koma honum á óvart ef að Rúnar yrði látinn taka poka sinn á næstu dögum. „Ég á von á einhverjum hreyfingum á næstunni. Arne Erlandsen tekur væntanlega við liðinu en ég sá hann á vellinum áðan. Ég á von á því að hann stýri liðinu á laugardaginn gegn Tromsö,“ sagði Arne en annar sérfræðingur í setti tók undir orð hans. „Ég held að Arne geti tekið við þessu liði og rétt við skútuna, hann hefur skapgerðina til þess. Hann þekkir félagið út sem gamall leikmaður og þekkir menninguna hjá félaginu. Ég á ekki von á öðru en að hann taki við fljótlega,“ sagði Ivar Jakobsen. Arne er fyrrum leikmaður liðsins en hann var nefndur á krísufundi stjórnarinnar sem góður kandídat til þess að taka við starfinu af Rúnari eftir að hafa sinnt þjálfunarstarfi hjá félaginu áður. Fótbolti Tengdar fréttir Sjötti leikurinn í röð án sigurs hjá Rúnari Það gengur ekkert hjá lærisveinum Rúnars Kristinssonar þessa dagana en liðið fékk á sig tvö mörk í uppbótartíma gegn Odd í 2-4 tapi á heimavelli í dag eftir að hafa jafnað stuttu áður. 11. september 2016 18:15 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Rúnar Kristinsson er mikið til umræðu í norskum miðlum þessa dagana en liðið lék sjötta leikinn í röð án sigurs í dag. Hefur Lilleström smátt og smátt sigið niður töfluna og er komið á fullt í fallbaráttuna. Haldinn var krísufundur fyrir þremur vikum þar sem ákveðið var að Rúnar myndi halda starfinu þrátt fyrir slakt gengi en þetta var fyrsti leikur eftir fundinn. Hefur Lilleström leikið í 42 ár samfleytt í efstu deild í Noregi en sæti þeirra er nú í hættu.Sjá einnig:Sjötti leikurinn í röð án sigurs hjá Rúnari Arnold Origi og Bassel Jradi voru ekki með liðinu í dag en þeir voru í agabanni í dag eftir að hafa slegist á æfingu liðsins á föstudaginn. Þetta staðfesti Rúnar í samtali við TV2 í Noregi. Ivar Hoff, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi sparkspekingur í norska sjónvarpinu, segir að það myndi ekki koma honum á óvart ef að Rúnar yrði látinn taka poka sinn á næstu dögum. „Ég á von á einhverjum hreyfingum á næstunni. Arne Erlandsen tekur væntanlega við liðinu en ég sá hann á vellinum áðan. Ég á von á því að hann stýri liðinu á laugardaginn gegn Tromsö,“ sagði Arne en annar sérfræðingur í setti tók undir orð hans. „Ég held að Arne geti tekið við þessu liði og rétt við skútuna, hann hefur skapgerðina til þess. Hann þekkir félagið út sem gamall leikmaður og þekkir menninguna hjá félaginu. Ég á ekki von á öðru en að hann taki við fljótlega,“ sagði Ivar Jakobsen. Arne er fyrrum leikmaður liðsins en hann var nefndur á krísufundi stjórnarinnar sem góður kandídat til þess að taka við starfinu af Rúnari eftir að hafa sinnt þjálfunarstarfi hjá félaginu áður.
Fótbolti Tengdar fréttir Sjötti leikurinn í röð án sigurs hjá Rúnari Það gengur ekkert hjá lærisveinum Rúnars Kristinssonar þessa dagana en liðið fékk á sig tvö mörk í uppbótartíma gegn Odd í 2-4 tapi á heimavelli í dag eftir að hafa jafnað stuttu áður. 11. september 2016 18:15 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Sjötti leikurinn í röð án sigurs hjá Rúnari Það gengur ekkert hjá lærisveinum Rúnars Kristinssonar þessa dagana en liðið fékk á sig tvö mörk í uppbótartíma gegn Odd í 2-4 tapi á heimavelli í dag eftir að hafa jafnað stuttu áður. 11. september 2016 18:15