Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Atli ísleifsson skrifar 22. september 2016 20:27 Úr kappræðum RÚV í kvöld þar sem fulltrúar tólf flokka voru mættir. Vísir/Ernir „Ég hygg að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og ég og reyndar fjölskylda mín höfum gert síðustu misseri.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, við upphaf kappræðna í kosningasjónvarpi RÚV í kvöld þar sem Wintris-málið bar á góma. Hann segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás. Þáttastjórnendurinir Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Heiðar Örn Sigurfinnsson spurðu hann hvort hann hygðist biðjast afsökunar á Wintris-málinu. Sigmundur Davíð sagði að hann og fjölskylda sín hafi alltaf staðið við allt sitt gagnvart samfélaginu og aldrei gert neina tilraun til annars. Þá sagðist hann sem stjórnmálamaður ávallt hafa tekið almannahagsmuni fram yfir eigin hagsmuni. „Ég get beðist afsökunar á ýmsu sem einstaklingur og sem stjórnmálamaður. Og sem stjórnmálamaður verður maður alltaf að reyna að bæta sig og viðurkenna það að það sé alltaf hægt að bæta sig. En það er ekki hægt að biðjast afsökunar á því sem er ekki hægt að kalla annað en ótrúlega árás sem – kom á daginn og hefur sýnt sig og verið sannað – að var tilefnislaus og ótrúlega gróf. Það breytir ekki því að ég sem stjórnmálamaður, líkt og allir aðrir stjórnmálamenn, verða stöðugt að velta fyrir sér hvað þeir geti gert betur. Og ég hef svo sannalega gert hluti sem ég hefði viljað gera öðruvísi í þessu máli og öðrum málum,“ sagði Sigmundur og bætti við að hann vildi sem stjórnmálamaður ekki bara bæta samfélagið heldur líka bæta sjálfan sig. Þáttastjórnendur spurðu fyrrverandi forsætisráðherra þá hvort honum þætti ekkert siðferðislega athugavert við það að forsætisráðherra ætti eignir á aflandseyjum. „Ég hef aldrei átt aflandsfélag.“Þú áttir eignir með eiginkonu þinni þangað til að þú seldir henni hlut á einn dollar daginn áður en ný lög tóku gildi.„Ég hef aldrei átt hlut í þessum eignum, eins og hefur reyndar verið útskýrt, mjög ítarlega og mjög vel af hálfu þeirra sem hafa farið yfir þessa reikninga alla. En það er hins vegar tilfellið að eiginkona mín átti eignir sem voru skráðar í ákveðnu landi sem hafa aldrei verið í skattaskjóli. Þetta er land sem er með tvísköttunarsamning við Ísland, upplýsingaskiptasamning við Ísland og jafnvel þó að svo hefði ekki verið þá hefði það ekki skipt máli þar sem hún hefur alla tíð gefið allt upp. Hverja einustu eign, nafn félagsins og heiti landsins á skattaskýrslu sinni,“ sagði Sigmundur Davíð.Eftir allt þetta sem að undan er gengið, alla atburðarásina sem við lýstum hérna áðan, atburði sumarsins, þú sérð enga ástæðu til að biðjast afsökunar á Wintris-málinu.„Jú ég nefndi það, ég get beðist aföskunar á mörgum hlutum, en ég get ekki beðist afsökunar á því með hvaða hætti ákveðnir aðilar, meðal annars á vegum ykkar stofnunar [RÚV], gengu fram í þessu máli.Er vandamálið þá frekar hvernig flett var ofan af málinu, frekar en gjörningurinn sjálfur, í þínum huga?„Berum saman umfjöllun um mig og mín mál, eða réttara sagt mál konu minnar og fjölskyldu, og umfjöllun um mál forsætisráðherra Bretlands, sem var sýnt fram á að hafði raunverulega notið hags af því að vera með eignir í eiginlegu skattaskjóli,“ sagði Sigmundur og útskýrði að í sínu tilviki hafi í engu reynt að fela nokkurn hlut, reynt að stinga einhverju undan, að komast hjá því að greiða, að öllu leyti, til íslensks samfélag. Þvert á móti hafi hann gengið eins langt og hann mögulega gat í að gæta almannahagsmuna, jafnvel þó að það kostaði sig eða fjölskylduna sína einhverja peninga. Kosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06 Jóhannes Þór harðorður: Ítrekaðar lygar og blekkingar fjölmiðlamanna Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segir Jóhannes Kr. Kristjánsson hafa sagst vera skrifta fyrir sænsku sjónvarpsmennina. 29. ágúst 2016 15:21 Segja fullyrðingar Önnu Sigurlaugar um ítarupplýsingar ósannar Fréttafólkinu hafi borist svör sem öll áttu það sameiginlegt að svara ekki þeim hlutum sem spurt var um. 27. ágúst 2016 14:57 Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. 27. ágúst 2016 10:14 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
„Ég hygg að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og ég og reyndar fjölskylda mín höfum gert síðustu misseri.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, við upphaf kappræðna í kosningasjónvarpi RÚV í kvöld þar sem Wintris-málið bar á góma. Hann segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás. Þáttastjórnendurinir Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Heiðar Örn Sigurfinnsson spurðu hann hvort hann hygðist biðjast afsökunar á Wintris-málinu. Sigmundur Davíð sagði að hann og fjölskylda sín hafi alltaf staðið við allt sitt gagnvart samfélaginu og aldrei gert neina tilraun til annars. Þá sagðist hann sem stjórnmálamaður ávallt hafa tekið almannahagsmuni fram yfir eigin hagsmuni. „Ég get beðist afsökunar á ýmsu sem einstaklingur og sem stjórnmálamaður. Og sem stjórnmálamaður verður maður alltaf að reyna að bæta sig og viðurkenna það að það sé alltaf hægt að bæta sig. En það er ekki hægt að biðjast afsökunar á því sem er ekki hægt að kalla annað en ótrúlega árás sem – kom á daginn og hefur sýnt sig og verið sannað – að var tilefnislaus og ótrúlega gróf. Það breytir ekki því að ég sem stjórnmálamaður, líkt og allir aðrir stjórnmálamenn, verða stöðugt að velta fyrir sér hvað þeir geti gert betur. Og ég hef svo sannalega gert hluti sem ég hefði viljað gera öðruvísi í þessu máli og öðrum málum,“ sagði Sigmundur og bætti við að hann vildi sem stjórnmálamaður ekki bara bæta samfélagið heldur líka bæta sjálfan sig. Þáttastjórnendur spurðu fyrrverandi forsætisráðherra þá hvort honum þætti ekkert siðferðislega athugavert við það að forsætisráðherra ætti eignir á aflandseyjum. „Ég hef aldrei átt aflandsfélag.“Þú áttir eignir með eiginkonu þinni þangað til að þú seldir henni hlut á einn dollar daginn áður en ný lög tóku gildi.„Ég hef aldrei átt hlut í þessum eignum, eins og hefur reyndar verið útskýrt, mjög ítarlega og mjög vel af hálfu þeirra sem hafa farið yfir þessa reikninga alla. En það er hins vegar tilfellið að eiginkona mín átti eignir sem voru skráðar í ákveðnu landi sem hafa aldrei verið í skattaskjóli. Þetta er land sem er með tvísköttunarsamning við Ísland, upplýsingaskiptasamning við Ísland og jafnvel þó að svo hefði ekki verið þá hefði það ekki skipt máli þar sem hún hefur alla tíð gefið allt upp. Hverja einustu eign, nafn félagsins og heiti landsins á skattaskýrslu sinni,“ sagði Sigmundur Davíð.Eftir allt þetta sem að undan er gengið, alla atburðarásina sem við lýstum hérna áðan, atburði sumarsins, þú sérð enga ástæðu til að biðjast afsökunar á Wintris-málinu.„Jú ég nefndi það, ég get beðist aföskunar á mörgum hlutum, en ég get ekki beðist afsökunar á því með hvaða hætti ákveðnir aðilar, meðal annars á vegum ykkar stofnunar [RÚV], gengu fram í þessu máli.Er vandamálið þá frekar hvernig flett var ofan af málinu, frekar en gjörningurinn sjálfur, í þínum huga?„Berum saman umfjöllun um mig og mín mál, eða réttara sagt mál konu minnar og fjölskyldu, og umfjöllun um mál forsætisráðherra Bretlands, sem var sýnt fram á að hafði raunverulega notið hags af því að vera með eignir í eiginlegu skattaskjóli,“ sagði Sigmundur og útskýrði að í sínu tilviki hafi í engu reynt að fela nokkurn hlut, reynt að stinga einhverju undan, að komast hjá því að greiða, að öllu leyti, til íslensks samfélag. Þvert á móti hafi hann gengið eins langt og hann mögulega gat í að gæta almannahagsmuna, jafnvel þó að það kostaði sig eða fjölskylduna sína einhverja peninga.
Kosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06 Jóhannes Þór harðorður: Ítrekaðar lygar og blekkingar fjölmiðlamanna Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segir Jóhannes Kr. Kristjánsson hafa sagst vera skrifta fyrir sænsku sjónvarpsmennina. 29. ágúst 2016 15:21 Segja fullyrðingar Önnu Sigurlaugar um ítarupplýsingar ósannar Fréttafólkinu hafi borist svör sem öll áttu það sameiginlegt að svara ekki þeim hlutum sem spurt var um. 27. ágúst 2016 14:57 Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. 27. ágúst 2016 10:14 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45
Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06
Jóhannes Þór harðorður: Ítrekaðar lygar og blekkingar fjölmiðlamanna Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segir Jóhannes Kr. Kristjánsson hafa sagst vera skrifta fyrir sænsku sjónvarpsmennina. 29. ágúst 2016 15:21
Segja fullyrðingar Önnu Sigurlaugar um ítarupplýsingar ósannar Fréttafólkinu hafi borist svör sem öll áttu það sameiginlegt að svara ekki þeim hlutum sem spurt var um. 27. ágúst 2016 14:57
Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. 27. ágúst 2016 10:14
Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30