Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2016 07:00 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunarinnar fyrir þinglok en frysta bið- og verndarflokk svo hægt sé að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, segir hugmyndir Jóns ekki í takt við góða stjórnarhætti. Kveðið var á um í lögum um rammaáætlun að samfélagslegt og efnahagslegt mat virkjana ætti að fara fram. Faghópurinn sem átti að sjá um þann hluta komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki lagt mat á virkjanakosti sökum tímapressu og fjárskorts. „Það var ekki unnið eftir lögum við vinnu faghópa verkefnisstjórnar. Því er ekki hægt að festa í vernd ákveðnar virkjanahugmyndir og heilu landsvæðin fyrir norðan og austan,“ segir Jón. „Hér eru undir gríðarlegir hagsmunir og því þarf að vanda til verka.“ Jón telur frekari raforkuframleiðslu nauðsynlega og að hefjast þurfi handa sem fyrst. Rafmagn sé uppurið og stórframkvæmdir komist ekki á koppinn, svo sem sólarkísilverksmiðja í Hvalfirði. Hann vill því samþykkja nýtingarflokkinn en frysta hina flokkana til bráðabirgða.„Ég fullyrði að það sé meirihluti fyrir því að keyra þetta þannig út úr þinginu, að nýtingarflokkurinn fari áfram en við frestum afgreiðslu á bið- og verndarflokknum. Ég hef hins vegar sagt að þetta verði ekki gert nema í fullu samráði allra,“ bætir Jón við. Lilja Rafney segir þessar hugmyndir ekki koma til greina. „Það er alveg á hreinu að við samþykkjum ekki að slíta þetta svona í sundur,“ segir hún. „Rammaáætlun er ein heild og tökum hana þannig inn í þingið. Ég mun allavega ekki fallast á þessar hugmyndir Jóns.“ Björt Ólafsdóttir tekur í sama streng og segir augljóst að meirihluti fyrir þingsályktunartillögu umhverfisráðherra sé ekki fyrir hendi og túlkar það sem vantraust á ráðherra. „Við höfum aðeins fundað tvisvar sinnum um rammann í atvinnuveganefnd. Fyrir mér mun ekki koma til greina að slíta rammaáætlun í sundur og afgreiða bara virkjunarhlutann. Svo virðist sem ekki eigi að afgreiða málið. Sjálfstæðismenn telja of marga orkukosti flokkaða í verndarflokk,“ segir Björt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunarinnar fyrir þinglok en frysta bið- og verndarflokk svo hægt sé að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, segir hugmyndir Jóns ekki í takt við góða stjórnarhætti. Kveðið var á um í lögum um rammaáætlun að samfélagslegt og efnahagslegt mat virkjana ætti að fara fram. Faghópurinn sem átti að sjá um þann hluta komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki lagt mat á virkjanakosti sökum tímapressu og fjárskorts. „Það var ekki unnið eftir lögum við vinnu faghópa verkefnisstjórnar. Því er ekki hægt að festa í vernd ákveðnar virkjanahugmyndir og heilu landsvæðin fyrir norðan og austan,“ segir Jón. „Hér eru undir gríðarlegir hagsmunir og því þarf að vanda til verka.“ Jón telur frekari raforkuframleiðslu nauðsynlega og að hefjast þurfi handa sem fyrst. Rafmagn sé uppurið og stórframkvæmdir komist ekki á koppinn, svo sem sólarkísilverksmiðja í Hvalfirði. Hann vill því samþykkja nýtingarflokkinn en frysta hina flokkana til bráðabirgða.„Ég fullyrði að það sé meirihluti fyrir því að keyra þetta þannig út úr þinginu, að nýtingarflokkurinn fari áfram en við frestum afgreiðslu á bið- og verndarflokknum. Ég hef hins vegar sagt að þetta verði ekki gert nema í fullu samráði allra,“ bætir Jón við. Lilja Rafney segir þessar hugmyndir ekki koma til greina. „Það er alveg á hreinu að við samþykkjum ekki að slíta þetta svona í sundur,“ segir hún. „Rammaáætlun er ein heild og tökum hana þannig inn í þingið. Ég mun allavega ekki fallast á þessar hugmyndir Jóns.“ Björt Ólafsdóttir tekur í sama streng og segir augljóst að meirihluti fyrir þingsályktunartillögu umhverfisráðherra sé ekki fyrir hendi og túlkar það sem vantraust á ráðherra. „Við höfum aðeins fundað tvisvar sinnum um rammann í atvinnuveganefnd. Fyrir mér mun ekki koma til greina að slíta rammaáætlun í sundur og afgreiða bara virkjunarhlutann. Svo virðist sem ekki eigi að afgreiða málið. Sjálfstæðismenn telja of marga orkukosti flokkaða í verndarflokk,“ segir Björt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira