Flokkur fólksins gegn fátækt og spillingu Inga Sæland skrifar 22. september 2016 07:00 Ágæti lesandi. Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman. Hugsjónir sem urðu til þess að nú höfum við stofnað Flokk fólksins fyrir alla þá sem vilja berjast gegn mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt.Lögblindur kandídat í lögfræði Ég er verulega sjónskert og 75% öryrki af þeim sökum. Ég tilheyri þeim hópi sem haldið er undir fátækramörkum og er því vön að neita mér um flest þau veraldlegu gæði sem margir aðrir taka ekki eftir að þeir njóta þar sem þau eru svo sjálfsögð. Ég gleðst eðli málsins samkvæmt fyrir allra hönd sem þurfa ekki að kvíða morgundeginum og vil þess vegna að við njótum öll slíkra lífsgæða en ekki einungis sum. Ég horfi upp á eldri borgara og öryrkja sem sitja við sama borð og ég, þ.e. draga fram lífið á framfærslu undir viðurkenndum fátækramörkum. Ég hef látið mig hafa það, haldandi að ég gæti ekkert aðhafst í stöðunni, en þá vissi ég ekki um fátæku börnin okkar. Það var vitneskjan um þau sem varð til þess að ákvörðun um að stofna Flokk fólksins var tekin. Nú er svo komið að við höfum skorið upp herör gegn valdníðslu, fátækt og spillingu. Við erum komin fram og eigum listabókstafinn F og trúum því að samtakamáttur okkar sé það mikill að okkur eigi að geta borið gæfa til að leiðrétta þá mismunun, þá fátækt og það gífurlega óréttlæti sem við höfum mátt búa við svo allt of lengi.Staðreyndin um fátæku börnin Samkvæmt samantektarskýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016, þá líður 9,1% íslenskra barna mismikinn skort. Þetta eru samtals 6.107 börn og þar af eru 1.586 þeirra sem líða verulegan skort. Þetta eru börnin sem geta verið svöng þar sem þau hafa ekki nesti með sér í skólann, fá ekki að borða með hinum börnunum í hádeginu af því að foreldri/foreldrar hafa ekki ráð á að greiða fyrir skólamáltíðir. Þetta eru börnin okkar sem fá ekki tækifæri til að stunda íþróttir, læra á hljóðfæri, eignast ný föt, né heldur fylgja eftir því sem talið er falla undir eðlilega framfærslu barna almennt. Þetta eru og börnin okkar sem oftast lifa við hvað erfiðastar aðstæður heima fyrir. Að ríkjandi valdhafar skuli ekki sjá ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorglegu aðstæðum þessara barna er mér með öllu óskiljanlegt.Er eitthvað dýrmætara en börnin okkar? Svarið við spurningunni er einfalt. NEI, það er ekkert dýrmætara en þau. Litla fólkið okkar sem líður hér skort fær aldrei að njóta æskunnar, lifir oft við sult og seyru og virðist gleymast í umræðunni. Þetta eru einstaklingarnir sem eiga hvað mest á hættu að verða utangátta í samfélaginu og lenda upp á kant við lög og reglur. Við megum aldrei gleyma því að þetta er ekki þeim að kenna, þau völdu ekki þetta erfiða hlutskipti sitt og eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum æskuna sem eitt stórt refsingartímabil vanlíðunar og óhamingju. Flokkur fólksins vill taka utan um börnin okkar og tryggja það, að ekkert barn á Íslandi sé nokkurn tímann svangt vegna fátæktar.Flokkur fólksins kallar á þig Hjálpumst að við að útrýma fátækt og spillingu. Rekum burt allt okrið, græðgina og valdníðsluna og gerum það saman. Flokkur fólksins vill stokka spilin upp á nýtt og koma á verðlagi hér á landi til samræmis við það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur. Flokkur fólksins vill gera öllum kleift að lifa hér með reisn en ekki bara fáum útvöldum auðvaldsgæðingum. Þess vegna er Flokkur fólksins til. Þess vegna er Flokkur fólksins flokkurinn þinn. X við F.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti lesandi. Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman. Hugsjónir sem urðu til þess að nú höfum við stofnað Flokk fólksins fyrir alla þá sem vilja berjast gegn mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt.Lögblindur kandídat í lögfræði Ég er verulega sjónskert og 75% öryrki af þeim sökum. Ég tilheyri þeim hópi sem haldið er undir fátækramörkum og er því vön að neita mér um flest þau veraldlegu gæði sem margir aðrir taka ekki eftir að þeir njóta þar sem þau eru svo sjálfsögð. Ég gleðst eðli málsins samkvæmt fyrir allra hönd sem þurfa ekki að kvíða morgundeginum og vil þess vegna að við njótum öll slíkra lífsgæða en ekki einungis sum. Ég horfi upp á eldri borgara og öryrkja sem sitja við sama borð og ég, þ.e. draga fram lífið á framfærslu undir viðurkenndum fátækramörkum. Ég hef látið mig hafa það, haldandi að ég gæti ekkert aðhafst í stöðunni, en þá vissi ég ekki um fátæku börnin okkar. Það var vitneskjan um þau sem varð til þess að ákvörðun um að stofna Flokk fólksins var tekin. Nú er svo komið að við höfum skorið upp herör gegn valdníðslu, fátækt og spillingu. Við erum komin fram og eigum listabókstafinn F og trúum því að samtakamáttur okkar sé það mikill að okkur eigi að geta borið gæfa til að leiðrétta þá mismunun, þá fátækt og það gífurlega óréttlæti sem við höfum mátt búa við svo allt of lengi.Staðreyndin um fátæku börnin Samkvæmt samantektarskýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016, þá líður 9,1% íslenskra barna mismikinn skort. Þetta eru samtals 6.107 börn og þar af eru 1.586 þeirra sem líða verulegan skort. Þetta eru börnin sem geta verið svöng þar sem þau hafa ekki nesti með sér í skólann, fá ekki að borða með hinum börnunum í hádeginu af því að foreldri/foreldrar hafa ekki ráð á að greiða fyrir skólamáltíðir. Þetta eru börnin okkar sem fá ekki tækifæri til að stunda íþróttir, læra á hljóðfæri, eignast ný föt, né heldur fylgja eftir því sem talið er falla undir eðlilega framfærslu barna almennt. Þetta eru og börnin okkar sem oftast lifa við hvað erfiðastar aðstæður heima fyrir. Að ríkjandi valdhafar skuli ekki sjá ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorglegu aðstæðum þessara barna er mér með öllu óskiljanlegt.Er eitthvað dýrmætara en börnin okkar? Svarið við spurningunni er einfalt. NEI, það er ekkert dýrmætara en þau. Litla fólkið okkar sem líður hér skort fær aldrei að njóta æskunnar, lifir oft við sult og seyru og virðist gleymast í umræðunni. Þetta eru einstaklingarnir sem eiga hvað mest á hættu að verða utangátta í samfélaginu og lenda upp á kant við lög og reglur. Við megum aldrei gleyma því að þetta er ekki þeim að kenna, þau völdu ekki þetta erfiða hlutskipti sitt og eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum æskuna sem eitt stórt refsingartímabil vanlíðunar og óhamingju. Flokkur fólksins vill taka utan um börnin okkar og tryggja það, að ekkert barn á Íslandi sé nokkurn tímann svangt vegna fátæktar.Flokkur fólksins kallar á þig Hjálpumst að við að útrýma fátækt og spillingu. Rekum burt allt okrið, græðgina og valdníðsluna og gerum það saman. Flokkur fólksins vill stokka spilin upp á nýtt og koma á verðlagi hér á landi til samræmis við það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur. Flokkur fólksins vill gera öllum kleift að lifa hér með reisn en ekki bara fáum útvöldum auðvaldsgæðingum. Þess vegna er Flokkur fólksins til. Þess vegna er Flokkur fólksins flokkurinn þinn. X við F.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun