Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2016 23:30 Geir Þorsteinsson formaður KSÍ tjáir sig við erlenda miðla um stóra FIFA 17-málið. Vísir Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. „Ísland ekki með í FIFA 17 út af deilum um peninga“ er fyrirsögn fréttaveitunnar AFP sem fjallar um málið og er með Geir Þorsteinsson formann KSÍ í viðtali en eins og greint var frá í dag hafnaði KSÍ tilboði EA Sports þar sem þeim fannst upphæðin sem tölvuleikjaframleiðandinn bauð ekki nógu há. „Við sættum okkur ekki við slæma framkomu. Þeir buðu okkur undir tveimur milljónum króna og við gerðum þeim gagntilboð sem þeir tóku ekki,“ segir Geir við AFP. Breska ríkisútvarpið BBC fjallar einnig um ákvörðun KSÍ og talar við Geir líkt og AFP. Hann segir að EA Sports séu að kaupa ákveðin réttindi og að fyrirtækið vilji þau nánast ókeypis. „Frammistaða okkar á Evrópumótinu sýndi að við erum með gott lið og margir myndu vilja spila fyrir liðið. Þetta er leiðinlegt fyrir leikmennina en gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports,“ segir Geir í samtali við BBC. Upphæðin sem EA Sports borgar liðum sem eru í FIFA 17 veitir réttindi til að nota vörumerki og myndir. „Mér finnst að ef við erum að láta frá okkur réttindi, eða að bjóða réttindi, þá verða að vera almennilegar samningaviðræður og viðeigandi upphæðir. Mér fannst þetta ekki gert á opinn og sanngjarnan hátt,“ hefur BBC eftir Geir. Þá er einnig fjallað um þessa ákvörðun KSÍ, sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru heldur ósáttir við, á vef Sky, á vef breska blaðsins Telegraph, hjá The Times of India og á nýsjálenska vefnum IOL. Ákvörðun KSÍ var gagnrýnd víða í dag og vilja margir meina að sambandið hafi þarna látið sér gullið tækifæri til öflugar markaðssetningar á íslenskri knattspyrnu úr greipum ganga. Í viðtali í Akraborginni sagðist Geir hafa nálgast tilboð EA Sports eins og viðskiptatækifæri. „Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. „Ísland ekki með í FIFA 17 út af deilum um peninga“ er fyrirsögn fréttaveitunnar AFP sem fjallar um málið og er með Geir Þorsteinsson formann KSÍ í viðtali en eins og greint var frá í dag hafnaði KSÍ tilboði EA Sports þar sem þeim fannst upphæðin sem tölvuleikjaframleiðandinn bauð ekki nógu há. „Við sættum okkur ekki við slæma framkomu. Þeir buðu okkur undir tveimur milljónum króna og við gerðum þeim gagntilboð sem þeir tóku ekki,“ segir Geir við AFP. Breska ríkisútvarpið BBC fjallar einnig um ákvörðun KSÍ og talar við Geir líkt og AFP. Hann segir að EA Sports séu að kaupa ákveðin réttindi og að fyrirtækið vilji þau nánast ókeypis. „Frammistaða okkar á Evrópumótinu sýndi að við erum með gott lið og margir myndu vilja spila fyrir liðið. Þetta er leiðinlegt fyrir leikmennina en gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports,“ segir Geir í samtali við BBC. Upphæðin sem EA Sports borgar liðum sem eru í FIFA 17 veitir réttindi til að nota vörumerki og myndir. „Mér finnst að ef við erum að láta frá okkur réttindi, eða að bjóða réttindi, þá verða að vera almennilegar samningaviðræður og viðeigandi upphæðir. Mér fannst þetta ekki gert á opinn og sanngjarnan hátt,“ hefur BBC eftir Geir. Þá er einnig fjallað um þessa ákvörðun KSÍ, sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru heldur ósáttir við, á vef Sky, á vef breska blaðsins Telegraph, hjá The Times of India og á nýsjálenska vefnum IOL. Ákvörðun KSÍ var gagnrýnd víða í dag og vilja margir meina að sambandið hafi þarna látið sér gullið tækifæri til öflugar markaðssetningar á íslenskri knattspyrnu úr greipum ganga. Í viðtali í Akraborginni sagðist Geir hafa nálgast tilboð EA Sports eins og viðskiptatækifæri. „Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45