GoPro snýr sér að drónunum Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 16:45 Karma á flugi. Vísir/AFP Myndavélaframleiðandinn GoPro hefur nú hafið sókn á drónamarkaðinn. Fyrirtækið kynnti í gær drónann Karma og myndavélarnar Hero 5 Black og Hero 5 Session (ódýrari týpan). Án efa var það dróninni sem hefur vakið meiri athygli. GoPro hefur átt í vandræðum í ár og hefur ekki tekist að skila hagnaði. Tekjur fyrirtækisins hafa minnkað um allt að helming á milli ársfjórðunga. Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur lofað hluthöfum að fyrirtækið muni skila hagnaði á árinu og segir að það markmið standi enn. Hann segir nýju vörur þeirra vera þær bestu sem fyrirtækið hafi framleitt.Hér má sjá auglýsingu fyrir Hero 5 og Karma. Staðreyndin er hins vegar sú að markaðurinn sem GoPro opnaði er orðinn þéttsetinn. Þá verða myndavélar í símum og öðrum tækjum sífellt betri.Það fer lítið fyrir Karma Dróninn Karma er ekki fyrirferðarmikill og er hægt að brjóta hann saman og koma honum fyrir í þar til gerðum bakpoka. Þá er dróninn mjög léttur og hámarkshraði hans er um 55 kílómetrar á klukkustund. Hægt er að fljúga honum í um kílómeters fjarlægð og dugar rafhlaða hans í um tuttugu mínútur. Karma fylgir sérstök fjarstýring með skjá svo snjallsími er ekki nauðsynlegur til að fljúga honum eins og með svo marga aðra dróna. Það sem dróninn hefur ekki er búnaður sem kemur í veg fyrir að hann fljúgi á manneskjur eða veggi. Blaðamaður Verge fer yfir helstu kosti og ókosti Karma.Hero 5 Black er vatnsheld svo ekki er nauðsynlegt að hafa hulstur utan um hana eins og fyrri myndavélar GoPro. Hún er raddstýrð og býr yfir búnaði sem kemur í veg fyrir hristing á myndböndum og myndum sem teknar eru. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Myndavélaframleiðandinn GoPro hefur nú hafið sókn á drónamarkaðinn. Fyrirtækið kynnti í gær drónann Karma og myndavélarnar Hero 5 Black og Hero 5 Session (ódýrari týpan). Án efa var það dróninni sem hefur vakið meiri athygli. GoPro hefur átt í vandræðum í ár og hefur ekki tekist að skila hagnaði. Tekjur fyrirtækisins hafa minnkað um allt að helming á milli ársfjórðunga. Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur lofað hluthöfum að fyrirtækið muni skila hagnaði á árinu og segir að það markmið standi enn. Hann segir nýju vörur þeirra vera þær bestu sem fyrirtækið hafi framleitt.Hér má sjá auglýsingu fyrir Hero 5 og Karma. Staðreyndin er hins vegar sú að markaðurinn sem GoPro opnaði er orðinn þéttsetinn. Þá verða myndavélar í símum og öðrum tækjum sífellt betri.Það fer lítið fyrir Karma Dróninn Karma er ekki fyrirferðarmikill og er hægt að brjóta hann saman og koma honum fyrir í þar til gerðum bakpoka. Þá er dróninn mjög léttur og hámarkshraði hans er um 55 kílómetrar á klukkustund. Hægt er að fljúga honum í um kílómeters fjarlægð og dugar rafhlaða hans í um tuttugu mínútur. Karma fylgir sérstök fjarstýring með skjá svo snjallsími er ekki nauðsynlegur til að fljúga honum eins og með svo marga aðra dróna. Það sem dróninn hefur ekki er búnaður sem kemur í veg fyrir að hann fljúgi á manneskjur eða veggi. Blaðamaður Verge fer yfir helstu kosti og ókosti Karma.Hero 5 Black er vatnsheld svo ekki er nauðsynlegt að hafa hulstur utan um hana eins og fyrri myndavélar GoPro. Hún er raddstýrð og býr yfir búnaði sem kemur í veg fyrir hristing á myndböndum og myndum sem teknar eru.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira