Skatturinn á eftir Airbnb Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. september 2016 07:00 Airbnb-leigusölum hefur fjölgað um nokkur hundruð prósent í Danmörku á fáeinum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Danska ríkisstjórnin vill að vefsíðan Airbnb, sem er risastór leigumarkaður fyrir ferðamenn, veiti skattayfirvöldum í Danmörku upplýsingar um leigutekjur Dana. Hærri frádráttur leigusala yrði háður því að upplýsingarnar komi frá Airbnb en ekki leigusalanum sjálfum. Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að hingað til hafi Airbnb aldrei afhent slíkar upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja. Bent er á að þeir sem leigja út húsnæði sitt í skammtímaleigu þéni vel og að Airbnb fái ákveðið hlutfall af tekjunum. Fyrirtækið er starfrækt í yfir 190 löndum og 35 þúsundum bæja. Víða um heim reyni yfirvöld að fá Airbnb til að afhenda gögn um hverjir leigusalarnir eru og hversu mikið þeir þéna. Við fyrirspurn danska ríkisútvarpsins greinir Airbnb frá því að almennt þéni danskir leigusalar 13.800 danskar krónur á ári með því að leigja húsnæði sitt út í 22 nætur að meðaltali. Nú er lágmarksfrádrátturinn 24 þúsund danskar krónur á ári leigi menn út húsnæði, sem þeir búa í, í skammtímaleigu. Danska ríkisstjórnin er reiðubúin að hækka frádráttinn í 34 þúsund danskar krónur komi upplýsingarnar um tekjurnar sjálfkrafa frá Airbnb.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Blaðamaður BBC lýsir samskiptum borgaryfirvalda og vefsíðna á borð við AirBnb sem stríði. 14. ágúst 2016 22:01 Í Ríó græða Airbnb- salar þrjá milljarða Vegna Ólympíuleikanna í Ríó hefur eftirspurn eftir hótelum og húsnæði margfaldast. 11. ágúst 2016 07:00 Lögregla og skattstjóri bönkuðu óvænt upp á hjá fjölda Airbnb-leigusala Áttatíu prósent þeirra sem voru heimsóttir voru ekki með leyfi og eiga von á sektum. 21. júlí 2016 10:30 Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danska ríkisstjórnin vill að vefsíðan Airbnb, sem er risastór leigumarkaður fyrir ferðamenn, veiti skattayfirvöldum í Danmörku upplýsingar um leigutekjur Dana. Hærri frádráttur leigusala yrði háður því að upplýsingarnar komi frá Airbnb en ekki leigusalanum sjálfum. Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að hingað til hafi Airbnb aldrei afhent slíkar upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja. Bent er á að þeir sem leigja út húsnæði sitt í skammtímaleigu þéni vel og að Airbnb fái ákveðið hlutfall af tekjunum. Fyrirtækið er starfrækt í yfir 190 löndum og 35 þúsundum bæja. Víða um heim reyni yfirvöld að fá Airbnb til að afhenda gögn um hverjir leigusalarnir eru og hversu mikið þeir þéna. Við fyrirspurn danska ríkisútvarpsins greinir Airbnb frá því að almennt þéni danskir leigusalar 13.800 danskar krónur á ári með því að leigja húsnæði sitt út í 22 nætur að meðaltali. Nú er lágmarksfrádrátturinn 24 þúsund danskar krónur á ári leigi menn út húsnæði, sem þeir búa í, í skammtímaleigu. Danska ríkisstjórnin er reiðubúin að hækka frádráttinn í 34 þúsund danskar krónur komi upplýsingarnar um tekjurnar sjálfkrafa frá Airbnb.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Blaðamaður BBC lýsir samskiptum borgaryfirvalda og vefsíðna á borð við AirBnb sem stríði. 14. ágúst 2016 22:01 Í Ríó græða Airbnb- salar þrjá milljarða Vegna Ólympíuleikanna í Ríó hefur eftirspurn eftir hótelum og húsnæði margfaldast. 11. ágúst 2016 07:00 Lögregla og skattstjóri bönkuðu óvænt upp á hjá fjölda Airbnb-leigusala Áttatíu prósent þeirra sem voru heimsóttir voru ekki með leyfi og eiga von á sektum. 21. júlí 2016 10:30 Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Blaðamaður BBC lýsir samskiptum borgaryfirvalda og vefsíðna á borð við AirBnb sem stríði. 14. ágúst 2016 22:01
Í Ríó græða Airbnb- salar þrjá milljarða Vegna Ólympíuleikanna í Ríó hefur eftirspurn eftir hótelum og húsnæði margfaldast. 11. ágúst 2016 07:00
Lögregla og skattstjóri bönkuðu óvænt upp á hjá fjölda Airbnb-leigusala Áttatíu prósent þeirra sem voru heimsóttir voru ekki með leyfi og eiga von á sektum. 21. júlí 2016 10:30
Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49