Stenson og Rose hefja leik fyrir Evrópu eins og síðast Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2016 08:00 Stenson og Rose börðust um sigurinn á ÓL en eru nú samherjar á ný. vísir/getty Svíinn Henrik Stenson og Englendingurinn Justin Rose hefja leik fyrir evrópska liðið í Ryder-bikarnum þegar fjórmenningur fer af stað í dag en þeir voru einnig í fyrsta teymi Evrópumanna í Ryder-bikarnum á Gleneagles fyrir tveimur árum síðan. Tvíeykið kom Evrópu í gang með 5/4 sigri á Bubba Watson og Webb Simpson en Evrópa vann öruggan sigur á heimavelli fyrir tveimur árum og er evrópska liðið nú búið að vinna þrisvar í röð.Sjá einnig:Bandarískur golfdólgur pakkaði Stenson saman og græddi 200 dali Stenson og Rose börðust um sigur á Ólympíuleikunum þar sem sá enski hafði betur en Stenson hefur verið í svakalegu formi í ár og varð fyrsti Svíinn í karlaflokki til að vinna opna breska meistaramótið í sumar. Stenson og Rose mæta Patric Reed og Jordan Spieth, en Ryder-bikarinn hefst í hádeginu og byrjar bein útsending á Golfstöðinni klukkan 12.30. Rory McIlroy og nýliðinn Andy Sullivan eru saman í fjórmenningi í dag en þeir mæta Phil Mickelson og Rickel Fowler. Martin Kamyer og Sergio Garcia takast svo á við Jimmy Walker og Zach Johnson. Í síðasta holli mæta svo Evrópumennirnir Lee Westwood og nýliðinn Thomas Pieters Bandaríkjamönnunum Matt Kuchar og Dustin Johnson.Pörin í fjórmenningi.mynd/rydercup.com Golf Tengdar fréttir Áhorfendur eiga eftir að jarða Willett Dónaleg ummæli Peter Willett, bróður Danny Willett, eiga eftir að koma niður á Danny í Ryder-bikarnum enda má hann búast við köldum móttökum. 29. september 2016 13:00 Pressan er á bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum Það er þjóðhátíð fram undan hjá golfáhugamönnum þar sem Ryder-bikarinn hefst á morgun. Evrópa hefur unnið þrjú síðustu mót og Bandaríkjamenn ætla að vinna bikarinn til baka á heimavelli. 29. september 2016 06:00 Þú vinnur ekki Ryder Cup með munninum Bandarískir fjölmiðlar hafa verið staðnir að því að gera lítið úr Ryder Cup-liði Evrópu og það fer ekki vel í Spánverjann Sergio Garcia. 28. september 2016 11:30 Bandarískur golfdólgur pakkaði Stenson saman og græddi 200 dali | Myndband Stuðningsmaður Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum truflaði Henrik Stenson og setti svo púttið hans niður. 29. september 2016 19:23 Baðst afsökunar á svívirðingum bróður síns Enski kylfingurinn Danny Willett hefur þurft að biðjast afsökunar á dónalegum orðum bróður síns í aðdraganda Ryder Cup. 29. september 2016 10:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson og Englendingurinn Justin Rose hefja leik fyrir evrópska liðið í Ryder-bikarnum þegar fjórmenningur fer af stað í dag en þeir voru einnig í fyrsta teymi Evrópumanna í Ryder-bikarnum á Gleneagles fyrir tveimur árum síðan. Tvíeykið kom Evrópu í gang með 5/4 sigri á Bubba Watson og Webb Simpson en Evrópa vann öruggan sigur á heimavelli fyrir tveimur árum og er evrópska liðið nú búið að vinna þrisvar í röð.Sjá einnig:Bandarískur golfdólgur pakkaði Stenson saman og græddi 200 dali Stenson og Rose börðust um sigur á Ólympíuleikunum þar sem sá enski hafði betur en Stenson hefur verið í svakalegu formi í ár og varð fyrsti Svíinn í karlaflokki til að vinna opna breska meistaramótið í sumar. Stenson og Rose mæta Patric Reed og Jordan Spieth, en Ryder-bikarinn hefst í hádeginu og byrjar bein útsending á Golfstöðinni klukkan 12.30. Rory McIlroy og nýliðinn Andy Sullivan eru saman í fjórmenningi í dag en þeir mæta Phil Mickelson og Rickel Fowler. Martin Kamyer og Sergio Garcia takast svo á við Jimmy Walker og Zach Johnson. Í síðasta holli mæta svo Evrópumennirnir Lee Westwood og nýliðinn Thomas Pieters Bandaríkjamönnunum Matt Kuchar og Dustin Johnson.Pörin í fjórmenningi.mynd/rydercup.com
Golf Tengdar fréttir Áhorfendur eiga eftir að jarða Willett Dónaleg ummæli Peter Willett, bróður Danny Willett, eiga eftir að koma niður á Danny í Ryder-bikarnum enda má hann búast við köldum móttökum. 29. september 2016 13:00 Pressan er á bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum Það er þjóðhátíð fram undan hjá golfáhugamönnum þar sem Ryder-bikarinn hefst á morgun. Evrópa hefur unnið þrjú síðustu mót og Bandaríkjamenn ætla að vinna bikarinn til baka á heimavelli. 29. september 2016 06:00 Þú vinnur ekki Ryder Cup með munninum Bandarískir fjölmiðlar hafa verið staðnir að því að gera lítið úr Ryder Cup-liði Evrópu og það fer ekki vel í Spánverjann Sergio Garcia. 28. september 2016 11:30 Bandarískur golfdólgur pakkaði Stenson saman og græddi 200 dali | Myndband Stuðningsmaður Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum truflaði Henrik Stenson og setti svo púttið hans niður. 29. september 2016 19:23 Baðst afsökunar á svívirðingum bróður síns Enski kylfingurinn Danny Willett hefur þurft að biðjast afsökunar á dónalegum orðum bróður síns í aðdraganda Ryder Cup. 29. september 2016 10:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Áhorfendur eiga eftir að jarða Willett Dónaleg ummæli Peter Willett, bróður Danny Willett, eiga eftir að koma niður á Danny í Ryder-bikarnum enda má hann búast við köldum móttökum. 29. september 2016 13:00
Pressan er á bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum Það er þjóðhátíð fram undan hjá golfáhugamönnum þar sem Ryder-bikarinn hefst á morgun. Evrópa hefur unnið þrjú síðustu mót og Bandaríkjamenn ætla að vinna bikarinn til baka á heimavelli. 29. september 2016 06:00
Þú vinnur ekki Ryder Cup með munninum Bandarískir fjölmiðlar hafa verið staðnir að því að gera lítið úr Ryder Cup-liði Evrópu og það fer ekki vel í Spánverjann Sergio Garcia. 28. september 2016 11:30
Bandarískur golfdólgur pakkaði Stenson saman og græddi 200 dali | Myndband Stuðningsmaður Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum truflaði Henrik Stenson og setti svo púttið hans niður. 29. september 2016 19:23
Baðst afsökunar á svívirðingum bróður síns Enski kylfingurinn Danny Willett hefur þurft að biðjast afsökunar á dónalegum orðum bróður síns í aðdraganda Ryder Cup. 29. september 2016 10:30