Styrktartónleikar handa Stefáni Karli: "Sýnir hversu elskaður hann er“ Sara McMahon skrifar 30. september 2016 10:00 Tónleikar til styrktar leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni og fjölskyldu hans fara fram á mánudag. Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Vísir/Valli Þetta er mikið áfall fyrir Stefán Karl og hans fjölskyldu og á margan hátt líka „ökónómískt“ áfall, þess vegna langaði okkur að leggja þeim lið. Og það var eins og við manninn mælt, það vildu allir vera með og við vorum enga stund að fylla dagskrána fyrir kvöldið," segir Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, um styrktartónleika sem fram fara í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Allur ágóði tónleikanna rennur til leikarans Stefáns Karls Stefánssonar og fjölskyldu hans, en Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Áætlað er að Stefán Karl fari í flókna aðgerð á þriðjudag þar sem læknar munu reyna að fjarlægja meinið. Dagskrá kvöldsins er glæsileg og á meðal þeirra er munu koma fram eru Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson, Selma Björnsdóttir, Salka Sól, Úlfur Úlfur og Edda Björgvinsdóttir, sem flest hafa starfað með Stefáni Karli.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta sýnir bara hversu elskaður hann er. Þetta er allt fólk sem hefur starfað með honum eða þekkir hann. Laddi er hans mikla fyrirmynd í leiklistinni og hann langaði mikið til að gleðja Stebba og leggja sitt af mörkum. Það var nokkur eftirspurn að heyra mig syngja en því miður var búið að fylla alla dagskrána þegar sú ósk barst inn á borð, sem er mikið högg fyrir mig persónulega," segir Ari. Að hans sögn hefur sala á miðum farið vel af stað og líklegt er að uppselt verði á viðburðinn. "Ég veit ekki hvort Stebbi mæti á tónleikana því hann fer í aðgerðina á þriðjudagsmorgni, en Steina, kona hans, ætlar að reyna að mæta. Ég vil bara fá hann í vinnu aftur sem allra fyrst. Það viljum við öll," segir leikhússtjórinn að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og hægt er að kaupa miða á heimasíðu Þjóðleikhússins. Þeim er vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á söfnunarreikninginn 0301-26-1909 og kennitala 710269-2709. Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Þetta er mikið áfall fyrir Stefán Karl og hans fjölskyldu og á margan hátt líka „ökónómískt“ áfall, þess vegna langaði okkur að leggja þeim lið. Og það var eins og við manninn mælt, það vildu allir vera með og við vorum enga stund að fylla dagskrána fyrir kvöldið," segir Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, um styrktartónleika sem fram fara í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Allur ágóði tónleikanna rennur til leikarans Stefáns Karls Stefánssonar og fjölskyldu hans, en Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Áætlað er að Stefán Karl fari í flókna aðgerð á þriðjudag þar sem læknar munu reyna að fjarlægja meinið. Dagskrá kvöldsins er glæsileg og á meðal þeirra er munu koma fram eru Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson, Selma Björnsdóttir, Salka Sól, Úlfur Úlfur og Edda Björgvinsdóttir, sem flest hafa starfað með Stefáni Karli.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta sýnir bara hversu elskaður hann er. Þetta er allt fólk sem hefur starfað með honum eða þekkir hann. Laddi er hans mikla fyrirmynd í leiklistinni og hann langaði mikið til að gleðja Stebba og leggja sitt af mörkum. Það var nokkur eftirspurn að heyra mig syngja en því miður var búið að fylla alla dagskrána þegar sú ósk barst inn á borð, sem er mikið högg fyrir mig persónulega," segir Ari. Að hans sögn hefur sala á miðum farið vel af stað og líklegt er að uppselt verði á viðburðinn. "Ég veit ekki hvort Stebbi mæti á tónleikana því hann fer í aðgerðina á þriðjudagsmorgni, en Steina, kona hans, ætlar að reyna að mæta. Ég vil bara fá hann í vinnu aftur sem allra fyrst. Það viljum við öll," segir leikhússtjórinn að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og hægt er að kaupa miða á heimasíðu Þjóðleikhússins. Þeim er vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á söfnunarreikninginn 0301-26-1909 og kennitala 710269-2709.
Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52