Hamfaraflóðin gera Kötlu sérstaka Svavar Hávarðsson skrifar 8. október 2016 11:00 Eldsumbrotin í Grímsvötnum árið 2011 gætu líkst fremur litlu Kötlugosi að stærð en flóðin frá þessum eldstöðvum eru þó eins og svart og hvítt þegar kemur að stærð og eyðileggingarmætti. Fréttablaðið/EGill Langri jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli er lokið að talið er, þó framhaldið sé óljóst. Virknin í Kötluöskjunni síðastliðna tvo mánuði er meiri en verið hefur undanfarin ár og í ljósi þess hve langt er liðið frá síðasta gosi spyrja menn sig eðlilega að því hvort Katla sé að vakna. En af hverju erum við svona hrædd við Kötlugos – er ástæða til þess að óttast umbrot í þessari eldstöð sérstaklega?Heimildir spanna níu gos „Katla er vissulega ein af öflugustu og virkustu megineldstöðvum landsins – við megum aldrei gleyma því. Hún á að baki 100 til 200 eldsumbrot hið minnsta, bara á nokkrum árþúsundum,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, þegar þessar spurningar eru bornar undir hann. Til eru samtímaheimildir um ein níu Kötlugos, frá 1580 að telja, sum stór eins og 1755 og 1918, en önnur aflminni, segir Ari Trausti og bætir við að tjón af um 20 Kötlugosum á tímum Íslandsbyggðar hafi verið verulegt, einkum á grónu landi, bústofni og sveitabýlum. „Jökulhlaupin eru gríðarstór, um 100-falt vatnsmeiri en úr Eyjafjallajökli 2010 og að minnsta kosti fjórum til fimm sinnum öflugri en vatnsflóðin á Skeiðarársandi 1996, eftir eldgosið í Gjálp. Stundum hefur öskufall verið afar mikið næst eldfjallinu og um og yfir milljarður rúmmetra af gjósku ruðst upp um jökulinn. Mjög þykk gjóska er erfið viðureignar og áhrif gjóskufalls geta staðið alllengi eins og menn muna eftir eldgosin 2010 í Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum 2011 en þá sluppum við nokkuð vel frá öllu saman, þrátt fyrir allt.“Eðlilegt að óttast Kötlu Að sögn Ara Trausta er það ekki undarlegt að menn hafi vissan beyg af Kötlu, einmitt núna þegar betur árar en árin eftir hrunið, og þegar horft er til vega, raflína, býla, ýmissa mannvirkja og bæði ferðaþjónustu, samgangna og landbúnaðar svo það helsta sé nefnt. Engu sé hægt að spá um hvernig fer í næsta gosi. „Við vitum lítið um slys eða manntjón af völdum Kötlugosa og Kötluhlaupa en sennilega er hvorugt meginástæða þess að við erum vör um okkur frammi fyrir Kötlu gömlu, heldur óvissa um stærð næsta goss, um hvernig gjóskufall verður og hvar og hvaða hlaupleið verður í húfi. Þær eru nefnilega þrjár, allt eftir því hvar gossprungan undir jökli opnast. Algengast er að hlaupin geysist fram Mýrdalssand. Þar getur orðið tjón á landi við jaðra sandsins til beggja höfuðátta og Vík er ávallt í vissri áhættu, einkum ef mikið vatn leggst til vesturs eða ef hlaupið magnar upp nokkuð stóra flóðöldu þegar það mætir hafinu,“ segir Ari Trausti. Önnur hlaupleið er fram úr Sólheimajökli og um Sólheimasand, jafnvel Skógasand líka, en það fer eftir stærð og afli hlaupsins. Langt er síðan það gerðist og enn lengra frá því að hlaup leitaði í norður úr Entujökli og niður eftir Markarfljótsaurum. Um það vitna frægar, forsögulegar birkitrjáaleifar undan Fljótshlíð. „Auðvitað erum við smeyk við hlaup þessar tvær síðarnefndu leiðir og þá sér í lagi þá seinni, einfaldlega vegna þess að nokkuð víðfeðmar sveita- og sumarbústaðabyggðir eru þá í hættu. Allt er þetta vel þekkt og brottflutningsáætlanir, lokanir og aðrar viðbragðsáætlanir til reiðu og ferlin æfð, fyrir alla þrjá möguleikana. Á það verðum að treysta og svo vöktunarkerfið og almannavarnaskipulagið,“ segir Ari Trausti. Um 20 til 30 eldgos verða á hverri öld hér á landi og landsmenn standa ávallt frammi fyrir misalvarlegum atburðum, eða kannski ósköp venjulegum og hættulausum eldsumbrotum, og Ari Trausti bætir við: „Einhvers konar sambland af æðruleysi, beyg og dugnaði hefur eflaust einkennt okkur alla tíð frammi fyrir eldstöðvunum og gerir áfram. Katla bærir á sér nú fljótlega, áður en árið er úti eða einhvern tímann seinna. Hvernig sem fer og hvort sem það gos verður lítið eða stórt getum við aðeins mætt því með þekkingu og samstöðu, ef á reynir.“Katla er ein stærsta eldstöð landsins.vísir/vilhelmUndir smásjánni Kötlueldstöðin hefur verið undir smásjá vísindamanna um langt skeið, en þó vita menn ekki enn hvernig forleikurinn að eldgosi verður nákvæmlega. Ástæðan er einfaldlega sú að tæp öld er liðin frá síðasta stóra gosi í Kötlu eða árið 1918, eins og áður segir. Hins vegar er margt vitað sem er tíundað í gögnum Almannavarna og fjölmörgum greinum færustu vísindamanna okkar á þessu sviði. Þegar gögnin eru rýnd birtast staðreyndir um eldgos fyrri tíma í Kötlu sem eiga sér enga hliðstæðu við það sem núlifandi Íslendingar hafa upplifað. Ef eitthvað skal sérstaklega tiltekið þá eru það hamfaraflóðin sem Katla hefur sent frá sér gegnum aldirnar sem sérstaklega vekja athygli og gera Kötlueldstöðina sérstaka, eins og Ari Trausti vísar til. Auðvitað er það erfitt fyrir leikmenn að meta þær upplýsingar sem liggja fyrir þar sem helstu stærðum við hamfaraflóð frá Kötlu er lýst. Flóð sem er 300.000 rúmmetrar á sekúndu er erfitt að gera sér í hugarlund. Í gögnum eru þó lýsingar sem hjálpa til, og undirstrika hvaða kraftar geta leyst úr læðingi ef flóðið frá Kötlu nær þeirri stærð sem sögulegar heimildir greina frá. Þar má nefna þá staðreynd að í hverju hlaupi hefur strandlínan færst út um mörg hundruð metra, jafnvel kílómetra – á margra kílómetra kafla. Til að ímynda sér stærð flóðsins þá er góður mælikvarði að jökulstykkin sem bárust með flóðinu í gosinu árið 1918 voru á stærð við fjölbýlishús. Sandurinn hækkaði víða um fimm metra á flóðaleiðinni og mest um 20 metra. Heimildir greina frá því að það gengur kraftaverki næst að þeir sem voru á ferð um Mýrdalssand þennan dag sluppu þaðan lifandi.Ekkert stenst flauminn Það er ljóst að Kötlugos mun hafa í för með sér mikla röskun á daglegu lífi landsmanna um lengri eða skemmri tíma. Í svari frá Vegagerðinni við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að öll samgöngumannvirki eru í hættu og mun ekkert þeirra standast Kötluflóð á helstu flóðaleiðum – hvort sem það eru flóðgarðar, vegir eða brýr. Vikur eða mánuði mun taka að opna leiðina um Mýrdalssand til bráðabirgða, og fátt annað hægt en að setja upp malarslóða og bráðabirgðabrýr á margra tuga kílómetra kafla. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir hleypur á hundruðum milljóna eða milljörðum. Að koma öllu í samt horf mun taka ár eða tvö. Næstu eldsumbrotum í Kötlu mætir tæknisamfélag í fyrsta skipti svo sá kafli sögunnar um áhrif umbrotanna er enn óskrifaður. Fleira hefur gjörbreyst, en það lýtur að því að umferð um svæðið er mjög mikil – og ekki síst vegna síaukins ferðamannastraums. Frétt sem undirritaður skrifaði fyrir nokkrum árum kemur því upp í hugann þar sem ferðamenn við Kötlurætur voru spurðir að því hvað þeir vissu um svæðið sem þeir voru að skoða. Svar þeirra flestra var á þeim nótum að þeir vissu einfaldlega ekki að undir jöklinum sem þeir stóðu við var eldstöð – hvað þá að þeir vissu um afl hennar eða eyðingarmátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öflugustu jarðskjálftahrinu í Kötlu í áratugi lokið Öflugastu jarðskjálftahrinu sem komið hefur í Kötlu í áratugi er lokið og búið er að opna aftur veginn að Sólheimajökli. Óvissustig er þó enn í gildi. 3. október 2016 18:30 Órói í Kötlu: Óvissuástandið fyrst og fremst varúðarráðstöfun Yfirvöld vilja hafa vaðið fyrir neðan sig komi til eldgoss. 30. september 2016 23:30 Skjálfti upp á 3,2 stig í Mýrdalsjökli Skjálftinn varð klukkan 6:10 í morgun. 6. október 2016 08:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Langri jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli er lokið að talið er, þó framhaldið sé óljóst. Virknin í Kötluöskjunni síðastliðna tvo mánuði er meiri en verið hefur undanfarin ár og í ljósi þess hve langt er liðið frá síðasta gosi spyrja menn sig eðlilega að því hvort Katla sé að vakna. En af hverju erum við svona hrædd við Kötlugos – er ástæða til þess að óttast umbrot í þessari eldstöð sérstaklega?Heimildir spanna níu gos „Katla er vissulega ein af öflugustu og virkustu megineldstöðvum landsins – við megum aldrei gleyma því. Hún á að baki 100 til 200 eldsumbrot hið minnsta, bara á nokkrum árþúsundum,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, þegar þessar spurningar eru bornar undir hann. Til eru samtímaheimildir um ein níu Kötlugos, frá 1580 að telja, sum stór eins og 1755 og 1918, en önnur aflminni, segir Ari Trausti og bætir við að tjón af um 20 Kötlugosum á tímum Íslandsbyggðar hafi verið verulegt, einkum á grónu landi, bústofni og sveitabýlum. „Jökulhlaupin eru gríðarstór, um 100-falt vatnsmeiri en úr Eyjafjallajökli 2010 og að minnsta kosti fjórum til fimm sinnum öflugri en vatnsflóðin á Skeiðarársandi 1996, eftir eldgosið í Gjálp. Stundum hefur öskufall verið afar mikið næst eldfjallinu og um og yfir milljarður rúmmetra af gjósku ruðst upp um jökulinn. Mjög þykk gjóska er erfið viðureignar og áhrif gjóskufalls geta staðið alllengi eins og menn muna eftir eldgosin 2010 í Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum 2011 en þá sluppum við nokkuð vel frá öllu saman, þrátt fyrir allt.“Eðlilegt að óttast Kötlu Að sögn Ara Trausta er það ekki undarlegt að menn hafi vissan beyg af Kötlu, einmitt núna þegar betur árar en árin eftir hrunið, og þegar horft er til vega, raflína, býla, ýmissa mannvirkja og bæði ferðaþjónustu, samgangna og landbúnaðar svo það helsta sé nefnt. Engu sé hægt að spá um hvernig fer í næsta gosi. „Við vitum lítið um slys eða manntjón af völdum Kötlugosa og Kötluhlaupa en sennilega er hvorugt meginástæða þess að við erum vör um okkur frammi fyrir Kötlu gömlu, heldur óvissa um stærð næsta goss, um hvernig gjóskufall verður og hvar og hvaða hlaupleið verður í húfi. Þær eru nefnilega þrjár, allt eftir því hvar gossprungan undir jökli opnast. Algengast er að hlaupin geysist fram Mýrdalssand. Þar getur orðið tjón á landi við jaðra sandsins til beggja höfuðátta og Vík er ávallt í vissri áhættu, einkum ef mikið vatn leggst til vesturs eða ef hlaupið magnar upp nokkuð stóra flóðöldu þegar það mætir hafinu,“ segir Ari Trausti. Önnur hlaupleið er fram úr Sólheimajökli og um Sólheimasand, jafnvel Skógasand líka, en það fer eftir stærð og afli hlaupsins. Langt er síðan það gerðist og enn lengra frá því að hlaup leitaði í norður úr Entujökli og niður eftir Markarfljótsaurum. Um það vitna frægar, forsögulegar birkitrjáaleifar undan Fljótshlíð. „Auðvitað erum við smeyk við hlaup þessar tvær síðarnefndu leiðir og þá sér í lagi þá seinni, einfaldlega vegna þess að nokkuð víðfeðmar sveita- og sumarbústaðabyggðir eru þá í hættu. Allt er þetta vel þekkt og brottflutningsáætlanir, lokanir og aðrar viðbragðsáætlanir til reiðu og ferlin æfð, fyrir alla þrjá möguleikana. Á það verðum að treysta og svo vöktunarkerfið og almannavarnaskipulagið,“ segir Ari Trausti. Um 20 til 30 eldgos verða á hverri öld hér á landi og landsmenn standa ávallt frammi fyrir misalvarlegum atburðum, eða kannski ósköp venjulegum og hættulausum eldsumbrotum, og Ari Trausti bætir við: „Einhvers konar sambland af æðruleysi, beyg og dugnaði hefur eflaust einkennt okkur alla tíð frammi fyrir eldstöðvunum og gerir áfram. Katla bærir á sér nú fljótlega, áður en árið er úti eða einhvern tímann seinna. Hvernig sem fer og hvort sem það gos verður lítið eða stórt getum við aðeins mætt því með þekkingu og samstöðu, ef á reynir.“Katla er ein stærsta eldstöð landsins.vísir/vilhelmUndir smásjánni Kötlueldstöðin hefur verið undir smásjá vísindamanna um langt skeið, en þó vita menn ekki enn hvernig forleikurinn að eldgosi verður nákvæmlega. Ástæðan er einfaldlega sú að tæp öld er liðin frá síðasta stóra gosi í Kötlu eða árið 1918, eins og áður segir. Hins vegar er margt vitað sem er tíundað í gögnum Almannavarna og fjölmörgum greinum færustu vísindamanna okkar á þessu sviði. Þegar gögnin eru rýnd birtast staðreyndir um eldgos fyrri tíma í Kötlu sem eiga sér enga hliðstæðu við það sem núlifandi Íslendingar hafa upplifað. Ef eitthvað skal sérstaklega tiltekið þá eru það hamfaraflóðin sem Katla hefur sent frá sér gegnum aldirnar sem sérstaklega vekja athygli og gera Kötlueldstöðina sérstaka, eins og Ari Trausti vísar til. Auðvitað er það erfitt fyrir leikmenn að meta þær upplýsingar sem liggja fyrir þar sem helstu stærðum við hamfaraflóð frá Kötlu er lýst. Flóð sem er 300.000 rúmmetrar á sekúndu er erfitt að gera sér í hugarlund. Í gögnum eru þó lýsingar sem hjálpa til, og undirstrika hvaða kraftar geta leyst úr læðingi ef flóðið frá Kötlu nær þeirri stærð sem sögulegar heimildir greina frá. Þar má nefna þá staðreynd að í hverju hlaupi hefur strandlínan færst út um mörg hundruð metra, jafnvel kílómetra – á margra kílómetra kafla. Til að ímynda sér stærð flóðsins þá er góður mælikvarði að jökulstykkin sem bárust með flóðinu í gosinu árið 1918 voru á stærð við fjölbýlishús. Sandurinn hækkaði víða um fimm metra á flóðaleiðinni og mest um 20 metra. Heimildir greina frá því að það gengur kraftaverki næst að þeir sem voru á ferð um Mýrdalssand þennan dag sluppu þaðan lifandi.Ekkert stenst flauminn Það er ljóst að Kötlugos mun hafa í för með sér mikla röskun á daglegu lífi landsmanna um lengri eða skemmri tíma. Í svari frá Vegagerðinni við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að öll samgöngumannvirki eru í hættu og mun ekkert þeirra standast Kötluflóð á helstu flóðaleiðum – hvort sem það eru flóðgarðar, vegir eða brýr. Vikur eða mánuði mun taka að opna leiðina um Mýrdalssand til bráðabirgða, og fátt annað hægt en að setja upp malarslóða og bráðabirgðabrýr á margra tuga kílómetra kafla. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir hleypur á hundruðum milljóna eða milljörðum. Að koma öllu í samt horf mun taka ár eða tvö. Næstu eldsumbrotum í Kötlu mætir tæknisamfélag í fyrsta skipti svo sá kafli sögunnar um áhrif umbrotanna er enn óskrifaður. Fleira hefur gjörbreyst, en það lýtur að því að umferð um svæðið er mjög mikil – og ekki síst vegna síaukins ferðamannastraums. Frétt sem undirritaður skrifaði fyrir nokkrum árum kemur því upp í hugann þar sem ferðamenn við Kötlurætur voru spurðir að því hvað þeir vissu um svæðið sem þeir voru að skoða. Svar þeirra flestra var á þeim nótum að þeir vissu einfaldlega ekki að undir jöklinum sem þeir stóðu við var eldstöð – hvað þá að þeir vissu um afl hennar eða eyðingarmátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öflugustu jarðskjálftahrinu í Kötlu í áratugi lokið Öflugastu jarðskjálftahrinu sem komið hefur í Kötlu í áratugi er lokið og búið er að opna aftur veginn að Sólheimajökli. Óvissustig er þó enn í gildi. 3. október 2016 18:30 Órói í Kötlu: Óvissuástandið fyrst og fremst varúðarráðstöfun Yfirvöld vilja hafa vaðið fyrir neðan sig komi til eldgoss. 30. september 2016 23:30 Skjálfti upp á 3,2 stig í Mýrdalsjökli Skjálftinn varð klukkan 6:10 í morgun. 6. október 2016 08:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Öflugustu jarðskjálftahrinu í Kötlu í áratugi lokið Öflugastu jarðskjálftahrinu sem komið hefur í Kötlu í áratugi er lokið og búið er að opna aftur veginn að Sólheimajökli. Óvissustig er þó enn í gildi. 3. október 2016 18:30
Órói í Kötlu: Óvissuástandið fyrst og fremst varúðarráðstöfun Yfirvöld vilja hafa vaðið fyrir neðan sig komi til eldgoss. 30. september 2016 23:30