Byggjum ferðaþjónustu upp til framtíðar Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Árið 1994, þá 19 ára gömul, steig ég mín fyrstu skref í ferðaþjónustu. Þá réð ég mig í sumarvinnu hjá vélsleðaleigu á Skálafellsjökli á Vatnajökli. Það voru góð spor að stíga enda opnuðust ekki bara fyrir mér undur Vatnajökuls, heldur líka framandi heimar erlendra ferðamanna sem klöngruðust upp á íslenska jökla. Síðan vann ég sem fjallaleiðsögumaður við gönguleiðsögn um hálendi Íslands í mörg ár. Að sjá gleði og þakklæti fólks yfir náttúrufegurð er gefandi. Það getur líka verið strembið að vinna við ferðaþjónustu, enda gríðarlega ört vaxandi atvinnugrein sem kemur inn á öll svið íslensks samfélags. Það hefur verið kallað eftir miklu skýrari sýn og stefnu stjórnvalda í garð ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustuna verður líka að skipuleggja betur en nú og grunnrekstur hennar verður að vera í anda sjálfbærrar þróunar og út frá þolmarkarannsóknum á náttúru, samfélögum og innviðum. „Græn ferðaþjónusta“ getur orðið að blómlegri atvinnugrein til frambúðar því það er eitt mesta hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna að viðhalda óspilltri náttúru. Ferðaþjónustan á að vera einn af framvörðum í verndun náttúru og umhverfis og til fyrirmyndar á alþjóðavísu.Leiði af sér jákvæða þróun Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjum áherslu á að gestakomur til landsins og ferðaþjónusta leiði af sér jákvæða þróun, samfélögum og efnahagslífi til farsældar og sé ávallt í sátt við náttúru landsins. Að markaðssetning landsins horfi ekki til fjölda gesta heldur tegundar ferðamennsku sem snúist um umhverfisvitund og þekkingarleit. Við í VG viljum að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar taki mið af þolmörkum ferðamennsku út frá náttúru og væntingum gesta og heimafólks. Uppbygging innviða samfélagsins helst í hendur við skýra stefnu og sýn í ferðaþjónustu. Annað gengur ekki upp án hins. Eflum samgöngur og menntun, gerum tekjuöflunarleiðir greinarinnar skýrari og leggjum áherslu á umhverfisþáttinn. Ferðaþjónustan verður að vera virkur þáttakandi í orkuskiptum í samgöngum af öllu tagi. Eflum menntun á öllum sviðum ferðaþjónustu. Mikilvægt er að horfa til möguleika á enn frekari starfsþróun og fjölgun heilsársstarfa í greininni. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu verða að uppfylla kröfur um samfélagslega ábyrgð sína sem atvinnurekendur. Ferðaþjónustan á ekki að hafa svarta starfsemi innan sinna raða. Framtíðarsýn okkar í VG fyrir ferðamannalandið Ísland er að vel verði haldið utan um náttúruvernd, menningararf, þjóðgarða og önnur friðlýst svæði sem skapa fjölda fólks vinnu við náttúruvernd, endursköpun og viðhald sögu okkar og menningar og rannsóknir og þjónustu. Landsmenn allir í ýmiss konar starfsemi og þjónustustörfum eiga að fá notið arðs af ferðaþjónustu sem býður gestum til náttúru- og menningarupplifunar. Um þetta og fleira snýst ferðamálastefna VG.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Árið 1994, þá 19 ára gömul, steig ég mín fyrstu skref í ferðaþjónustu. Þá réð ég mig í sumarvinnu hjá vélsleðaleigu á Skálafellsjökli á Vatnajökli. Það voru góð spor að stíga enda opnuðust ekki bara fyrir mér undur Vatnajökuls, heldur líka framandi heimar erlendra ferðamanna sem klöngruðust upp á íslenska jökla. Síðan vann ég sem fjallaleiðsögumaður við gönguleiðsögn um hálendi Íslands í mörg ár. Að sjá gleði og þakklæti fólks yfir náttúrufegurð er gefandi. Það getur líka verið strembið að vinna við ferðaþjónustu, enda gríðarlega ört vaxandi atvinnugrein sem kemur inn á öll svið íslensks samfélags. Það hefur verið kallað eftir miklu skýrari sýn og stefnu stjórnvalda í garð ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustuna verður líka að skipuleggja betur en nú og grunnrekstur hennar verður að vera í anda sjálfbærrar þróunar og út frá þolmarkarannsóknum á náttúru, samfélögum og innviðum. „Græn ferðaþjónusta“ getur orðið að blómlegri atvinnugrein til frambúðar því það er eitt mesta hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna að viðhalda óspilltri náttúru. Ferðaþjónustan á að vera einn af framvörðum í verndun náttúru og umhverfis og til fyrirmyndar á alþjóðavísu.Leiði af sér jákvæða þróun Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjum áherslu á að gestakomur til landsins og ferðaþjónusta leiði af sér jákvæða þróun, samfélögum og efnahagslífi til farsældar og sé ávallt í sátt við náttúru landsins. Að markaðssetning landsins horfi ekki til fjölda gesta heldur tegundar ferðamennsku sem snúist um umhverfisvitund og þekkingarleit. Við í VG viljum að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar taki mið af þolmörkum ferðamennsku út frá náttúru og væntingum gesta og heimafólks. Uppbygging innviða samfélagsins helst í hendur við skýra stefnu og sýn í ferðaþjónustu. Annað gengur ekki upp án hins. Eflum samgöngur og menntun, gerum tekjuöflunarleiðir greinarinnar skýrari og leggjum áherslu á umhverfisþáttinn. Ferðaþjónustan verður að vera virkur þáttakandi í orkuskiptum í samgöngum af öllu tagi. Eflum menntun á öllum sviðum ferðaþjónustu. Mikilvægt er að horfa til möguleika á enn frekari starfsþróun og fjölgun heilsársstarfa í greininni. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu verða að uppfylla kröfur um samfélagslega ábyrgð sína sem atvinnurekendur. Ferðaþjónustan á ekki að hafa svarta starfsemi innan sinna raða. Framtíðarsýn okkar í VG fyrir ferðamannalandið Ísland er að vel verði haldið utan um náttúruvernd, menningararf, þjóðgarða og önnur friðlýst svæði sem skapa fjölda fólks vinnu við náttúruvernd, endursköpun og viðhald sögu okkar og menningar og rannsóknir og þjónustu. Landsmenn allir í ýmiss konar starfsemi og þjónustustörfum eiga að fá notið arðs af ferðaþjónustu sem býður gestum til náttúru- og menningarupplifunar. Um þetta og fleira snýst ferðamálastefna VG.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar