Kleyfhuga kjósendur? Þorvaldur Gylfason skrifar 6. október 2016 07:00 Það sjónarmið hefur heyrzt í umræðum um stjórnarskrármálið að ekki beri ríka nauðsyn til að taka mark á kjósendum þar eð þeim sé tamt að skipta um skoðun. Þetta sjónarmið vitnar ekki um mikla virðingu fyrir lýðræði. Það er ófrávíkjanleg leikregla lýðræðisins að kosningaúrslit skulu standa. Úrslitum kosninga verður ekki undir nokkrum kringumstæðum breytt eftir á. Aldrei. Væri veitt færi á að hunza úrslit kosninga eftir hentugleikum og bíða heldur úrslita næstu kosninga í von um önnur úrslit væri það ávísun á heimild handa stjórnmálamönnum til að endurtaka kosningar eins oft og þeim sýnist þangað til úrslit fást sem þeir geta sætt sig við. Slíkt háttalag á ekkert skylt við lýðræði.Kleyfhugar? Sveimhugar? Fífl? Menn hafa velt því fyrir sér hvernig það gat gerzt að 67% kjósenda lýstu stuðningi við nýja stjórnarskrá í október 2012 og 51% kjósenda greiddu Sjálfstæðisflokki og Framsókn, andstæðingum stjórnarskrárinnar, atkvæði sitt hálfu ári síðar í apríl 2013. Hvers vegna? Eru kjósendur kleyfhugar? Sveimhugar? Fífl? Svarið er nei, svo þarf alls ekki að vera. Kosningaúrslitin 2012 og 2013 eiga sér eðlilegar skýringar. Skoðum málið.Tvenns konar kosningahegðun Nýleg grein félagsvísinda er kennd við mauraþúfu eða sameiginlega vizku (e. collective intelligence). Lykilhugmyndin er að „stórir hópar búa yfir innsæi og viti sem einstaklingarnir innan hópanna eru sér ekki meðvitaðir um“ svo vitnað sé í vefsetur Mauraþúfunnar, samtaka einstaklinga sem skipulögðu þjóðfundinn 2009, undanfara þjóðfundarins sem Alþingi kallaði saman 2010 til að leggja grunninn að endurskoðun stjórnarskrárinnar frá 1944.Félagsvísindamenn sem hafa rannsakað fyrirbærið hafa gert merkilegar uppgötvanir. Ein þeirra er sú að kjósendur hugsa og hegða sér öðruvísi í kjörklefanum í þjóðaratkvæðagreiðslum en í þingkosningum. Í þjóðaratkvæðagreiðslum eins og þeirri sem haldin var um nýju stjórnarskrána 2012 halda stjórnmálaflokkar sig í fjarlægð og láta kjósendur í friði. Hver kjósandi fer því á kjörstað á eigin forsendum og greiðir atkvæði sem samfélagsþegn til að efla hag sinn, afkomenda sinna og samfélagsins alls. Um alþingiskosningar gegnir öðru máli. Þar láta stjórnmálaflokkar kjósendur ekki í friði heldur ausa fé í áróður og smala kjósendum á kjörstað. Margir kjósendur fara því ekki á kjörstað á eigin forsendum heldur á forsendum stjórnmálaflokkanna og greiða atkvæði sem flokksmenn eða félagsmenn frekar en sem óbundnir samfélagsþegnar. Sé þessari kenningu beitt á kosningaúrslitin 2012 og 2013 þurfa þau ekki að koma neinum á óvart.Kostir þjóðaratkvæðagreiðslna Af þessu má ráða kostina sem felast í auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna eins og nýja stjórnarskráin mælir fyrir um. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru líklegri en þingkosningar til að fá að vera í friði fyrir ágangi stjórnmálaflokka og til að efla almannahag frekar en einstaka flokka. Hér er hún lifandi komin skýringin á því hvers vegna þjóðfundir skila jafnan góðum árangri. Þjóðfundirnir hér heima 2009 og 2010 fóru í alla staði vel fram. Þar gerðust engin hneyksli, þar urðu engin upphlaup. Sama á við um Stjórnlagaráð sem sat að störfum í fjóra mánuði 2011, engin upphlaup þar heldur sátt og samlyndi og frábær árangur sem yfirgnæfandi hluti kjósenda lagði blessun sína yfir árið eftir. Berið þetta saman við Alþingi þar sem hver höndin er uppi á móti annarri eins og í Kíev. Hér skilur milli feigs og ófeigs. Af þessum andstæðum má ráða kosti þess að vísa málum eftir því sem við á frá Alþingi í þjóðaratkvæði. Við bætist að sérhagsmunahópar hafa jafnan meiri áhrif á úrslit þingkosninga í gegnum stjórnmálaflokka en á úrslit þjóðaratkvæðagreiðslna.Húsnæðismálin vógu þyngst Aðrar skýringar á úrslitum kosninganna 2012 og 2013 má einnig nefna til sögunnar. Þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 snerist um eitt mál, nýju stjórnarskrána. Kjósendum bauðst ekki annað en að taka afstöðu með henni eða á móti henni og nokkrum helztu ákvæðum hennar, m.a. um jafnt vægi atkvæða, auðlindir í þjóðareigu og beint lýðræði. Í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa allir kjósendur sama atkvæðisrétt, öll atkvæði vega jafnt. Alþingiskosningarnar 2013 snerust um fjölmörg mál. Frambjóðendur gömlu flokkanna sem höfðu klúðrað nýju stjórnarskránni í meðförum þingsins leiddu talið frá henni. Málið sem reyndist vega þyngst var loforð fv. formanns Framsóknar um stórfellda skuldaniðurfellingu handa fólki sem óttaðist að missa heimili sín og skyldu erlendir hrægammasjóðir fá að borga brúsann. Út á þetta loforð fékk Framsókn 24% atkvæða og 30% þingsæta, tveim þingsætum umfram það sem kjörfylgið sagði til um. Loforðið var vitaskuld ekki efnt nema að litlu leyti. Með líku lagi segist Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, ætla að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó og láta Mexíkó borga brúsann. Margir bandarískir kjósendur virðast trúa honum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þorvaldur Gylfason Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun
Það sjónarmið hefur heyrzt í umræðum um stjórnarskrármálið að ekki beri ríka nauðsyn til að taka mark á kjósendum þar eð þeim sé tamt að skipta um skoðun. Þetta sjónarmið vitnar ekki um mikla virðingu fyrir lýðræði. Það er ófrávíkjanleg leikregla lýðræðisins að kosningaúrslit skulu standa. Úrslitum kosninga verður ekki undir nokkrum kringumstæðum breytt eftir á. Aldrei. Væri veitt færi á að hunza úrslit kosninga eftir hentugleikum og bíða heldur úrslita næstu kosninga í von um önnur úrslit væri það ávísun á heimild handa stjórnmálamönnum til að endurtaka kosningar eins oft og þeim sýnist þangað til úrslit fást sem þeir geta sætt sig við. Slíkt háttalag á ekkert skylt við lýðræði.Kleyfhugar? Sveimhugar? Fífl? Menn hafa velt því fyrir sér hvernig það gat gerzt að 67% kjósenda lýstu stuðningi við nýja stjórnarskrá í október 2012 og 51% kjósenda greiddu Sjálfstæðisflokki og Framsókn, andstæðingum stjórnarskrárinnar, atkvæði sitt hálfu ári síðar í apríl 2013. Hvers vegna? Eru kjósendur kleyfhugar? Sveimhugar? Fífl? Svarið er nei, svo þarf alls ekki að vera. Kosningaúrslitin 2012 og 2013 eiga sér eðlilegar skýringar. Skoðum málið.Tvenns konar kosningahegðun Nýleg grein félagsvísinda er kennd við mauraþúfu eða sameiginlega vizku (e. collective intelligence). Lykilhugmyndin er að „stórir hópar búa yfir innsæi og viti sem einstaklingarnir innan hópanna eru sér ekki meðvitaðir um“ svo vitnað sé í vefsetur Mauraþúfunnar, samtaka einstaklinga sem skipulögðu þjóðfundinn 2009, undanfara þjóðfundarins sem Alþingi kallaði saman 2010 til að leggja grunninn að endurskoðun stjórnarskrárinnar frá 1944.Félagsvísindamenn sem hafa rannsakað fyrirbærið hafa gert merkilegar uppgötvanir. Ein þeirra er sú að kjósendur hugsa og hegða sér öðruvísi í kjörklefanum í þjóðaratkvæðagreiðslum en í þingkosningum. Í þjóðaratkvæðagreiðslum eins og þeirri sem haldin var um nýju stjórnarskrána 2012 halda stjórnmálaflokkar sig í fjarlægð og láta kjósendur í friði. Hver kjósandi fer því á kjörstað á eigin forsendum og greiðir atkvæði sem samfélagsþegn til að efla hag sinn, afkomenda sinna og samfélagsins alls. Um alþingiskosningar gegnir öðru máli. Þar láta stjórnmálaflokkar kjósendur ekki í friði heldur ausa fé í áróður og smala kjósendum á kjörstað. Margir kjósendur fara því ekki á kjörstað á eigin forsendum heldur á forsendum stjórnmálaflokkanna og greiða atkvæði sem flokksmenn eða félagsmenn frekar en sem óbundnir samfélagsþegnar. Sé þessari kenningu beitt á kosningaúrslitin 2012 og 2013 þurfa þau ekki að koma neinum á óvart.Kostir þjóðaratkvæðagreiðslna Af þessu má ráða kostina sem felast í auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna eins og nýja stjórnarskráin mælir fyrir um. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru líklegri en þingkosningar til að fá að vera í friði fyrir ágangi stjórnmálaflokka og til að efla almannahag frekar en einstaka flokka. Hér er hún lifandi komin skýringin á því hvers vegna þjóðfundir skila jafnan góðum árangri. Þjóðfundirnir hér heima 2009 og 2010 fóru í alla staði vel fram. Þar gerðust engin hneyksli, þar urðu engin upphlaup. Sama á við um Stjórnlagaráð sem sat að störfum í fjóra mánuði 2011, engin upphlaup þar heldur sátt og samlyndi og frábær árangur sem yfirgnæfandi hluti kjósenda lagði blessun sína yfir árið eftir. Berið þetta saman við Alþingi þar sem hver höndin er uppi á móti annarri eins og í Kíev. Hér skilur milli feigs og ófeigs. Af þessum andstæðum má ráða kosti þess að vísa málum eftir því sem við á frá Alþingi í þjóðaratkvæði. Við bætist að sérhagsmunahópar hafa jafnan meiri áhrif á úrslit þingkosninga í gegnum stjórnmálaflokka en á úrslit þjóðaratkvæðagreiðslna.Húsnæðismálin vógu þyngst Aðrar skýringar á úrslitum kosninganna 2012 og 2013 má einnig nefna til sögunnar. Þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 snerist um eitt mál, nýju stjórnarskrána. Kjósendum bauðst ekki annað en að taka afstöðu með henni eða á móti henni og nokkrum helztu ákvæðum hennar, m.a. um jafnt vægi atkvæða, auðlindir í þjóðareigu og beint lýðræði. Í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa allir kjósendur sama atkvæðisrétt, öll atkvæði vega jafnt. Alþingiskosningarnar 2013 snerust um fjölmörg mál. Frambjóðendur gömlu flokkanna sem höfðu klúðrað nýju stjórnarskránni í meðförum þingsins leiddu talið frá henni. Málið sem reyndist vega þyngst var loforð fv. formanns Framsóknar um stórfellda skuldaniðurfellingu handa fólki sem óttaðist að missa heimili sín og skyldu erlendir hrægammasjóðir fá að borga brúsann. Út á þetta loforð fékk Framsókn 24% atkvæða og 30% þingsæta, tveim þingsætum umfram það sem kjörfylgið sagði til um. Loforðið var vitaskuld ekki efnt nema að litlu leyti. Með líku lagi segist Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, ætla að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó og láta Mexíkó borga brúsann. Margir bandarískir kjósendur virðast trúa honum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.