Skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 17:45 Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug kona hans eftir formannskjörið í dag þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. vísir/anton brink Gunnar Kristinn Þórðarson hefur ákveðið að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og afþakka 5. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Gunnar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir að ástæðan sé niðurstaða formannskosningarinnar í flokknum í dag og hvernig staðið var að þeim. Hann skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk. Í samtali við Vísi segir Gunnar að formannskjör Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra í dag hafi verið byggt á svikum. „Sigurður gerir þetta á grundvelli svikinna loforða sem hann setti oft fram og ég tel í hæsta máta ótrúverðugt að öfl innan flokksins ryðji formanni frá og hreyki sér af árangri þess manns sem þeir fella af stalli. Pólitískt séð tel ég fullvíst að þetta muni leiða til fylgishruns hjá flokknum og ég held að Framsóknarflokkurinn muni berjast fyrir lífi sínu í komandi kosningum,“ segir Gunnar. Hann skorar á Sigmund Davíð að fara í sérframboð en Gunnar er ekki búinn að ákveða sig hvort að hann segi sig úr Framsóknarflokknum. „Það fer bara eftir því hvað Sigmundur gerir og segir og ég mun fylgjast með því á næstu dögum.“ Gunnar segir mikla reiði innan Framsóknarflokksins hvernig að formannsframboði Sigurðar Inga var staðið en hann kveðst líta svo á að vinstri öflin hafi náð völdum í flokknum. Aðspurður kveðst hann ekki hafa trú á því að nýkjörnum formanni takist að sameina flokkinn fyrir kosningar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Gunnar Kristinn Þórðarson hefur ákveðið að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og afþakka 5. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Gunnar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir að ástæðan sé niðurstaða formannskosningarinnar í flokknum í dag og hvernig staðið var að þeim. Hann skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk. Í samtali við Vísi segir Gunnar að formannskjör Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra í dag hafi verið byggt á svikum. „Sigurður gerir þetta á grundvelli svikinna loforða sem hann setti oft fram og ég tel í hæsta máta ótrúverðugt að öfl innan flokksins ryðji formanni frá og hreyki sér af árangri þess manns sem þeir fella af stalli. Pólitískt séð tel ég fullvíst að þetta muni leiða til fylgishruns hjá flokknum og ég held að Framsóknarflokkurinn muni berjast fyrir lífi sínu í komandi kosningum,“ segir Gunnar. Hann skorar á Sigmund Davíð að fara í sérframboð en Gunnar er ekki búinn að ákveða sig hvort að hann segi sig úr Framsóknarflokknum. „Það fer bara eftir því hvað Sigmundur gerir og segir og ég mun fylgjast með því á næstu dögum.“ Gunnar segir mikla reiði innan Framsóknarflokksins hvernig að formannsframboði Sigurðar Inga var staðið en hann kveðst líta svo á að vinstri öflin hafi náð völdum í flokknum. Aðspurður kveðst hann ekki hafa trú á því að nýkjörnum formanni takist að sameina flokkinn fyrir kosningar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26