BMW X7 M á teikniborðinu Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2016 12:39 Svona gæti BMW X7 litið út. BMW, eins og svo margur annar bílaframleiðandinn um þessar mundir, er að fjölga úrvalinu hjá sér í jeppum. Til stendur að framleiða stærri jeppa en hinn vinsæla X5 jeppa og fær hann stafina X7, en það ætlar BMW hugsanlega ekki að láta nægja því til greina kemur að bjóða hann einnig í kraftaútfærslu, það er með stafinn M í endann. BMW X7 á að líta dagsljósið árið 2019 og kæmi M-útgáfan eitthvað síðar, svo fremi sem smíði hans fái græna ljósið hjá þeim sem mest ráða í herbúðum BMW. Ákvörðun um það verður líklega ekki tekin fyrr en árið 2018 þó svo kristaltært sé að X7 jeppi fari í framleiðslu. Ef að framleiðslu X7 M verður mun hann líklega fá sömu vél og verður í BMW M5 bílnum, eða 4,4 lítra V8 vélina sem skilar 620 hestöflum í sinni nýjustu útgáfu. Bæði X5 og X6 jepparnir eru til í M-útgáfu, svo það myndi í raun fremur koma á óvart að stærsti jeppinn í fjölskydunni fengi ekki sömu meðferð. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
BMW, eins og svo margur annar bílaframleiðandinn um þessar mundir, er að fjölga úrvalinu hjá sér í jeppum. Til stendur að framleiða stærri jeppa en hinn vinsæla X5 jeppa og fær hann stafina X7, en það ætlar BMW hugsanlega ekki að láta nægja því til greina kemur að bjóða hann einnig í kraftaútfærslu, það er með stafinn M í endann. BMW X7 á að líta dagsljósið árið 2019 og kæmi M-útgáfan eitthvað síðar, svo fremi sem smíði hans fái græna ljósið hjá þeim sem mest ráða í herbúðum BMW. Ákvörðun um það verður líklega ekki tekin fyrr en árið 2018 þó svo kristaltært sé að X7 jeppi fari í framleiðslu. Ef að framleiðslu X7 M verður mun hann líklega fá sömu vél og verður í BMW M5 bílnum, eða 4,4 lítra V8 vélina sem skilar 620 hestöflum í sinni nýjustu útgáfu. Bæði X5 og X6 jepparnir eru til í M-útgáfu, svo það myndi í raun fremur koma á óvart að stærsti jeppinn í fjölskydunni fengi ekki sömu meðferð.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent