Eldri borgarar og framtíðin Vigdís Pálsdóttir skrifar 17. október 2016 16:23 Mikil er umfjöllun um eldri borgara nú um stundir. Ég telst til þeirra og botna hvorki upp né niður í því hvernig ég varð allt í einu hluti einhvers hóps fólks, sem virðist vera utan og ofan við allt? Jafnframt virðist litið á okkur sem sérstakt vandamál. Eldri borgarar eru fólk. Mis-hress og mis-jöfn, en við erum ekki mis-tök. Ef við tökum fyrst mis-hress, þá er það heilbrigðisþjónustan sem skiptir okkur máli og hún þarf að batna. Fjárveitingar til hennar þarf að auka og jafnframt þarf að endurskoða allan rekstur. Þær breytingar þarf að gera í góðri samvinnu við landlæknisembættið, sem sett hefur fram áhugaverðar tillögur í því efni, sem og við starfsfólk. Enginn þekkir þetta kerfi eins vel innanfrá og þeir sem starfa við það og þeir sem þekkja það næst best eru þeir sem mest nota það. Samtal allra þessara aðila þarf að fara fram til þess að breytingar og endurbætur verði raunhæfar. Efla þarf innviði heilsugæslustöðva, uppbyggingu sjúkrahúsa og sjúkrastofnana fyrir langveika sem næst heimabyggð. Þá er komið að öðru máli, sem eru samgöngur og þær er afar mikilvægar í þessu sambandi. Þessi uppbygging þarf að gerast heildstætt og með framtíðarsýn til margra ára og hún verður ekki gerð á einni nóttu. Gagnsæi og einföldun allra kerfa, sem eiga að sinna þjónustuhlutverki við borgarana er undirstaða allra breytinga. Mis-jöfn erum við. Kjörin, aðstaða, skapferli, vaxtarlag og svo mætti lengi telja. Það er þó t.d. eitt sem við eigum sameiginlegt með ungu fólki í dag. Margt eldra fólk óskar eftir að minnka við sig húsnæði, en hefur ekki efni á eða vilja til að kaupa fokdýrar íbúðir fyrir 60 plús eins og það er kallað. Minni og ódýrari íbúðir nýtast bæði ungum og þeim sem eldri eru. Þeir ungu búa í þeim, þar til þeir vilja stækka við sig og þeir eldri þar til þeir fara á dvalarheimili eða annað tilverustig. Hvers vegna eru slíkar íbúðir þá ekki byggðar? Til þess að svo megi verða þarf að breyta byggingareglugerðum, auka lóðaframboð og ná fram frekari hagræðingu hvað varðar byggingarkostnað. Íbúðir þessar þarf að byggja af húsnæðisfélögum sem rekin eru án gróðasjónarmiða. Ég er hrifin af svokölluðu “andels” eða hluta-fyrirkomulagi, eins og tíðkast á Norðurlöndum og mun beita mér fyrir að Píratar athugi þann kost. Píratar eru nú að móta stefnu um leiguíbúðir, sem er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja binda sig á íbúðaklafann fyrr en þeir hafa gert upp við sig hvar og hvernig þeir vilja búa. Sérreignastefnan, sem hefur tröllriðið Íslandi, er á undanhaldi. Með auknum ferðalögum og búsetu erlendis um lengri eða skemmri tíma, höfum við kynnst öðrum búsetumöguleikum. Hefur einhver kannað það hvort allir vilji í raun eignast þak yfir höfuðið 25 ára? Vera hugsanlega 40 ár í lánafjötrum. Ég hef nú starfað með Pírötum hér í Borgarbyggð í rúmt ár og verð að segja að það hefur hresst mig mjög. Þetta unga fólk, sem ég hef kynnst hefur mér þótt alveg sérstaklega jákvætt, fordómalaust og opið fyrir nýjum hugmyndum. Þetta er fólkið sem mun erfa landið og ég get að vísu bara talað fyrir mig, en ég treysti þeim fullkomlega. Hvers vegna kann einhver að spyrja? Ég geri það af því að þau kunna að hlusta. Veljum Pírata, veljum fólk sem kann að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil er umfjöllun um eldri borgara nú um stundir. Ég telst til þeirra og botna hvorki upp né niður í því hvernig ég varð allt í einu hluti einhvers hóps fólks, sem virðist vera utan og ofan við allt? Jafnframt virðist litið á okkur sem sérstakt vandamál. Eldri borgarar eru fólk. Mis-hress og mis-jöfn, en við erum ekki mis-tök. Ef við tökum fyrst mis-hress, þá er það heilbrigðisþjónustan sem skiptir okkur máli og hún þarf að batna. Fjárveitingar til hennar þarf að auka og jafnframt þarf að endurskoða allan rekstur. Þær breytingar þarf að gera í góðri samvinnu við landlæknisembættið, sem sett hefur fram áhugaverðar tillögur í því efni, sem og við starfsfólk. Enginn þekkir þetta kerfi eins vel innanfrá og þeir sem starfa við það og þeir sem þekkja það næst best eru þeir sem mest nota það. Samtal allra þessara aðila þarf að fara fram til þess að breytingar og endurbætur verði raunhæfar. Efla þarf innviði heilsugæslustöðva, uppbyggingu sjúkrahúsa og sjúkrastofnana fyrir langveika sem næst heimabyggð. Þá er komið að öðru máli, sem eru samgöngur og þær er afar mikilvægar í þessu sambandi. Þessi uppbygging þarf að gerast heildstætt og með framtíðarsýn til margra ára og hún verður ekki gerð á einni nóttu. Gagnsæi og einföldun allra kerfa, sem eiga að sinna þjónustuhlutverki við borgarana er undirstaða allra breytinga. Mis-jöfn erum við. Kjörin, aðstaða, skapferli, vaxtarlag og svo mætti lengi telja. Það er þó t.d. eitt sem við eigum sameiginlegt með ungu fólki í dag. Margt eldra fólk óskar eftir að minnka við sig húsnæði, en hefur ekki efni á eða vilja til að kaupa fokdýrar íbúðir fyrir 60 plús eins og það er kallað. Minni og ódýrari íbúðir nýtast bæði ungum og þeim sem eldri eru. Þeir ungu búa í þeim, þar til þeir vilja stækka við sig og þeir eldri þar til þeir fara á dvalarheimili eða annað tilverustig. Hvers vegna eru slíkar íbúðir þá ekki byggðar? Til þess að svo megi verða þarf að breyta byggingareglugerðum, auka lóðaframboð og ná fram frekari hagræðingu hvað varðar byggingarkostnað. Íbúðir þessar þarf að byggja af húsnæðisfélögum sem rekin eru án gróðasjónarmiða. Ég er hrifin af svokölluðu “andels” eða hluta-fyrirkomulagi, eins og tíðkast á Norðurlöndum og mun beita mér fyrir að Píratar athugi þann kost. Píratar eru nú að móta stefnu um leiguíbúðir, sem er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja binda sig á íbúðaklafann fyrr en þeir hafa gert upp við sig hvar og hvernig þeir vilja búa. Sérreignastefnan, sem hefur tröllriðið Íslandi, er á undanhaldi. Með auknum ferðalögum og búsetu erlendis um lengri eða skemmri tíma, höfum við kynnst öðrum búsetumöguleikum. Hefur einhver kannað það hvort allir vilji í raun eignast þak yfir höfuðið 25 ára? Vera hugsanlega 40 ár í lánafjötrum. Ég hef nú starfað með Pírötum hér í Borgarbyggð í rúmt ár og verð að segja að það hefur hresst mig mjög. Þetta unga fólk, sem ég hef kynnst hefur mér þótt alveg sérstaklega jákvætt, fordómalaust og opið fyrir nýjum hugmyndum. Þetta er fólkið sem mun erfa landið og ég get að vísu bara talað fyrir mig, en ég treysti þeim fullkomlega. Hvers vegna kann einhver að spyrja? Ég geri það af því að þau kunna að hlusta. Veljum Pírata, veljum fólk sem kann að hlusta.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun