Loftrýmisgæslu NATO við Ísland er sinnt af tékkneska hernum. Fimm orrustuþotur eru tilbúnar allan sólahringinn að takast á við það sem flugumferðarstjórn getur ekki borið kennsl á. „Það er gott að vera hér á Íslandi. Landslagið er frábært og við getum æft okkur í lágflugi yfir sjó sem er ný upplifun fyrir okkur. Veðrið hefur þó verið að stríða okkur en það var viðbúið. Það er ekkert vandamál,“ segir Jaroslav Tomana, ofursti í tékkneska flughernum og maðurinn sem ber ábyrgð á loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Fimm JAS-39C Gripen-orrustuþotur frá tékkneska flughernum sinna nú loftrýmisgæslunni og kom herinn með 66 hermenn með sér. Auk þess kemur nokkur fjöldi af Íslendingum að málum; starfsfólk Landhelgisgæslu Íslands á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli aðstoðar Tékkana eftir fremsta megni. Aðstoðarmaður flugmannsins fjarlægir púða úr hreyflunum.Vísir/Anton BrinkFréttablaðið fékk að kíkja á herstöðina og skoða eina þotu. Jaroslav kom hingað til lands þann 25. september og hóf strax undirbúning. Leigja bílaleigubíla, kaupa kaffi, ráða matráð og setja upp tölvukerfið. Þoturnar flugu svo inn til lendingar fjórum dögum síðar. Þetta er í þriðja sinn sem tékkneski herinn kemur hingað til lands að sinna loftrýmisgæslu en í fyrsta sinn sem Tomana kemur. „Við æfum mikið og köllum það tangóferðir en þegar þarf að fara í alvöru ferðir eru þær flokkaðar sem alfaferðir.Bandaríski herinn er einnig staðsettur hér á landi þessa dagana með P-8, kafbátaleitarvélina, sem er glæný Boeing 737 þota. Ekki mátti mynda inni í flugvélinni og því stilltu hermennirnir sér upp ásamt íslensku landhelgisgæslumönnunum.„Alfaferðir eru þannig að þá er einhver flugvél sem fer ekki eftir reglunum. Þá þarf að skoða hana og erum við komnir í loftið nokkrum mínútum eftir tilkynninguna. Þá fara tvær þotur að flugfarinu sem flugumferðarstjórn kannast ekki við og við skoðum hvaða vél þetta er, hvaðan hún kemur og hvort hún sé búin vopnum, hvort þetta sé farþegavél eða hervél og svo framvegis. Frá því að við komum til Íslands höfum við ekki enn farið í alfaferð. Þetta var algengara hér áður fyrr en nú er komin meiri ró.“Flestar vélarnar eru léttvopnaðar en þó er herinn með í för nýja tegund af langdrægari flaugum.Vísir/Anton BrinkÍ fyrsta sinn er herinn með stærri flaugar á þotunum en yfirleitt eru þær léttvopnaðar þegar þær sinna loftrýmisgæslu en nú eru þær það sem kallast miðlungsvopnaðar.Tékkarnir eru hluti af svokölluðu Tiger-bandalagi. Þetta merki gerði einn flugmaðurinn, tengdi eldgos við og eru Tékkarnir afar stoltir af merkinu.Vísir/Anton Brink„Þetta eru ekki nýjar flaugar heldur hafa þær verið í okkar vopnageymslu síðan 2007. En við höfum aldrei farið með þær erlendis í verkefni. Drægnin á flugskeytunum er meiri með þessum vopnum og við ákváðum að taka þær með í þessa för. Þegar við erum að æfa með svona vopnum þá eru alls konar ferlar sem þurfa að vera í lagi og ef við skyldum vera kallaðir í alvöru verkefni þá er gott að vera búinn að undirbúa sig.“Loftrýmisgæslan verður með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Þetta er í þriðja sinn sem tékkneski herinn kemur hingað til að sinna gæslunni og er herinn með fimm þotur.Vísir/Anton BrinkHerinn nýtir húsnæðið sem bandaríski herinn kom hér upp. Tomana segir að það sé þægilegt að geta verið inni vegna veðursins en yfirleitt þegar herinn sinnir loftrýmisgæslu þá hafast þeir við í tjöldum eða gámum. „Hér er allt til alls og ekki yfir neinu að kvarta. Við vinnum náið með Íslendingunum og fyrstu tvær vikurnar hittum við þá á hverjum degi. Núna hittumst við þrisvar í viku og skipuleggjum okkur. Landhelgisgæslan hér á Íslandi er frábær í sínu starfi og það er mjög gott að vinna með þeim,“ segir ofurstinn.Jaroslav Tomana, sem stýrir verkefninu, á skrifstofu sinni á Keflavíkurflugvelli. Tékkneski fáninn hangir á veggnum og mynd af forsetanum einnig.Vísir/Anton BrinkÞegar Fréttablaðið bar að garði hafði ekki verið hægt að fljúga í nokkra daga vegna veðurs og var flugmennina farið að klæja í fingurna að fá að fara á loft. Enda hafði vind lægt og æfing dagsins var áætluð lágflugsæfing yfir sjó. „Við erum ekki með aðgang að sjó í Tékklandi þannig að við nýtum okkur aðstæður hér til hins ýtrasta. Tvær þotur munu fljúga lágflug yfir sjó og ein fer til Akureyrar sem er okkar varaflugvöllur.“Innan í stjórnklefa JAS-39C Gripen orrustuþotunnar. Flugmaðurinn getur stýrt öllu með fingrunum á stýripinnunum tveimur þegar hann flýgur á miklum hraða.Vísir/Anton Brink„Þetta verður þrepaskipt æfing sem þýðir að þoturnar byrja í rúmlega þúsund fetum og lækka sig þangað til þær eru komnar í 100 fet, sem er um 30 metrum fyrir ofan sjávarborðið. Þar munu þær fljúga á um 450 hnúta hraða sem er um 800 kílómetrar á klukkustund. Við erum undir regluverki Íslands sem leyfir okkur ekki að fara hraðar sem er allt í lagi. Það er lítill munur að vera á yfir þúsund kílómetra hraða og þurfa að takmarka sig við 800. Þetta er eins og að keyra bíl á 240 og 280. Tilfinningin er nánast sú sama.“Hlutirnir eru einfaldir í flugskýlinu. Vísir/Anton BrinkFlugmaðurinn stýrir þotunni nánast eins og sólógítarleikari í þungarokkshljómsveit. Vegna hröðunar og krafta sem eru öflugri en þyngdaraflið er mjög erfitt fyrir þá að hreyfa hendurnar og þá er allt gert nánast með fingrunum. Ofurstinn fór yfir stjórntækin og sýndi lipra takta enda búinn að vera flugmaður í tékkneska hernum síðan 1998. Gert er ráð fyrir að loftrýmisgæslunni ljúki í nóvember.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var upp þegar Tékkar sinntu loftrýmisgæslu NATO við Ísland árið 2015. Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Loftrýmisgæslu NATO við Ísland er sinnt af tékkneska hernum. Fimm orrustuþotur eru tilbúnar allan sólahringinn að takast á við það sem flugumferðarstjórn getur ekki borið kennsl á. „Það er gott að vera hér á Íslandi. Landslagið er frábært og við getum æft okkur í lágflugi yfir sjó sem er ný upplifun fyrir okkur. Veðrið hefur þó verið að stríða okkur en það var viðbúið. Það er ekkert vandamál,“ segir Jaroslav Tomana, ofursti í tékkneska flughernum og maðurinn sem ber ábyrgð á loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Fimm JAS-39C Gripen-orrustuþotur frá tékkneska flughernum sinna nú loftrýmisgæslunni og kom herinn með 66 hermenn með sér. Auk þess kemur nokkur fjöldi af Íslendingum að málum; starfsfólk Landhelgisgæslu Íslands á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli aðstoðar Tékkana eftir fremsta megni. Aðstoðarmaður flugmannsins fjarlægir púða úr hreyflunum.Vísir/Anton BrinkFréttablaðið fékk að kíkja á herstöðina og skoða eina þotu. Jaroslav kom hingað til lands þann 25. september og hóf strax undirbúning. Leigja bílaleigubíla, kaupa kaffi, ráða matráð og setja upp tölvukerfið. Þoturnar flugu svo inn til lendingar fjórum dögum síðar. Þetta er í þriðja sinn sem tékkneski herinn kemur hingað til lands að sinna loftrýmisgæslu en í fyrsta sinn sem Tomana kemur. „Við æfum mikið og köllum það tangóferðir en þegar þarf að fara í alvöru ferðir eru þær flokkaðar sem alfaferðir.Bandaríski herinn er einnig staðsettur hér á landi þessa dagana með P-8, kafbátaleitarvélina, sem er glæný Boeing 737 þota. Ekki mátti mynda inni í flugvélinni og því stilltu hermennirnir sér upp ásamt íslensku landhelgisgæslumönnunum.„Alfaferðir eru þannig að þá er einhver flugvél sem fer ekki eftir reglunum. Þá þarf að skoða hana og erum við komnir í loftið nokkrum mínútum eftir tilkynninguna. Þá fara tvær þotur að flugfarinu sem flugumferðarstjórn kannast ekki við og við skoðum hvaða vél þetta er, hvaðan hún kemur og hvort hún sé búin vopnum, hvort þetta sé farþegavél eða hervél og svo framvegis. Frá því að við komum til Íslands höfum við ekki enn farið í alfaferð. Þetta var algengara hér áður fyrr en nú er komin meiri ró.“Flestar vélarnar eru léttvopnaðar en þó er herinn með í för nýja tegund af langdrægari flaugum.Vísir/Anton BrinkÍ fyrsta sinn er herinn með stærri flaugar á þotunum en yfirleitt eru þær léttvopnaðar þegar þær sinna loftrýmisgæslu en nú eru þær það sem kallast miðlungsvopnaðar.Tékkarnir eru hluti af svokölluðu Tiger-bandalagi. Þetta merki gerði einn flugmaðurinn, tengdi eldgos við og eru Tékkarnir afar stoltir af merkinu.Vísir/Anton Brink„Þetta eru ekki nýjar flaugar heldur hafa þær verið í okkar vopnageymslu síðan 2007. En við höfum aldrei farið með þær erlendis í verkefni. Drægnin á flugskeytunum er meiri með þessum vopnum og við ákváðum að taka þær með í þessa för. Þegar við erum að æfa með svona vopnum þá eru alls konar ferlar sem þurfa að vera í lagi og ef við skyldum vera kallaðir í alvöru verkefni þá er gott að vera búinn að undirbúa sig.“Loftrýmisgæslan verður með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Þetta er í þriðja sinn sem tékkneski herinn kemur hingað til að sinna gæslunni og er herinn með fimm þotur.Vísir/Anton BrinkHerinn nýtir húsnæðið sem bandaríski herinn kom hér upp. Tomana segir að það sé þægilegt að geta verið inni vegna veðursins en yfirleitt þegar herinn sinnir loftrýmisgæslu þá hafast þeir við í tjöldum eða gámum. „Hér er allt til alls og ekki yfir neinu að kvarta. Við vinnum náið með Íslendingunum og fyrstu tvær vikurnar hittum við þá á hverjum degi. Núna hittumst við þrisvar í viku og skipuleggjum okkur. Landhelgisgæslan hér á Íslandi er frábær í sínu starfi og það er mjög gott að vinna með þeim,“ segir ofurstinn.Jaroslav Tomana, sem stýrir verkefninu, á skrifstofu sinni á Keflavíkurflugvelli. Tékkneski fáninn hangir á veggnum og mynd af forsetanum einnig.Vísir/Anton BrinkÞegar Fréttablaðið bar að garði hafði ekki verið hægt að fljúga í nokkra daga vegna veðurs og var flugmennina farið að klæja í fingurna að fá að fara á loft. Enda hafði vind lægt og æfing dagsins var áætluð lágflugsæfing yfir sjó. „Við erum ekki með aðgang að sjó í Tékklandi þannig að við nýtum okkur aðstæður hér til hins ýtrasta. Tvær þotur munu fljúga lágflug yfir sjó og ein fer til Akureyrar sem er okkar varaflugvöllur.“Innan í stjórnklefa JAS-39C Gripen orrustuþotunnar. Flugmaðurinn getur stýrt öllu með fingrunum á stýripinnunum tveimur þegar hann flýgur á miklum hraða.Vísir/Anton Brink„Þetta verður þrepaskipt æfing sem þýðir að þoturnar byrja í rúmlega þúsund fetum og lækka sig þangað til þær eru komnar í 100 fet, sem er um 30 metrum fyrir ofan sjávarborðið. Þar munu þær fljúga á um 450 hnúta hraða sem er um 800 kílómetrar á klukkustund. Við erum undir regluverki Íslands sem leyfir okkur ekki að fara hraðar sem er allt í lagi. Það er lítill munur að vera á yfir þúsund kílómetra hraða og þurfa að takmarka sig við 800. Þetta er eins og að keyra bíl á 240 og 280. Tilfinningin er nánast sú sama.“Hlutirnir eru einfaldir í flugskýlinu. Vísir/Anton BrinkFlugmaðurinn stýrir þotunni nánast eins og sólógítarleikari í þungarokkshljómsveit. Vegna hröðunar og krafta sem eru öflugri en þyngdaraflið er mjög erfitt fyrir þá að hreyfa hendurnar og þá er allt gert nánast með fingrunum. Ofurstinn fór yfir stjórntækin og sýndi lipra takta enda búinn að vera flugmaður í tékkneska hernum síðan 1998. Gert er ráð fyrir að loftrýmisgæslunni ljúki í nóvember.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var upp þegar Tékkar sinntu loftrýmisgæslu NATO við Ísland árið 2015.