Fékk ekki atvinnuviðtal vegna fötlunar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2016 18:39 Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir, sem er hreyfihömluð og styðst við göngugrind, lauk námi í tómstunda og félagsmálafræði fyrir þremur árum og bjóst við að háskólagráðan myndi opna fyrir henni margar dyr á vinnumarkaði. En annað kom á daginn. „Í fyrstu tók ég fram í atvinnuumsóknum að ég sé hreyfihömluð. Ég sá ekki ástæðu til að fela það. En ég fékk engin viðbrögð,“ segir Hrafnhildur. Hún ákvað því að prófa að sleppa því að taka það fram að hún væri hreyfihömluð og lét menntun sína og reynslu duga á ferilskránni. „Þá fór síminn að hringja og stoppaði ekki í nokkra daga. Ég varð auðvitað mjög glöð en á sama tíma hissa, því þetta sýnir hvað fordómarnir eru virkilega miklir.“ Eftir að Hrafnhildur hætti að taka fram fötlun sína var hún til að mynda boðuð í atvinnuviðtal á leikskóla. Hún skrifar um samskipti sín við leikskólastjórann á síðunni Tabú.Þar segir hún frá því þegar leikskólastjórinn sá hana í viðtalsherberginu. „Hún virtist ósátt og vonsvikin. Að auki sagði hún að það væri synd að ég gæti ekki nýtt þessa fínu menntun mína. Ég skil ekki enn í dag hvað hún átti við.“ Eins og Hrafnhildur lýsir í pistli sínum á Tabú var það fyrsta sem leikskólastjórinn sagði við Hrafnhildi að hún hefði ekki boðið hana í viðtal ef hún hefði vitað að hún væri fötluð. Í lögum um málefni fatlaðs fólks segir að fatlað fólk skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra umsækjenda. Samt sem áður er aðeins þriðjungur fatlaðs fólks á vinnumarkaði. En ætti fólk að taka fram fötlun sína í atvinnuumsókn? „Nei, það finnst mér ekki. Það ætti að vera óþarfi því það má ekki útiloka þig vegna fötlunar.“Embla segist vita um marga sem eiga erfitt með að fara á vinnumarkaðvísir/skjáskot Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú, segir ljóst að það sé erfiðara fyrir fatlað fólk að fá vinnu. Síðasta sumar hafi hún setið með hópi kvenna, sem allar voru fatlaðar en engin hafði fengið sumarvinnu. „Einfaldlega því þær fengu engin svör, engin viðtöl eða tækifæri. Ég horfði yfir hópinn og furðaði mig á þessu. Það var svo mikil þekking í hópnum og hæfileikum. Mér fannst sorglegt að við sætum þarna á kaffihúsi i stað þess að nýta þekkingu okkar úti í samfélaginu á vinnumarkaði.“ Embla segir samfélagið alltaf skoða úrræði og endurhæfingu fyrir fatlað fólk í stað þess að horft sé í augu við beina fordóma vinnumarkaðarins. Það þurfi að breyta viðhorfum og skilningi fyrir að fötlun sé hluti af margbreytileika samfélagsins. „Lausnin felst í að breyta viðhorfum og að samfélagið reyni að skilja að fötlun er bara hluti af margbreytileika samfélagsins. Fatlað fólk getur með reynslu sinni og þekkingu komið með nýja sýn á atvinnumarkaðinn – það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt. Því fatlað fólk er hluti af samfélaginu og við eigum þetta samfélag saman,“ segir Embla. Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Sjá meira
Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir, sem er hreyfihömluð og styðst við göngugrind, lauk námi í tómstunda og félagsmálafræði fyrir þremur árum og bjóst við að háskólagráðan myndi opna fyrir henni margar dyr á vinnumarkaði. En annað kom á daginn. „Í fyrstu tók ég fram í atvinnuumsóknum að ég sé hreyfihömluð. Ég sá ekki ástæðu til að fela það. En ég fékk engin viðbrögð,“ segir Hrafnhildur. Hún ákvað því að prófa að sleppa því að taka það fram að hún væri hreyfihömluð og lét menntun sína og reynslu duga á ferilskránni. „Þá fór síminn að hringja og stoppaði ekki í nokkra daga. Ég varð auðvitað mjög glöð en á sama tíma hissa, því þetta sýnir hvað fordómarnir eru virkilega miklir.“ Eftir að Hrafnhildur hætti að taka fram fötlun sína var hún til að mynda boðuð í atvinnuviðtal á leikskóla. Hún skrifar um samskipti sín við leikskólastjórann á síðunni Tabú.Þar segir hún frá því þegar leikskólastjórinn sá hana í viðtalsherberginu. „Hún virtist ósátt og vonsvikin. Að auki sagði hún að það væri synd að ég gæti ekki nýtt þessa fínu menntun mína. Ég skil ekki enn í dag hvað hún átti við.“ Eins og Hrafnhildur lýsir í pistli sínum á Tabú var það fyrsta sem leikskólastjórinn sagði við Hrafnhildi að hún hefði ekki boðið hana í viðtal ef hún hefði vitað að hún væri fötluð. Í lögum um málefni fatlaðs fólks segir að fatlað fólk skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra umsækjenda. Samt sem áður er aðeins þriðjungur fatlaðs fólks á vinnumarkaði. En ætti fólk að taka fram fötlun sína í atvinnuumsókn? „Nei, það finnst mér ekki. Það ætti að vera óþarfi því það má ekki útiloka þig vegna fötlunar.“Embla segist vita um marga sem eiga erfitt með að fara á vinnumarkaðvísir/skjáskot Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú, segir ljóst að það sé erfiðara fyrir fatlað fólk að fá vinnu. Síðasta sumar hafi hún setið með hópi kvenna, sem allar voru fatlaðar en engin hafði fengið sumarvinnu. „Einfaldlega því þær fengu engin svör, engin viðtöl eða tækifæri. Ég horfði yfir hópinn og furðaði mig á þessu. Það var svo mikil þekking í hópnum og hæfileikum. Mér fannst sorglegt að við sætum þarna á kaffihúsi i stað þess að nýta þekkingu okkar úti í samfélaginu á vinnumarkaði.“ Embla segir samfélagið alltaf skoða úrræði og endurhæfingu fyrir fatlað fólk í stað þess að horft sé í augu við beina fordóma vinnumarkaðarins. Það þurfi að breyta viðhorfum og skilningi fyrir að fötlun sé hluti af margbreytileika samfélagsins. „Lausnin felst í að breyta viðhorfum og að samfélagið reyni að skilja að fötlun er bara hluti af margbreytileika samfélagsins. Fatlað fólk getur með reynslu sinni og þekkingu komið með nýja sýn á atvinnumarkaðinn – það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt. Því fatlað fólk er hluti af samfélaginu og við eigum þetta samfélag saman,“ segir Embla.
Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Sjá meira