Hagkerfið berskjaldað fyrir áföllum í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. október 2016 18:30 Nýir útreikningar Seðlabanka Íslands sýna að Íslendingar myndu lenda í miklum efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér inn í allt hagkerfið ef fækkun yrði í fjöldi ferðamanna hér á landi og fjöldinn yrði aftur svipaður og hann var á árinu 2012. Í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í dag eru birtar niðurstöður álagsprófa þar sem fjallað er um hvaða áhrif samdráttur í ferðaþjónustu hefði á hagkerfið í heild. Niðurstöðurnar eru býsna sláandi. Hverjar yrðu afleiðingar þess að fjöldi ferðamanna myndi dragast saman um 40 prósent og fjöldinn yrði svipaður og 2012?Samdráttur í útflutningi yrði um 10% í heild fyrsta árið.Fjárfesting myndi dragast saman vegna minni umsvifa í hagkerfinu.Atvinnuleysi myndi aukast og yrði 6,5% fyrsta árið og 7,9% annað árið. Einnig myndi hægjast á vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna.Verg landsframleiðsla myndi dragast saman um 3,9% fyrsta árið og um 1,3% á öðru ári.Útlánatap bankanna myndi aukast í áfallinu í kjölfar samdráttar í hagkerfinu. Svo aðeins nokkur atriði úr niðurstöðunum séu nefnd. „Ljóst er að vöxtur ferðaþjónustunnar er stór liður í þeirri hagsæld sem við höfum fundið fyrir undanfarin ár. Sú sviðsmynd sem við teiknum upp um að ferðamenn verði jafnmargir og þeir voru 2012 sýnir að við myndum lenda í efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér í allt hagkerfið og bankakerfið. Áhrifin voru nokkuð meiri en við áttum von á. Þetta undirstrikar hvað við erum orðin háð ferðaþjónustunni,“ segir Harpa Jónsdóttir settur framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Nýir útreikningar Seðlabanka Íslands sýna að Íslendingar myndu lenda í miklum efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér inn í allt hagkerfið ef fækkun yrði í fjöldi ferðamanna hér á landi og fjöldinn yrði aftur svipaður og hann var á árinu 2012. Í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í dag eru birtar niðurstöður álagsprófa þar sem fjallað er um hvaða áhrif samdráttur í ferðaþjónustu hefði á hagkerfið í heild. Niðurstöðurnar eru býsna sláandi. Hverjar yrðu afleiðingar þess að fjöldi ferðamanna myndi dragast saman um 40 prósent og fjöldinn yrði svipaður og 2012?Samdráttur í útflutningi yrði um 10% í heild fyrsta árið.Fjárfesting myndi dragast saman vegna minni umsvifa í hagkerfinu.Atvinnuleysi myndi aukast og yrði 6,5% fyrsta árið og 7,9% annað árið. Einnig myndi hægjast á vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna.Verg landsframleiðsla myndi dragast saman um 3,9% fyrsta árið og um 1,3% á öðru ári.Útlánatap bankanna myndi aukast í áfallinu í kjölfar samdráttar í hagkerfinu. Svo aðeins nokkur atriði úr niðurstöðunum séu nefnd. „Ljóst er að vöxtur ferðaþjónustunnar er stór liður í þeirri hagsæld sem við höfum fundið fyrir undanfarin ár. Sú sviðsmynd sem við teiknum upp um að ferðamenn verði jafnmargir og þeir voru 2012 sýnir að við myndum lenda í efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér í allt hagkerfið og bankakerfið. Áhrifin voru nokkuð meiri en við áttum von á. Þetta undirstrikar hvað við erum orðin háð ferðaþjónustunni,“ segir Harpa Jónsdóttir settur framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira