Toyota og Suzuki tilkynna samstarf Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2016 15:39 Tveir japanskir bílaframleiðendur bindast böndum. Forstjórar Toyota og Suzuki tilkynntu í dag um samstarf við þróun nýrra bíla sinna. Með því spara bæði fyrirtækin þróunarkostnað og verða samkeppnishæfari við aðra bílaframleiðendur. Þróunarsamstarf meðal bílaframleiðenda hefur aukist mjög á síðustu árum til að ná samkeppnisforskoti. Toyota er ekki þekkt fyrir að eiga í miklu samstarfi við aðra bílaframleiðendur, en er þó að þróa sportbíl með BMW og á auk þess í miklu samstarfi við Daihatsu gegnum eignarhald á fyrirtækinu. Toyota hefur reyndar viðurkennt að á mörgum sviðum sé fyrirtækið á eftir í þróun tæknibúnaðar og nefnir þar öryggismál, sparneytni og mengunarmál, afþreyingarkerfi, sjálfakandi bíla og vetnisvæðingu. Toyota ætlar að vinna að bótum á þessum sviðum með Suzuki og dreifa kostnaðinum við það með því samstarfi. Það var að frumkvæði Suzuki sem af þessu samstarfi fyrirtækjanna tveggja varð. Toyota hefur einnig hug á að þeirri tækni sem Suzuki býr að við smíð mjög smárra bíla fyrir Indlands- og Japansmarkað. Suzuki dró sig af bílamarkaði í Bandaríkjunum árið 2013 og einbeitti sér í meira mæli að smíði minni bíla og hefur lagt mesta áherslu á að hafa þá ódýra og því ekki lagt mikla áherslu á nýjustu tækni í bílum sínum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Forstjórar Toyota og Suzuki tilkynntu í dag um samstarf við þróun nýrra bíla sinna. Með því spara bæði fyrirtækin þróunarkostnað og verða samkeppnishæfari við aðra bílaframleiðendur. Þróunarsamstarf meðal bílaframleiðenda hefur aukist mjög á síðustu árum til að ná samkeppnisforskoti. Toyota er ekki þekkt fyrir að eiga í miklu samstarfi við aðra bílaframleiðendur, en er þó að þróa sportbíl með BMW og á auk þess í miklu samstarfi við Daihatsu gegnum eignarhald á fyrirtækinu. Toyota hefur reyndar viðurkennt að á mörgum sviðum sé fyrirtækið á eftir í þróun tæknibúnaðar og nefnir þar öryggismál, sparneytni og mengunarmál, afþreyingarkerfi, sjálfakandi bíla og vetnisvæðingu. Toyota ætlar að vinna að bótum á þessum sviðum með Suzuki og dreifa kostnaðinum við það með því samstarfi. Það var að frumkvæði Suzuki sem af þessu samstarfi fyrirtækjanna tveggja varð. Toyota hefur einnig hug á að þeirri tækni sem Suzuki býr að við smíð mjög smárra bíla fyrir Indlands- og Japansmarkað. Suzuki dró sig af bílamarkaði í Bandaríkjunum árið 2013 og einbeitti sér í meira mæli að smíði minni bíla og hefur lagt mesta áherslu á að hafa þá ódýra og því ekki lagt mikla áherslu á nýjustu tækni í bílum sínum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent