90% stúlkur? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 12. október 2016 09:00 Tvær 15 ára dætur mínar eru að lesa fyrir próf. Þær leggja hart að sér, vitandi að það er leiðin til þess að komast inn í framhaldsskóla að eigin vali á næsta ári. Þær vita líka að vinsælustu framhaldsskólarnir eru með kynjakvóta. Stelpur þurfa að hafa hærri einkunnir en strákar til að komast inn. Þar sjá menn verðmætið í því að jafna stöðuna. Dætur mínar og jafnöldrur þeirra hafa hins vegar fæstar áttað sig á því að þegar þær koma út á vinnumarkaðinn að nokkrum árum liðnum bíður þeirra að óbreyttu heimur þar sem framlag þeirra er metið 10% lægra en framlag strákanna. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að við búum svo um hnútana að ungar stúlkur þurfi ekki að sætta sig við framtíð þar sem þær eru verðlagðar sem 90%. Við verðum að útrýma þessum óverjandi kynbundna launamun sem varpar risaskugga á þann góða árangur sem hefur náðst í jafnréttismálum hér á landi. Ég er stolt af því að hafa, ásamt félögum mínum í Viðreisn, átt þátt í að kynna tæki til þess að rétta hér af kúrsinn svo um munar. Við munum láta það verða eitt af okkar fyrstu verkum á þingi að leggja fram þingmál sem mælir fyrir um að fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn þurfi að gangast árlega undir jafnlaunavottun sem yrði framkvæmd samhliða gerð ársreikninga. Slík jafnlaunavottun er hlutlaus staðfesting þess að hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun er ekki kynbundinn launamunur. Fyrirtæki með jafnlaunavottun eru eftirsóknarverðir vinnustaðir. Önnur fyrirtæki þurfa að hysja upp um sig ef þau ætla að vera samkeppnishæf. Starfsfólk veit að vottunin gefur fyrirheit um að laun eru greidd út frá málefnalegum forsendum og að allt starfsfólk er metið að verðleikum. Það styttist í kvennafrídaginn. Er ekki upplagt að nota tækifærið til að minna á að við erum öll 100%? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær 15 ára dætur mínar eru að lesa fyrir próf. Þær leggja hart að sér, vitandi að það er leiðin til þess að komast inn í framhaldsskóla að eigin vali á næsta ári. Þær vita líka að vinsælustu framhaldsskólarnir eru með kynjakvóta. Stelpur þurfa að hafa hærri einkunnir en strákar til að komast inn. Þar sjá menn verðmætið í því að jafna stöðuna. Dætur mínar og jafnöldrur þeirra hafa hins vegar fæstar áttað sig á því að þegar þær koma út á vinnumarkaðinn að nokkrum árum liðnum bíður þeirra að óbreyttu heimur þar sem framlag þeirra er metið 10% lægra en framlag strákanna. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að við búum svo um hnútana að ungar stúlkur þurfi ekki að sætta sig við framtíð þar sem þær eru verðlagðar sem 90%. Við verðum að útrýma þessum óverjandi kynbundna launamun sem varpar risaskugga á þann góða árangur sem hefur náðst í jafnréttismálum hér á landi. Ég er stolt af því að hafa, ásamt félögum mínum í Viðreisn, átt þátt í að kynna tæki til þess að rétta hér af kúrsinn svo um munar. Við munum láta það verða eitt af okkar fyrstu verkum á þingi að leggja fram þingmál sem mælir fyrir um að fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn þurfi að gangast árlega undir jafnlaunavottun sem yrði framkvæmd samhliða gerð ársreikninga. Slík jafnlaunavottun er hlutlaus staðfesting þess að hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun er ekki kynbundinn launamunur. Fyrirtæki með jafnlaunavottun eru eftirsóknarverðir vinnustaðir. Önnur fyrirtæki þurfa að hysja upp um sig ef þau ætla að vera samkeppnishæf. Starfsfólk veit að vottunin gefur fyrirheit um að laun eru greidd út frá málefnalegum forsendum og að allt starfsfólk er metið að verðleikum. Það styttist í kvennafrídaginn. Er ekki upplagt að nota tækifærið til að minna á að við erum öll 100%?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun