Í átt að „góðri“ peningastjórnun fyrir Ísland Lars Christensen skrifar 12. október 2016 09:00 Undanfarið hefur verið rætt um hvers konar peningamálastjórnun Ísland ætti að hafa og það hefur meðal annars verið lagt til að Íslendingar taki upp svokallað myntráð. Ég ætla ekki að ræða það hér hvort það sé góð eða slæm hugmynd. Ég vil frekar ræða hvaða mælikvarða ætti að nota til að velja „ákjósanlega“ eða öllu heldur „góða“ peningamálastjórnun. Valið á peningamálastjórnun verður að vissu leyti að byggjast á reynslu. Við getum til dæmis ekki sagt að óathuguðu máli að fljótandi gengi sé æskilegra en fastgengiskerfi við allar aðstæður, þótt sum okkar hneigist til að álíta að breytileiki fljótandi gengis sé almennt æskilegri en fastgengiskerfi. Hins vegar held ég að við getum ákvarðað fyrirfram vissar forsendur fyrir því hvaða niðurstöðu við viljum sjá ákveðin peningamálakerfi framkalla. Almennt held ég að helsta markmið peningamálastjórnunar verði að vera að tryggja mesta hugsanlega stöðugleika. Ég sé stöðugleika sem ástand þar sem peningamálastjórnunin skekkir almennt ekki dreifingu vöru, vinnu og fjármagns á milli geira eða á milli mismunandi tímabila. Þannig tel ég að fyrirmyndarstjórn peningamála sé sú sem við getum hugsað um sem „hlutlausa“ í þeim skilningi að hún hafi ekki áhrif á hlutfallsverð í hagkerfinu. Enn fremur vil ég halda því fram að góð peningamálastjórnun sé gagnsæ, fyrirsjáanleg og auðskilin fyrir almenning. Þannig eru reglur æskilegri en geðþótti sem almenn regla. Og loks ætti peningamálastjórnunin að vera sterk. Það felur í sér að hættan á misnotkun eða stjórnmálavæðingu peningakerfisins ætti að vera eins lítil og mögulegt er. Þetta er auðvitað vel þekkt vandamál á Íslandi. Þannig gæti viss stjórnun framkallað góða niðurstöðu í dag, en ef líklegt er að sama stjórnun verði yfirtekin af vissum stjórnmálalegum hagsmunum á morgun þá getum við ekki sagt að stjórnunin sé „góð“. Enn fremur tryggir sterk peningamálastjórnun „góða“ útkomu við mismunandi hnykki í hagkerfinu, breytingar á stjórnmálaástandi eða jafnvel breytingar á stjórnmálastofnunum. Þess vegna er ekki hægt að segja að stjórnun sé sterk ef hún stendur sig aðeins vel þegar um eftirspurnarhnykk er að ræða, en ekki framboðsskell, eða er of viðkvæm fyrir pólitískri óvissu og erfiðleikum. Loks vil ég halda því fram að sterk peningamálastjórnun sé eins lítið háð mannlegri dómgreind og gögnum og hægt er. Þannig getum við ímyndað okkur fullkomna peningamálastjórnun sem tryggir afar mikinn stöðugleika, en henni gæti aðeins Alan Greenspan framfylgt. Slík stjórnun væri sannarlega ekki sterk. Niðurstaðan er sú að góð peningamálastjórnun tryggir mikinn stöðugleika, er gagnsæ, fyrirsjáanleg og er hagfræðilega, pólitískt og stofnanalega sterk. Engin peningamálastefna er líkleg til að vera fullkomin og það er sennilegt að málamiðlanir verði gerðar þegar við veljum stjórn peningamála. Þess vegna þurfum við, þegar við ræðum um upptöku myntráðs á Íslandi, að ræða hvort myntráðið myndi uppfylla skilyrðin sem ég hef rætt hér að ofan. Og við þurfum að ræða aðra valkosti líka – til dæmis hvort hætta skuli alfarið að nota krónuna eða til dæmis að halda áfram að hafa fljótandi gengi en breyta markmiðum Seðlabankans í til dæmis markmið um nafnlaun eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið rætt um hvers konar peningamálastjórnun Ísland ætti að hafa og það hefur meðal annars verið lagt til að Íslendingar taki upp svokallað myntráð. Ég ætla ekki að ræða það hér hvort það sé góð eða slæm hugmynd. Ég vil frekar ræða hvaða mælikvarða ætti að nota til að velja „ákjósanlega“ eða öllu heldur „góða“ peningamálastjórnun. Valið á peningamálastjórnun verður að vissu leyti að byggjast á reynslu. Við getum til dæmis ekki sagt að óathuguðu máli að fljótandi gengi sé æskilegra en fastgengiskerfi við allar aðstæður, þótt sum okkar hneigist til að álíta að breytileiki fljótandi gengis sé almennt æskilegri en fastgengiskerfi. Hins vegar held ég að við getum ákvarðað fyrirfram vissar forsendur fyrir því hvaða niðurstöðu við viljum sjá ákveðin peningamálakerfi framkalla. Almennt held ég að helsta markmið peningamálastjórnunar verði að vera að tryggja mesta hugsanlega stöðugleika. Ég sé stöðugleika sem ástand þar sem peningamálastjórnunin skekkir almennt ekki dreifingu vöru, vinnu og fjármagns á milli geira eða á milli mismunandi tímabila. Þannig tel ég að fyrirmyndarstjórn peningamála sé sú sem við getum hugsað um sem „hlutlausa“ í þeim skilningi að hún hafi ekki áhrif á hlutfallsverð í hagkerfinu. Enn fremur vil ég halda því fram að góð peningamálastjórnun sé gagnsæ, fyrirsjáanleg og auðskilin fyrir almenning. Þannig eru reglur æskilegri en geðþótti sem almenn regla. Og loks ætti peningamálastjórnunin að vera sterk. Það felur í sér að hættan á misnotkun eða stjórnmálavæðingu peningakerfisins ætti að vera eins lítil og mögulegt er. Þetta er auðvitað vel þekkt vandamál á Íslandi. Þannig gæti viss stjórnun framkallað góða niðurstöðu í dag, en ef líklegt er að sama stjórnun verði yfirtekin af vissum stjórnmálalegum hagsmunum á morgun þá getum við ekki sagt að stjórnunin sé „góð“. Enn fremur tryggir sterk peningamálastjórnun „góða“ útkomu við mismunandi hnykki í hagkerfinu, breytingar á stjórnmálaástandi eða jafnvel breytingar á stjórnmálastofnunum. Þess vegna er ekki hægt að segja að stjórnun sé sterk ef hún stendur sig aðeins vel þegar um eftirspurnarhnykk er að ræða, en ekki framboðsskell, eða er of viðkvæm fyrir pólitískri óvissu og erfiðleikum. Loks vil ég halda því fram að sterk peningamálastjórnun sé eins lítið háð mannlegri dómgreind og gögnum og hægt er. Þannig getum við ímyndað okkur fullkomna peningamálastjórnun sem tryggir afar mikinn stöðugleika, en henni gæti aðeins Alan Greenspan framfylgt. Slík stjórnun væri sannarlega ekki sterk. Niðurstaðan er sú að góð peningamálastjórnun tryggir mikinn stöðugleika, er gagnsæ, fyrirsjáanleg og er hagfræðilega, pólitískt og stofnanalega sterk. Engin peningamálastefna er líkleg til að vera fullkomin og það er sennilegt að málamiðlanir verði gerðar þegar við veljum stjórn peningamála. Þess vegna þurfum við, þegar við ræðum um upptöku myntráðs á Íslandi, að ræða hvort myntráðið myndi uppfylla skilyrðin sem ég hef rætt hér að ofan. Og við þurfum að ræða aðra valkosti líka – til dæmis hvort hætta skuli alfarið að nota krónuna eða til dæmis að halda áfram að hafa fljótandi gengi en breyta markmiðum Seðlabankans í til dæmis markmið um nafnlaun eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun