Lekinn ekki sú sprengja sem Trump-liðar vonuðust eftir Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2016 08:45 Vísir/GEtty Leki tölvupósta frá framboði Hillary Clinton virðist ekki hafa verið sú „sprengja“ sem Trump-liðar vonuðust eftir. Meðal þess helsta sem fram hefur komið er að starfsmenn framboðsins urðu þreyttir á framferði Chelsea dóttur Clinton, og kölluðu hana dekraða, Hillary Clinton flutti ræður á Wall Street og bandamenn hennar vonuðust til þess að Donald Trump yrði forsetaefni Repúblikanaflokksins.Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. Þar má finna ræður sem Clinton flutti fyrir forsvarsmenn fjármálafyrirtækja á Wall Street. Þá virðist einnig sem að starfsmenn Demókrataflokksins hafi lekið spurningum til framboðs Clinton fyrir kappræður hennar við Bernie Sanders. Á vef Quartz er farið yfir það að í eðlilegum heimi myndi gagnaleki sem þessi reynast hverju forsetaframboði mjög erfiður. Svo virðist þó sem að Donald Trump og hans fólk hafi ekki mikinn áhuga á að nýta sér tölvupóstana að fullu. Ummæli Trump frá árinu 2005 um konur hafa verið mest á milli tannanna á fólki og hefur gagnalekinn að nokkru leyti fallið í skuggann af þeim. Hann hélt því þó fram í gær að tölvupóstarnir sýndu fram á að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði starfað með framboði Clinton til að „hylja yfir glæpi hennar“. Hann sagði ráðuneytið hafa veitt starfsmönnum Clinton upplýsingar um rannsókn FBI vegna tölvupósta hennar. Á kosningafundi endurtók Trump að hann myndi skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og sækja hana til saka. Blaðamenn CNN hafa lesið póstana og segja engar sannanir vera fyrir því að ráðuneytið hafi hjálpað Clinton. Tölvupóstarnir sem um ræðir hafi snúið að fyrirspurnum vegna lögsóknar og rannsókna Alríkislögreglunnar hafi ekkert verið rædd. Í ræðum Clinton á Wall Street birtist nokkuð andstæð mynd en hún byggði í baráttu sinni gegn Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins. Þar talaði hún ljúflega um frjáls alþjóðaviðskipti og lækkun atvinnuleysisbóta, svo eitthvað sé nefnt.Brian Fallon, talsmaður framboðs Clinton, deildi við Wikileaks á Twitter í gær þar sem hann sakaði samtökin um að vera munnstykki rússneskra yfirvalda sem séu að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Rússlands um tölvuárásir og gagnaleka sem ætlað er að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.Podesta hefur nú sakað framboð Trump um að vera í samstarfi með Wikileaks og Rússum. Hann benti á að Roger Stone, einn af helstu bandamönnum Trump, hefði tíst um komandi gagnaleka í ágúst. Hann hefði greinilega verið í samskiptum við forsvarsmenn Wikileaks. „Ég hef verið viðloðinn stjórnmál í nærri því fimm áratugi en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef þurft að takast á við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir virðast vera að gera allt sem þeir geta fyrir andstæðing okkar,“ sagði Podesta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Leki tölvupósta frá framboði Hillary Clinton virðist ekki hafa verið sú „sprengja“ sem Trump-liðar vonuðust eftir. Meðal þess helsta sem fram hefur komið er að starfsmenn framboðsins urðu þreyttir á framferði Chelsea dóttur Clinton, og kölluðu hana dekraða, Hillary Clinton flutti ræður á Wall Street og bandamenn hennar vonuðust til þess að Donald Trump yrði forsetaefni Repúblikanaflokksins.Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. Þar má finna ræður sem Clinton flutti fyrir forsvarsmenn fjármálafyrirtækja á Wall Street. Þá virðist einnig sem að starfsmenn Demókrataflokksins hafi lekið spurningum til framboðs Clinton fyrir kappræður hennar við Bernie Sanders. Á vef Quartz er farið yfir það að í eðlilegum heimi myndi gagnaleki sem þessi reynast hverju forsetaframboði mjög erfiður. Svo virðist þó sem að Donald Trump og hans fólk hafi ekki mikinn áhuga á að nýta sér tölvupóstana að fullu. Ummæli Trump frá árinu 2005 um konur hafa verið mest á milli tannanna á fólki og hefur gagnalekinn að nokkru leyti fallið í skuggann af þeim. Hann hélt því þó fram í gær að tölvupóstarnir sýndu fram á að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði starfað með framboði Clinton til að „hylja yfir glæpi hennar“. Hann sagði ráðuneytið hafa veitt starfsmönnum Clinton upplýsingar um rannsókn FBI vegna tölvupósta hennar. Á kosningafundi endurtók Trump að hann myndi skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og sækja hana til saka. Blaðamenn CNN hafa lesið póstana og segja engar sannanir vera fyrir því að ráðuneytið hafi hjálpað Clinton. Tölvupóstarnir sem um ræðir hafi snúið að fyrirspurnum vegna lögsóknar og rannsókna Alríkislögreglunnar hafi ekkert verið rædd. Í ræðum Clinton á Wall Street birtist nokkuð andstæð mynd en hún byggði í baráttu sinni gegn Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins. Þar talaði hún ljúflega um frjáls alþjóðaviðskipti og lækkun atvinnuleysisbóta, svo eitthvað sé nefnt.Brian Fallon, talsmaður framboðs Clinton, deildi við Wikileaks á Twitter í gær þar sem hann sakaði samtökin um að vera munnstykki rússneskra yfirvalda sem séu að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Rússlands um tölvuárásir og gagnaleka sem ætlað er að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.Podesta hefur nú sakað framboð Trump um að vera í samstarfi með Wikileaks og Rússum. Hann benti á að Roger Stone, einn af helstu bandamönnum Trump, hefði tíst um komandi gagnaleka í ágúst. Hann hefði greinilega verið í samskiptum við forsvarsmenn Wikileaks. „Ég hef verið viðloðinn stjórnmál í nærri því fimm áratugi en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef þurft að takast á við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir virðast vera að gera allt sem þeir geta fyrir andstæðing okkar,“ sagði Podesta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira