Svona eru kræsingar flokkanna Anton Egilsson skrifar 29. október 2016 18:00 Ýmsar kræsingar voru á boðstólnum í kosningamiðstöðvum flokkanna í tilefni dagsins. Mikill erill hefur verið í kosningamiðstöðvum stjórnmálaflokkanna í dag eins og við var að búast. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að sækja kosningamiðstöðvar heim en margir stinga eflaust inn nefinu í þeim tilgangi að gæða sér á þeim kræsingum sem í boði eru. Leggja flokkar því oft á sig mikið kapp við að hafa veisluhlaðborð sitt sem allra veglegast. Fréttastofan fór á stúfana og rýndi í þann urmul veitinga sem flokkarnir bjóða upp á í tilefni kosningadagsins. Dæmi svo hver um sig hver er með veglegasta hlaðborðið.Hlaðborð Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn splæsti í tertu af dýrari gerðinni en vel skreytt Framsóknarterta blasti við gestum í kosingamiðstöð þeirra. Þá var einnig boðið upp á vel framsetta brauðtertu auk þess sem að flatkökur með rammíslensku hangikjöti voru á boðstólnum.Frá kosningamiðstöð Vinstri Grænna.Vinstri grænir buðu upp á ansi stílhreint og vel útilátið hlaðborð í kosningamiðstöð sinni. Á því var að finna brauð, kökur, ávextir og kex. Eitthvað við hæfi allra, svo mikið er víst.Kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar.Snitturnar sem Björt framtíð buðu upp á ruku út eins og heitar lummur en eins og sjá má á myndinni voru þær við það að klárast. Þá var einnig boðið upp á kex og osta sem og pönnukökur sem eflaust hafa fallið vel í kramið hjá gestum og gangandi.Hlaðborðið í miðstöð Samfylkingarinnar.Í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar var í ýmis horn að líta. Þar var hægt að gæða sér á köku með rjóma auk þess sem meðal annars var boðið upp á pastarétt.Hlaðborð Viðreisnar í tilefni dagsins.Á hlaðborði Viðreisnar kennir ýmissa grasa. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi en boðið er upp á nokkrar tegundir af brauði og hvorki meira né minna en þrjár tegundir af vínberjum.Frá Valhöll í dag.Kruðerí var í forgrunni í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Þar var boðið upp á ýmsar tegundir af tertum og kökum auk annars góðgætis.Kosningamiðstöð Pírata var um borð í bát.Píratar voru lítið að flækja málin og buðu vafalaust upp á heiðarlegustu kræsingarnar. Þar skoluðu gestir kexkökum niður með uppáhelltu kaffi. Kosningar 2016 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Mikill erill hefur verið í kosningamiðstöðvum stjórnmálaflokkanna í dag eins og við var að búast. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að sækja kosningamiðstöðvar heim en margir stinga eflaust inn nefinu í þeim tilgangi að gæða sér á þeim kræsingum sem í boði eru. Leggja flokkar því oft á sig mikið kapp við að hafa veisluhlaðborð sitt sem allra veglegast. Fréttastofan fór á stúfana og rýndi í þann urmul veitinga sem flokkarnir bjóða upp á í tilefni kosningadagsins. Dæmi svo hver um sig hver er með veglegasta hlaðborðið.Hlaðborð Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn splæsti í tertu af dýrari gerðinni en vel skreytt Framsóknarterta blasti við gestum í kosingamiðstöð þeirra. Þá var einnig boðið upp á vel framsetta brauðtertu auk þess sem að flatkökur með rammíslensku hangikjöti voru á boðstólnum.Frá kosningamiðstöð Vinstri Grænna.Vinstri grænir buðu upp á ansi stílhreint og vel útilátið hlaðborð í kosningamiðstöð sinni. Á því var að finna brauð, kökur, ávextir og kex. Eitthvað við hæfi allra, svo mikið er víst.Kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar.Snitturnar sem Björt framtíð buðu upp á ruku út eins og heitar lummur en eins og sjá má á myndinni voru þær við það að klárast. Þá var einnig boðið upp á kex og osta sem og pönnukökur sem eflaust hafa fallið vel í kramið hjá gestum og gangandi.Hlaðborðið í miðstöð Samfylkingarinnar.Í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar var í ýmis horn að líta. Þar var hægt að gæða sér á köku með rjóma auk þess sem meðal annars var boðið upp á pastarétt.Hlaðborð Viðreisnar í tilefni dagsins.Á hlaðborði Viðreisnar kennir ýmissa grasa. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi en boðið er upp á nokkrar tegundir af brauði og hvorki meira né minna en þrjár tegundir af vínberjum.Frá Valhöll í dag.Kruðerí var í forgrunni í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Þar var boðið upp á ýmsar tegundir af tertum og kökum auk annars góðgætis.Kosningamiðstöð Pírata var um borð í bát.Píratar voru lítið að flækja málin og buðu vafalaust upp á heiðarlegustu kræsingarnar. Þar skoluðu gestir kexkökum niður með uppáhelltu kaffi.
Kosningar 2016 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira