Mannréttindabrot og ofsóknir í Íran Eðvarð T. Jónsson skrifar 28. október 2016 09:12 Þrátt fyrir fyrirheit Hassan Rouhani Íransforseta um opnara samfélag og yfirlýsingar hans um friðarvilja, hófsemi og réttlætiskennd á vettvangi SÞ hefur mannréttindabrotum í Íran fjölgað og ofsóknir á hendur minnihlutahópum aukist síðan hann tók við embætti fyrir þremur árum. Þetta á ekki síst við um þá herferð ofsókna og grimmdarverka sem íranska klerkastjórnin hefur haldið uppi áratugum saman gegn baháʼíum í Íran, langstærsta trúarminnihluta landsins. Bahá’íar eru sakaðir um lítt skilgreindar sakir, þar á meðal „óvináttu gegn Guði“, „spillingu á jörðinni“ en einnig um njósnir fyrir Ísrael og Bandaríkin. Hatrið og fordómarnir sem klerkastjórnin hefur alið á kerfisbundið, m.a. með tilstyrk öflugra ríkisfjölmiðla, hefur orðið til þess að víða hefur verið ráðist gegn bahá’íum á heimilum þeirra. Nýleg dæmi eru morð á tveimur fjölskyldufeðrum, öðrum í Yazd og hinum í Bandar Abbas. Annar þeirra, Farhang Amiri, 63 gamall bóndi og bílstjóri í Yazd, var stunginn til bana á heimili sínu í september síðastliðnum. Tilræðismennirnir náðust og játuðu að trúarástæður hefðu ráðið gerðum þeirra. Hinn, Ataollah Rezvani sérfræðingur á sviði vatnsveitumála, var numinn á brott og skotinn til bana í heimabæ sínum Bandar Abbas. Fjöldi vina og nágranna beggja þessara manna hafa borið vitni um mannkosti þeirra, heiðarleika og hjálpsemi. Engin vafi leikur á því að þessir glæpir eru sprottnir af þeim óhróðri og tilhæfulausu ásökunum sem ríkisfjölmiðlar hafa með samþykki stjórnvalda dreift um bahá’ía og aðra minnihlutahópa í Íran. Á síðustu tveimur árum hafa meira en 20.000 greinar fjandsamlegar bahá'íum birst í írönskum blöðum og tímaritum. Íslenskir bahá’íar og trúsystkini þeirra um allan heim eru harmi slegnir vegna þessara óhæfuverka. Trúfélagar þeirra í Íran hafa krafist þess að allir gerendur verði dregnir til ábyrgðar og fyrstu skrefin í þeirri viðleitni verið stigin þótt enn hafi yfirvöldum ekki tekist að hafa upp á morðingjum Atatollah Rezvani. Vonast er til að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á það á vettvangi SÞ og í samskiptum sínum við stjórnvöld í Íran að réttlætið nái fram að ganga, borgaraleg réttindi bahá’ía í Íran verði virt og öryggi þeirra tryggt eins og annarra þegna landsins. Á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðin er frá stofnun islamska lýðveldisins Írans hafa mörg hundruð bahá’íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að afneita trú sinni. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá’íum hefur verið neitað um inngöngu í háskóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svift eftirlaunum og ellilífeyri. Í leyniskjali stjórnarinnar frá 1991 sem Ajatollah Khamenei undirritaði og Mannréttindanefnd SÞ komst yfir og gerði opinbert 1993 er að finna áætlun um upprætingu bahá’í samfélagisins í Íran með langtímaaðgerðum sem miða að því að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærileg. Lagt er til að gerð verði áætlun um að eyðileggja menningarlegar rætur bahá’í samfélagsins utan Íran og er hér væntanlega verið að vísa til höfuðstöðva trúarinnar í Ísrael. Unnið hefur verið samkvæmt þessum áætlunum með því að svpfta bahá’ía stjórnarskrárbundnum réttindum varðandi nám, atvinnu og eignarétt og með eyðingu helgistaða og menningarverðmæta. Margt bendir til þess að hertra aðgerða sé að vænta gegn bahá’í samfélaginu í Íran. Veruleg hætta er á að ofbeldisverk eins og morðið á Amiri verði látin óátalin og þeir sem fremja slíka glæpi verði ekki sóttir til saka. Alþjóðlegt samfélag bahá’ía hefur af þessum sökum ítrekað beint þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda víða um heim að þau mótmæli þessum mannréttindabrotum og ofsóknum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og við sendifulltrúa írönsku stjórnarinnar í löndum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eðvarð T. Jónsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir fyrirheit Hassan Rouhani Íransforseta um opnara samfélag og yfirlýsingar hans um friðarvilja, hófsemi og réttlætiskennd á vettvangi SÞ hefur mannréttindabrotum í Íran fjölgað og ofsóknir á hendur minnihlutahópum aukist síðan hann tók við embætti fyrir þremur árum. Þetta á ekki síst við um þá herferð ofsókna og grimmdarverka sem íranska klerkastjórnin hefur haldið uppi áratugum saman gegn baháʼíum í Íran, langstærsta trúarminnihluta landsins. Bahá’íar eru sakaðir um lítt skilgreindar sakir, þar á meðal „óvináttu gegn Guði“, „spillingu á jörðinni“ en einnig um njósnir fyrir Ísrael og Bandaríkin. Hatrið og fordómarnir sem klerkastjórnin hefur alið á kerfisbundið, m.a. með tilstyrk öflugra ríkisfjölmiðla, hefur orðið til þess að víða hefur verið ráðist gegn bahá’íum á heimilum þeirra. Nýleg dæmi eru morð á tveimur fjölskyldufeðrum, öðrum í Yazd og hinum í Bandar Abbas. Annar þeirra, Farhang Amiri, 63 gamall bóndi og bílstjóri í Yazd, var stunginn til bana á heimili sínu í september síðastliðnum. Tilræðismennirnir náðust og játuðu að trúarástæður hefðu ráðið gerðum þeirra. Hinn, Ataollah Rezvani sérfræðingur á sviði vatnsveitumála, var numinn á brott og skotinn til bana í heimabæ sínum Bandar Abbas. Fjöldi vina og nágranna beggja þessara manna hafa borið vitni um mannkosti þeirra, heiðarleika og hjálpsemi. Engin vafi leikur á því að þessir glæpir eru sprottnir af þeim óhróðri og tilhæfulausu ásökunum sem ríkisfjölmiðlar hafa með samþykki stjórnvalda dreift um bahá’ía og aðra minnihlutahópa í Íran. Á síðustu tveimur árum hafa meira en 20.000 greinar fjandsamlegar bahá'íum birst í írönskum blöðum og tímaritum. Íslenskir bahá’íar og trúsystkini þeirra um allan heim eru harmi slegnir vegna þessara óhæfuverka. Trúfélagar þeirra í Íran hafa krafist þess að allir gerendur verði dregnir til ábyrgðar og fyrstu skrefin í þeirri viðleitni verið stigin þótt enn hafi yfirvöldum ekki tekist að hafa upp á morðingjum Atatollah Rezvani. Vonast er til að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á það á vettvangi SÞ og í samskiptum sínum við stjórnvöld í Íran að réttlætið nái fram að ganga, borgaraleg réttindi bahá’ía í Íran verði virt og öryggi þeirra tryggt eins og annarra þegna landsins. Á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðin er frá stofnun islamska lýðveldisins Írans hafa mörg hundruð bahá’íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að afneita trú sinni. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá’íum hefur verið neitað um inngöngu í háskóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svift eftirlaunum og ellilífeyri. Í leyniskjali stjórnarinnar frá 1991 sem Ajatollah Khamenei undirritaði og Mannréttindanefnd SÞ komst yfir og gerði opinbert 1993 er að finna áætlun um upprætingu bahá’í samfélagisins í Íran með langtímaaðgerðum sem miða að því að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærileg. Lagt er til að gerð verði áætlun um að eyðileggja menningarlegar rætur bahá’í samfélagsins utan Íran og er hér væntanlega verið að vísa til höfuðstöðva trúarinnar í Ísrael. Unnið hefur verið samkvæmt þessum áætlunum með því að svpfta bahá’ía stjórnarskrárbundnum réttindum varðandi nám, atvinnu og eignarétt og með eyðingu helgistaða og menningarverðmæta. Margt bendir til þess að hertra aðgerða sé að vænta gegn bahá’í samfélaginu í Íran. Veruleg hætta er á að ofbeldisverk eins og morðið á Amiri verði látin óátalin og þeir sem fremja slíka glæpi verði ekki sóttir til saka. Alþjóðlegt samfélag bahá’ía hefur af þessum sökum ítrekað beint þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda víða um heim að þau mótmæli þessum mannréttindabrotum og ofsóknum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og við sendifulltrúa írönsku stjórnarinnar í löndum sínum.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar