Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 69-66 | Botnliðið vann í framlengingu Guðmundur Steinarsson í Röstinni skrifar 26. október 2016 21:00 Ingi Þór Steinþórsson og Pálína María Gunnlaugsdóttir þurftu að sætta sig við tap í Röstinni. vísir/eyþór Grindavík, sem var á botni Domino's-deildar kvenna í körfubolta fyrir kvöldið, gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Snæfells á heimavelli sínum í Röstinn í kvöld í rafmögnuðum spennuleik, 69-66. Snæfell var í flottum málum þegar lítið var eftir og hafði átta stiga forskot en flottur endasprettur Grindvíkinga kom liðinu í framlengingu þar sem það var svo sterkari aðilinn. Ashley Grimes var stigahæst Grindavíkurliðsins með 24 stig auk þess sem hún tók 16 fráköst en reynsluboltinn Petrúnella Skúladóttir skilaði flottri tvennu með þrettán stigum og tíu fráköstum. Meistarar Snæfells spiluðu án Kana í kvöld eftir að þeir létu sinn fara um helgina. Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst með 17 stig auk þess sem hún tók sjö fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 16 og tók sjö fráköst. Grindvíkingar komu til leiks með risatap á bakinu frá síðasta leik. Einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins hjá reynslumiklu liði eins og Grindavík er ekki eitthvað sem getur talið ásættanlegt. Hjá Snæfell var þessu öfugt farið 4 sigrar í fyrstu fimm leikjunum þarf af fjórir í röð. Taylor Brown farin til síns heima og nýr erlendur leikmaður á leiðinni. Bryndís Guðmundsdóttir aftur á móti komin í búning og klár í slaginn. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur hafi verið kaflaskiptur. Grindavík byrjaði mikið betur. Heimastúlkur voru hreyfanlegar og ákafar í vörninni og neyddu Snæfellinga í að taka erfið skot. Þessi góða vörn skilaði liðinu góðu forskoti og voru Grindvíkingar með 15 stiga forskot eftir 1.leikhluta 25-10. Það kom allt annað Snæfellslið inná í 2.leikhluta, þær fóru að spila almennilega vörn. Þetta virtist slá Grindavík útaf laginu því þær voru ráðlausar oft á tíðum og tóku margar slæmar ákvarðanir í skotum og sendingum. Enda skorar Grindavík ekki nema 5 stig í 2.leikhluta. Heimastúlkur fóru engu að síður með 5 stiga forystu inní hálfleik. Ingi Þór hefur greinilega barið kjark í sínar stelpur. Því Snæfell kom inní 3.leikhluta af miklum krafti og vann upp forskot Grindvíkinga og komst 4 stigum yfir. Aftur var Grindavík ráðþrota í sóknarleik sínum og þau opnu skot sem þær fengu rötuðu ekki ofaní, 8 stig náðu þær að skora í 3.leihluta. En Grindavík er með hörkulið og í loka fjórðungnum komu þær tilbaka. Þær börðust eins og ljón allt til enda. Það skilað þeim framlengingu þegar að Ashley Grimes setti niður silkimjúkann þrist á lokasekúndum venjulegs leiktíma. Björn Steinar hafði tekið leikhlé og hann teiknaði upp kerfi fyrir sitt lið sem enda með því að Grimes smellti þristinum eins við Íslendingar smellum lakkrísröri í appelsínflösku. Þetta kveikti heldur betur í heimastúlkum. Framlengingin var æsispennandi. Liðin skiptust á að setja niður þriggja stiga skot og hafa forystu. Það fór svo að lokum að Grindavík reyndist sterkari aðilinn í þessum leik og fór með sigur af hólmi 69-66.Af hverju vann Grindavík ? Það fyrsta sem kemur uppí hugann er vinnusemi. Grindavíkurstelpur voru gríðarlega duglegar í vörninni allan leikinn. Mögulega bitnaði það aðeins á sóknarleik liðsins. Stelpurnar virtust ákveðnar í að snúa slæmi gengi að undanförnu sér í vil og það tókst. Enda þetta Grindarvíkurlið alltof reynslumikið og sterkt til þess að vera jafn neðarlega og það var.Bestu menn vallarins Ashley Grimes var maður leiksins, hún skoraði körfuna sem tryggði Grindavík framlenginu og var síðan allt í öllu í framlengingunni. Ásamt Grimes voru Petrúnell og Ingunn Embla drjúgar.Tölfræði sem vakti athygli Heilt yfir er tölfræði liðanna mjög lík. Þau eru að taka svipað magn af skotum bæði fyrir innan og utan þriggja stiga línuna. Liðin eru að frákasta nánast það sama og eins munar ekki nema einu víti á milli liðanna. Stolnir boltar, tapaðir boltar eða varin skot það er eins lítll munur og hugast getur. Þetta sýnir hvað leikurinn var jafn og spennandi.Hvað gekk illa? Snæfell gekk illa í upphafi leiks og koma boltanum upp völlinn. Það virðist hafa tekið liðið alveg fyrsta leikluta að venjast því að vera ekki með Taylor Brown lengur innanborðs. Í öðrum og þriðja leikhluta gekk Grindvíkingum erfiðlega að koma boltanum ofaní körfuna. Á tímum var ótrúlegt að sjá hvernig boltinn vildi bara ekki ofaní.Grindavík-Snæfell 69-66 (25-10, 5-15, 8-17, 20-16, 11-8)Grindavík: Ashley Grimes 24/16 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 13/10 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 10, María Ben Erlingsdóttir 8/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5/5 fráköst, Íris Sverrisdóttir 4/6 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 3, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2.Snæfell: Pálína María Gunnlaugsdóttir 17/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 10, María Björnsdóttir 6, Berglind Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 5/6 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.Björn Steinar: Kærkominn sigur Birni Steinari þjálfara Grindavíkur var létt í leikslok. Hann var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. „Þær eru örugglega alveg búnar á því, ég er allavega alveg búinn á því,“ sagði Björn Steinar og bætti við að þetta hafi verið kærkominn sigur. Hvort þetta hafi verið léttir eftir fjögurra leikja taphrinu játti Björn sagði að þetta hafi verið eitthvað sem þurfti að koma. Bætti hann við: „Snæfell er Íslandsmeistari síðustu þriggja ára og þær kunna að spila saman og gáfu okkur verðugt verkefni hér í kvöld.“ Björn Steinar telur að góð vörn tvisvar þrisvar í röð hafi kostað Snæfell sigurinn fyrir sitt lið. Liðið byrjaði leikinn af miklum krafti en missti dampinn í öðrum og þriðja leikhluta. „Þetta virðist einkenna Grindavíkurstelpur akkúrat núna, við höfum verið að gera þetta undanfarið.“ Björn Steinar segir að hann sé búinn að tala við þær um að halda boltanum betur og vera rólegri í sóknarleiknum og að það taki bara tíma og ná þessu i gegn.Ingi Þór: Stoltur af stelpunum Ingi Þór var ekki reiður eftir leikinn þrátt fyrir tap í framlengingu. „Nei allavega ekki eins og dómararnir vildu halda,“ sagði hann. Fannst Inga að Snæfell hefði átt að vinna leikinn. „Já við áttum að gera það, við gerðum hérna mistök á lokakafla leiksins þegar við ætlum að brjóta á þeim en það tekst ekki.“ Ingi Þór var heilt yfir ánægður með leik sinna stúlkna. „Við vorum búnar að gera gríðarlega flotta hluta hérna, komum tilbaka eftir að vera 21 stigi undir, það er þvílíkur viðsnúningur“. Sagði Ingi Þór og bætti við að honum fannst vanta að liðið sitt sækti meira að körfunni í lokin til að taka leikinn. Snæfell var komið í 12 stiga forystu á tímabili. Þá fórum við að reyna halda forskotinu og þá náðu þær að komast inní leikinn,“ sagði hann. Inga Þór finnst Grindavíkurliðið vera alltof gott til að vera í neðsta sæti. Spurður hvort að það hafi tekið liðið fyrsta leikhluta að venjast því að vera ekki með Taylor Brown lengur innanborðs svaraði Ingi: „Já, það er enginn leikstjórnandi í liðinu og það sást oft á tíðum,“ sagði þjálfarinn. Ingi Þór var stoltur af liðinu að ná að grafa sig upp úr þeirri holu sem það var komið í og ná að komast inní leikinn aftur. „Það hefði ekkert verið ósanngjarnt ef við hefðum unnið í kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson. Von er á nýjum erlendum leikmanni til liðsins fyrir næsta leik ásamt því að Bryndís Guðmundsdóttir var með í fyrsta skipti í vetur í kvöld. „Svo er Alda Leif líka að æfa og það á eftir að koma í ljós hversu mikið hún verður með, en við erum með flottar stelpur hérna og fullt af stelpum sem geta spilað hjá okkur,“ sagði Ingi og bætti við: „Þetta sé lið sem þurfi að standa saman sama hvort það sé erlendur leikmaður eða ekki þá þarf að leggja sig fram og vinna vinnuna sem við gerðum í 35 mínútur af 45 mínútum og það kostaði okkur sigurinn.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Grindavík, sem var á botni Domino's-deildar kvenna í körfubolta fyrir kvöldið, gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Snæfells á heimavelli sínum í Röstinn í kvöld í rafmögnuðum spennuleik, 69-66. Snæfell var í flottum málum þegar lítið var eftir og hafði átta stiga forskot en flottur endasprettur Grindvíkinga kom liðinu í framlengingu þar sem það var svo sterkari aðilinn. Ashley Grimes var stigahæst Grindavíkurliðsins með 24 stig auk þess sem hún tók 16 fráköst en reynsluboltinn Petrúnella Skúladóttir skilaði flottri tvennu með þrettán stigum og tíu fráköstum. Meistarar Snæfells spiluðu án Kana í kvöld eftir að þeir létu sinn fara um helgina. Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst með 17 stig auk þess sem hún tók sjö fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 16 og tók sjö fráköst. Grindvíkingar komu til leiks með risatap á bakinu frá síðasta leik. Einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins hjá reynslumiklu liði eins og Grindavík er ekki eitthvað sem getur talið ásættanlegt. Hjá Snæfell var þessu öfugt farið 4 sigrar í fyrstu fimm leikjunum þarf af fjórir í röð. Taylor Brown farin til síns heima og nýr erlendur leikmaður á leiðinni. Bryndís Guðmundsdóttir aftur á móti komin í búning og klár í slaginn. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur hafi verið kaflaskiptur. Grindavík byrjaði mikið betur. Heimastúlkur voru hreyfanlegar og ákafar í vörninni og neyddu Snæfellinga í að taka erfið skot. Þessi góða vörn skilaði liðinu góðu forskoti og voru Grindvíkingar með 15 stiga forskot eftir 1.leikhluta 25-10. Það kom allt annað Snæfellslið inná í 2.leikhluta, þær fóru að spila almennilega vörn. Þetta virtist slá Grindavík útaf laginu því þær voru ráðlausar oft á tíðum og tóku margar slæmar ákvarðanir í skotum og sendingum. Enda skorar Grindavík ekki nema 5 stig í 2.leikhluta. Heimastúlkur fóru engu að síður með 5 stiga forystu inní hálfleik. Ingi Þór hefur greinilega barið kjark í sínar stelpur. Því Snæfell kom inní 3.leikhluta af miklum krafti og vann upp forskot Grindvíkinga og komst 4 stigum yfir. Aftur var Grindavík ráðþrota í sóknarleik sínum og þau opnu skot sem þær fengu rötuðu ekki ofaní, 8 stig náðu þær að skora í 3.leihluta. En Grindavík er með hörkulið og í loka fjórðungnum komu þær tilbaka. Þær börðust eins og ljón allt til enda. Það skilað þeim framlengingu þegar að Ashley Grimes setti niður silkimjúkann þrist á lokasekúndum venjulegs leiktíma. Björn Steinar hafði tekið leikhlé og hann teiknaði upp kerfi fyrir sitt lið sem enda með því að Grimes smellti þristinum eins við Íslendingar smellum lakkrísröri í appelsínflösku. Þetta kveikti heldur betur í heimastúlkum. Framlengingin var æsispennandi. Liðin skiptust á að setja niður þriggja stiga skot og hafa forystu. Það fór svo að lokum að Grindavík reyndist sterkari aðilinn í þessum leik og fór með sigur af hólmi 69-66.Af hverju vann Grindavík ? Það fyrsta sem kemur uppí hugann er vinnusemi. Grindavíkurstelpur voru gríðarlega duglegar í vörninni allan leikinn. Mögulega bitnaði það aðeins á sóknarleik liðsins. Stelpurnar virtust ákveðnar í að snúa slæmi gengi að undanförnu sér í vil og það tókst. Enda þetta Grindarvíkurlið alltof reynslumikið og sterkt til þess að vera jafn neðarlega og það var.Bestu menn vallarins Ashley Grimes var maður leiksins, hún skoraði körfuna sem tryggði Grindavík framlenginu og var síðan allt í öllu í framlengingunni. Ásamt Grimes voru Petrúnell og Ingunn Embla drjúgar.Tölfræði sem vakti athygli Heilt yfir er tölfræði liðanna mjög lík. Þau eru að taka svipað magn af skotum bæði fyrir innan og utan þriggja stiga línuna. Liðin eru að frákasta nánast það sama og eins munar ekki nema einu víti á milli liðanna. Stolnir boltar, tapaðir boltar eða varin skot það er eins lítll munur og hugast getur. Þetta sýnir hvað leikurinn var jafn og spennandi.Hvað gekk illa? Snæfell gekk illa í upphafi leiks og koma boltanum upp völlinn. Það virðist hafa tekið liðið alveg fyrsta leikluta að venjast því að vera ekki með Taylor Brown lengur innanborðs. Í öðrum og þriðja leikhluta gekk Grindvíkingum erfiðlega að koma boltanum ofaní körfuna. Á tímum var ótrúlegt að sjá hvernig boltinn vildi bara ekki ofaní.Grindavík-Snæfell 69-66 (25-10, 5-15, 8-17, 20-16, 11-8)Grindavík: Ashley Grimes 24/16 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 13/10 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 10, María Ben Erlingsdóttir 8/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5/5 fráköst, Íris Sverrisdóttir 4/6 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 3, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2.Snæfell: Pálína María Gunnlaugsdóttir 17/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 10, María Björnsdóttir 6, Berglind Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 5/6 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.Björn Steinar: Kærkominn sigur Birni Steinari þjálfara Grindavíkur var létt í leikslok. Hann var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. „Þær eru örugglega alveg búnar á því, ég er allavega alveg búinn á því,“ sagði Björn Steinar og bætti við að þetta hafi verið kærkominn sigur. Hvort þetta hafi verið léttir eftir fjögurra leikja taphrinu játti Björn sagði að þetta hafi verið eitthvað sem þurfti að koma. Bætti hann við: „Snæfell er Íslandsmeistari síðustu þriggja ára og þær kunna að spila saman og gáfu okkur verðugt verkefni hér í kvöld.“ Björn Steinar telur að góð vörn tvisvar þrisvar í röð hafi kostað Snæfell sigurinn fyrir sitt lið. Liðið byrjaði leikinn af miklum krafti en missti dampinn í öðrum og þriðja leikhluta. „Þetta virðist einkenna Grindavíkurstelpur akkúrat núna, við höfum verið að gera þetta undanfarið.“ Björn Steinar segir að hann sé búinn að tala við þær um að halda boltanum betur og vera rólegri í sóknarleiknum og að það taki bara tíma og ná þessu i gegn.Ingi Þór: Stoltur af stelpunum Ingi Þór var ekki reiður eftir leikinn þrátt fyrir tap í framlengingu. „Nei allavega ekki eins og dómararnir vildu halda,“ sagði hann. Fannst Inga að Snæfell hefði átt að vinna leikinn. „Já við áttum að gera það, við gerðum hérna mistök á lokakafla leiksins þegar við ætlum að brjóta á þeim en það tekst ekki.“ Ingi Þór var heilt yfir ánægður með leik sinna stúlkna. „Við vorum búnar að gera gríðarlega flotta hluta hérna, komum tilbaka eftir að vera 21 stigi undir, það er þvílíkur viðsnúningur“. Sagði Ingi Þór og bætti við að honum fannst vanta að liðið sitt sækti meira að körfunni í lokin til að taka leikinn. Snæfell var komið í 12 stiga forystu á tímabili. Þá fórum við að reyna halda forskotinu og þá náðu þær að komast inní leikinn,“ sagði hann. Inga Þór finnst Grindavíkurliðið vera alltof gott til að vera í neðsta sæti. Spurður hvort að það hafi tekið liðið fyrsta leikhluta að venjast því að vera ekki með Taylor Brown lengur innanborðs svaraði Ingi: „Já, það er enginn leikstjórnandi í liðinu og það sást oft á tíðum,“ sagði þjálfarinn. Ingi Þór var stoltur af liðinu að ná að grafa sig upp úr þeirri holu sem það var komið í og ná að komast inní leikinn aftur. „Það hefði ekkert verið ósanngjarnt ef við hefðum unnið í kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson. Von er á nýjum erlendum leikmanni til liðsins fyrir næsta leik ásamt því að Bryndís Guðmundsdóttir var með í fyrsta skipti í vetur í kvöld. „Svo er Alda Leif líka að æfa og það á eftir að koma í ljós hversu mikið hún verður með, en við erum með flottar stelpur hérna og fullt af stelpum sem geta spilað hjá okkur,“ sagði Ingi og bætti við: „Þetta sé lið sem þurfi að standa saman sama hvort það sé erlendur leikmaður eða ekki þá þarf að leggja sig fram og vinna vinnuna sem við gerðum í 35 mínútur af 45 mínútum og það kostaði okkur sigurinn.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira