Sjúkraþjálfun styrkir heilsugæsluna Unnur Pétursdóttir skrifar 25. október 2016 00:00 Sjúkraþjálfun er verulega vannýtt úrræði í heilbrigðiskerfinu en gæti sparað háar upphæðir og aukið skilvirkni heilsugæslunnar. Víða erlendis er það þekkt að sjúkraþjálfarar starfa á heilsugæslustöðvum. Starf þeirra þar er einkum fólgið í fræðslu, ráðgjöf og móttöku skjólstæðinga með stoðkerfiseinkenni og lífstílssjúkdóma. Það er þekkt vandamál hversu erfitt er að komast að hjá heimilislæknum hér á landi og ekkert útlit er fyrir því að það lagist á næstunni. Almennt er talið að yfir helmingur heimsókna til heimilislækna hér á landi sé vegna stoðkerfiseinkenna. Þar sem stoðkerfismóttökur með sjúkraþjálfara í broddi fylkingar eru til staðar erlendis hefur aftur á móti náðst mikill árangur við að losa talsvert um ásetinn tíma heimilslæknanna. Nýlega urðu þær breytingar í heilsugæslunni hérlendis að sálfræðingar voru ráðnir inn á stöðvarnar og er það fagnaðarefni. Sálfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa alla tíð átt náið og gott samstarf og samstarf þeirra á heilsugæslustöðvum væri ákjósanlegt módel fyrir heilsugæsluna að þróa í baráttunni við lífsstílssjúkdóma. Á skal að ósi stemma, segir í máltækinu og ekki er vanþörf á að halda því á lofti þegar hugað er að heilbrigðiskerfinu. Hátækni, lyf og skurðaðgerðir eru afar dýr úrræði og því nauðsynlegt að huga að því hvað hægt er að gera áður en til þeirra úrræða þarf að grípa. Forvarnir, fræðslu og sjúkraþjálfun má stórefla í þessum tilgangi. Sé ráðamönnum alvara í því að efla heilsugæsluna þá er stórfelld efling sjúkraþjálfunar og aðkoma fleiri heilbrigðisstétta innan hennar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfun er verulega vannýtt úrræði í heilbrigðiskerfinu en gæti sparað háar upphæðir og aukið skilvirkni heilsugæslunnar. Víða erlendis er það þekkt að sjúkraþjálfarar starfa á heilsugæslustöðvum. Starf þeirra þar er einkum fólgið í fræðslu, ráðgjöf og móttöku skjólstæðinga með stoðkerfiseinkenni og lífstílssjúkdóma. Það er þekkt vandamál hversu erfitt er að komast að hjá heimilislæknum hér á landi og ekkert útlit er fyrir því að það lagist á næstunni. Almennt er talið að yfir helmingur heimsókna til heimilislækna hér á landi sé vegna stoðkerfiseinkenna. Þar sem stoðkerfismóttökur með sjúkraþjálfara í broddi fylkingar eru til staðar erlendis hefur aftur á móti náðst mikill árangur við að losa talsvert um ásetinn tíma heimilslæknanna. Nýlega urðu þær breytingar í heilsugæslunni hérlendis að sálfræðingar voru ráðnir inn á stöðvarnar og er það fagnaðarefni. Sálfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa alla tíð átt náið og gott samstarf og samstarf þeirra á heilsugæslustöðvum væri ákjósanlegt módel fyrir heilsugæsluna að þróa í baráttunni við lífsstílssjúkdóma. Á skal að ósi stemma, segir í máltækinu og ekki er vanþörf á að halda því á lofti þegar hugað er að heilbrigðiskerfinu. Hátækni, lyf og skurðaðgerðir eru afar dýr úrræði og því nauðsynlegt að huga að því hvað hægt er að gera áður en til þeirra úrræða þarf að grípa. Forvarnir, fræðslu og sjúkraþjálfun má stórefla í þessum tilgangi. Sé ráðamönnum alvara í því að efla heilsugæsluna þá er stórfelld efling sjúkraþjálfunar og aðkoma fleiri heilbrigðisstétta innan hennar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar