Piratar vilja aðgerðir í loftslagsmálum Albert Svan Sigurðsson skrifar 24. október 2016 14:36 Loftslagsmálin eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og Píratar telja að Ísland geti rutt veginn fyrir önnur ríki og miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Flokkurinn samþykkti í síðustu viku framsækna aðgerðastefnu í loftslagsmálum sem miðar við að hraða fyrri áætlunum ríkisvaldsins og bæta við úrræðum til að uppfylla skilyrði Parísarsamningsins árið 2025. Samkvæmt stefnu Pírata verður að leggja metnað í aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% af því sem hún var árið 1990, eins og Parísarsamningurinn gerir ráð fyrir. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur losun frá Íslandi hinsvegar aukist allverulega síðustu 25 ár, aðallega vegna mengunar frá stóriðju. Það er því full þörf á að koma á hvötum og ívilnunum fyrir fólk og fyrirtæki til að breyta ýmsu sem tengist orkunotkun og brennslu jarðefnaeldsneytis. Píratar vilja því beita lagaákvæðum um mengunarbótareglu og varúðarreglu á allar athafnir og starfsemi sem menga andrúmsloftið. Iðnfyrirtæki ættu að greiða mengunarbótagreiðslur sem eru hærri en sú upphæð sem besta fáanlega tækni í mengunarvarnabúnaði kostar í hverju tilfelli. Þannig myndast hvati fyrir iðnfyrirtæki að minnka vistspor sitt svo um munar. Píratar vilja stefna að því að bílafloti og fiskiskipafloti landsins noti eingöngu vistvæna orku úr innlendum endurnýjanlegum orkulindum og að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Til að flýta fyrir þeirri þróun vilja Píratar koma upp aðgengilegum rafhleðslukerfum um allt land, fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt af nýjum rafbílum og öðrum visthæfum samgöngutækjum. Á sama tíma mætti gera úrbætur í aðgangi að þriggja fasa rafmagni og háhraðainterneti þar sem slíku er ábótavant.Til að uppfylla Parísarsamninginn er því miðað við að árið 2025 verði eingöngu flutt til landsins ökutæki ökutæki sem nýa visthæfa orku. Til að ná slíkum árangri á næstu 8 árum þarf meðal annars stórefla ívilnanir við kaup á rafbílum og öðrum visthæfum ökutækjum og miða við að þau verði ætíð fjárhagslega betri kostur en kaup á ökutækjum sem menga andrúmsloftið. Píratar vilja að gert verði átak í fjölgun rafhleðslustöðva í höfnum landsins til að greiða fyrir rafvæðingu skipastólsins, auk þess að innleiða 6. viðauka MARPOL samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að skip sem sigla í Íslenskri landhelgi noti einungis olíu með brennisteinsmagn innan við 0,1%. Í þessu sambandi má nefna að Píratar telja að olíuleit og olíuvinnsla í efnahagslögsögu landsins sé á skjön við Parísarsamninginn og vilja að hætt verði við öll slík áform. Gert er ráð fyrir að unnin verði metnaðarfull ný landabúnaðarstefna sem tekur tillit til þess að minnka þurfi útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá dýrahaldi, jarðrækt og annarri landnotkun. Fara þarf í markvissar aðgerðir um að ljúka vistheimt á framræstu landi fyrir árið 2025, en uppþurrkuð mýrlendi losa mikið magn af gróðurhúsalofttegundum. Þetta má ýmist gera með því að fylla í framræsluskurði til að hækka grunnvatnsyfirborð eða styðja við markvissa skógrækt og landgræðslu. Íslendingar losa núna því sem nemur 14 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á mann á ári, en þegar við uppfyllum skilyrði Parísarsamingsins minnkar losunin í 6 tonn á mann. Með framsækinni aðgerðaáætlun viljum við að loftslagsmál verði tekin föstum tökum þannig að Ísland verði með þeim fyrstu að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins árið 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og Píratar telja að Ísland geti rutt veginn fyrir önnur ríki og miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Flokkurinn samþykkti í síðustu viku framsækna aðgerðastefnu í loftslagsmálum sem miðar við að hraða fyrri áætlunum ríkisvaldsins og bæta við úrræðum til að uppfylla skilyrði Parísarsamningsins árið 2025. Samkvæmt stefnu Pírata verður að leggja metnað í aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% af því sem hún var árið 1990, eins og Parísarsamningurinn gerir ráð fyrir. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur losun frá Íslandi hinsvegar aukist allverulega síðustu 25 ár, aðallega vegna mengunar frá stóriðju. Það er því full þörf á að koma á hvötum og ívilnunum fyrir fólk og fyrirtæki til að breyta ýmsu sem tengist orkunotkun og brennslu jarðefnaeldsneytis. Píratar vilja því beita lagaákvæðum um mengunarbótareglu og varúðarreglu á allar athafnir og starfsemi sem menga andrúmsloftið. Iðnfyrirtæki ættu að greiða mengunarbótagreiðslur sem eru hærri en sú upphæð sem besta fáanlega tækni í mengunarvarnabúnaði kostar í hverju tilfelli. Þannig myndast hvati fyrir iðnfyrirtæki að minnka vistspor sitt svo um munar. Píratar vilja stefna að því að bílafloti og fiskiskipafloti landsins noti eingöngu vistvæna orku úr innlendum endurnýjanlegum orkulindum og að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Til að flýta fyrir þeirri þróun vilja Píratar koma upp aðgengilegum rafhleðslukerfum um allt land, fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt af nýjum rafbílum og öðrum visthæfum samgöngutækjum. Á sama tíma mætti gera úrbætur í aðgangi að þriggja fasa rafmagni og háhraðainterneti þar sem slíku er ábótavant.Til að uppfylla Parísarsamninginn er því miðað við að árið 2025 verði eingöngu flutt til landsins ökutæki ökutæki sem nýa visthæfa orku. Til að ná slíkum árangri á næstu 8 árum þarf meðal annars stórefla ívilnanir við kaup á rafbílum og öðrum visthæfum ökutækjum og miða við að þau verði ætíð fjárhagslega betri kostur en kaup á ökutækjum sem menga andrúmsloftið. Píratar vilja að gert verði átak í fjölgun rafhleðslustöðva í höfnum landsins til að greiða fyrir rafvæðingu skipastólsins, auk þess að innleiða 6. viðauka MARPOL samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að skip sem sigla í Íslenskri landhelgi noti einungis olíu með brennisteinsmagn innan við 0,1%. Í þessu sambandi má nefna að Píratar telja að olíuleit og olíuvinnsla í efnahagslögsögu landsins sé á skjön við Parísarsamninginn og vilja að hætt verði við öll slík áform. Gert er ráð fyrir að unnin verði metnaðarfull ný landabúnaðarstefna sem tekur tillit til þess að minnka þurfi útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá dýrahaldi, jarðrækt og annarri landnotkun. Fara þarf í markvissar aðgerðir um að ljúka vistheimt á framræstu landi fyrir árið 2025, en uppþurrkuð mýrlendi losa mikið magn af gróðurhúsalofttegundum. Þetta má ýmist gera með því að fylla í framræsluskurði til að hækka grunnvatnsyfirborð eða styðja við markvissa skógrækt og landgræðslu. Íslendingar losa núna því sem nemur 14 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á mann á ári, en þegar við uppfyllum skilyrði Parísarsamingsins minnkar losunin í 6 tonn á mann. Með framsækinni aðgerðaáætlun viljum við að loftslagsmál verði tekin föstum tökum þannig að Ísland verði með þeim fyrstu að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins árið 2025.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun