Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2016 02:39 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í RÚV í kvöld. vísir/hanna Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna þegar Vísir náði tali af henni núna rétt fyrir klukkan tvö á kosninganótt en hún var þá nýkomin heim til sín í Vesturbæinn. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 21 þingmann og gætu flokkarnir því myndað tveggja flokka stjórn með eins manns meirihluta. Aðspurð hvort að það sé ríkisstjórn sem mögulega hugnist henni segir Katrín: „Nei, ég er nú ennþá þeirrar skoðunar að mér finnst þessi úrslit endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir, við erum að sjá fleiri flokka en áður inni á þingi og ég held að við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við ætlum að svara þeirri kröfu. Ég held að það sé nú spurningin á meðan við bíðum eftir endanlegum úrslitum.“ Þá bendir Katrín á í þessu samhengi að síðustu tvær tveggja flokka stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í hafi ekki verið langlífar. „Þannig að þeim hefur ekki fylgt mikill stöðugleiki svo kannski er kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Katrín. Af þeim flokkum sem ná manni inn á þing er Sjálfstæðisflokkurinn lengst til hægri og Vinstri græn lengst til vinstri. Gæti Katrín þá hugsað sér að taka einhvern miðjuflokk inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sem gæti þá verið svar við kalli um fjölbreytni? „Eins og með Pírötum til dæmis sem hafa útilokað þetta? Nei, veistu ég held að við eigum bara að bíða eftir úrslitunum og svona stöðuna hvernig hún lítur út í fyrramálið.“ Katrín segir að henni finnist það ekki sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn fái stjórnarmyndunarumboðið en ef að Bjarni myndi hringja í hana, myndi hún fara að hitta hann? „Ég tek alltaf símann en ég sé fyrir mér að við eigum að nýta þetta tækifæri til að gera breytingar.“Sérðu þá ekki fyrir þér að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið í stjórn sem vill gera breytingar? „Hann hefur ekki talað þannig.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06 Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna þegar Vísir náði tali af henni núna rétt fyrir klukkan tvö á kosninganótt en hún var þá nýkomin heim til sín í Vesturbæinn. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 21 þingmann og gætu flokkarnir því myndað tveggja flokka stjórn með eins manns meirihluta. Aðspurð hvort að það sé ríkisstjórn sem mögulega hugnist henni segir Katrín: „Nei, ég er nú ennþá þeirrar skoðunar að mér finnst þessi úrslit endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir, við erum að sjá fleiri flokka en áður inni á þingi og ég held að við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við ætlum að svara þeirri kröfu. Ég held að það sé nú spurningin á meðan við bíðum eftir endanlegum úrslitum.“ Þá bendir Katrín á í þessu samhengi að síðustu tvær tveggja flokka stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í hafi ekki verið langlífar. „Þannig að þeim hefur ekki fylgt mikill stöðugleiki svo kannski er kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Katrín. Af þeim flokkum sem ná manni inn á þing er Sjálfstæðisflokkurinn lengst til hægri og Vinstri græn lengst til vinstri. Gæti Katrín þá hugsað sér að taka einhvern miðjuflokk inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sem gæti þá verið svar við kalli um fjölbreytni? „Eins og með Pírötum til dæmis sem hafa útilokað þetta? Nei, veistu ég held að við eigum bara að bíða eftir úrslitunum og svona stöðuna hvernig hún lítur út í fyrramálið.“ Katrín segir að henni finnist það ekki sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn fái stjórnarmyndunarumboðið en ef að Bjarni myndi hringja í hana, myndi hún fara að hitta hann? „Ég tek alltaf símann en ég sé fyrir mér að við eigum að nýta þetta tækifæri til að gera breytingar.“Sérðu þá ekki fyrir þér að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið í stjórn sem vill gera breytingar? „Hann hefur ekki talað þannig.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06 Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06
Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38