Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2016 01:38 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. „Þessir flokkar hafa aldrei starfað saman og Panamaskjölin og gamalgróinn ágreiningur gerir þetta erfitt, en ekki ómögulegt,“ segir stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson um mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn með með 21 og því möguleiki á tveggja flokka stjórn á þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði nýjustu tölur vera ákall um fjölbreyttari raddir í stjórnmálum og talaði um að mögulega væri komið að nýjum tímum þegar hún var spurð um álit á þessum tölum í kosningasjónvarpi RÚV.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorvísir/hanna„Sú spurning hvarflaði að manni um leið og maður heyrði hana segja þetta hvort hún væri að bera víurnar í Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Baldur. Hann telur hins vegar að Katrín muni fyrst reyna að mynda stjórn með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum og Viðreisn. „Hún gæti hins vegar hafa verið að stíga skref í átt til Sjálfstæðisflokksins. Svo er alveg hugsanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og VG fái þriðja flokkinn til liðs við sig til að auðvelda samstarfið og auðvelda réttlætinguna á því að fara saman,“ segir Baldur. Hann segir að það gæti reynst erfitt fyrir grasrót Vinstri grænan og flokksstofnanirnar að samþykkja stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „En, þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru líklega nær hvor öðrum í miklum deilumálum í samfélaginu eins og stjórnarskránni, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum heldur en til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin,“ segir Baldur og segir því þetta stjórnarsamstarf ekki ómögulegt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
„Þessir flokkar hafa aldrei starfað saman og Panamaskjölin og gamalgróinn ágreiningur gerir þetta erfitt, en ekki ómögulegt,“ segir stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson um mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn með með 21 og því möguleiki á tveggja flokka stjórn á þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði nýjustu tölur vera ákall um fjölbreyttari raddir í stjórnmálum og talaði um að mögulega væri komið að nýjum tímum þegar hún var spurð um álit á þessum tölum í kosningasjónvarpi RÚV.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorvísir/hanna„Sú spurning hvarflaði að manni um leið og maður heyrði hana segja þetta hvort hún væri að bera víurnar í Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Baldur. Hann telur hins vegar að Katrín muni fyrst reyna að mynda stjórn með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum og Viðreisn. „Hún gæti hins vegar hafa verið að stíga skref í átt til Sjálfstæðisflokksins. Svo er alveg hugsanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og VG fái þriðja flokkinn til liðs við sig til að auðvelda samstarfið og auðvelda réttlætinguna á því að fara saman,“ segir Baldur. Hann segir að það gæti reynst erfitt fyrir grasrót Vinstri grænan og flokksstofnanirnar að samþykkja stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „En, þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru líklega nær hvor öðrum í miklum deilumálum í samfélaginu eins og stjórnarskránni, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum heldur en til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin,“ segir Baldur og segir því þetta stjórnarsamstarf ekki ómögulegt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37